Knicks unnu fyrstu tvo leiki rimmunnar á sínum heimavelli. 76ers tóku þriðja leikinn í Philadelphia en lentu svo 3-1 undir í seinni heimaleik sínum þegar Jalen Brunson skaut liðið í kaf.
Aðdáendur Knicks voru mjög áberandi og háværir á heimavelli 76ers. Joel Embiid gagnrýndi aðdáendur liðsins og sagðist vonsvikinn með stuðninginn úr stúkunni.
76ers sneru aftur til New York eftir tapið, unnu þann leik og minnkuðu muninn í einvíginu í 3-2.
Eigendahópur 76ers, Michael Rubin, Josh Harris, David Blitzer og David Adelman, vildu ekki endurtaka það sem úrskeiðis fór í fyrri heimaleikjum og tilkynntu á samfélagsmiðlum að þeir hefðu sjálfir greitt fyrir 2000 miða á leikinn sem yrðu gefnir til aðdáenda liðsins.
Josh Harris, David Blitzer, @david_adelman and I just bought more than 2,000 tix for Sixers Game 6 - we absolutely CANNOT let Knicks fans take over our arena again!!! Giving them to first responders, health care professionals and other local Philadelphia-based organizations once… https://t.co/HQkOWJpHgB
— Michael Rubin (@michaelrubin) May 1, 2024
I need the @WellsFargoCtr full of @sixers fans….season tickets holders DO NOT SELL YOUR TICKETS to Knicks fans….I repeat DO NOT SELL YOUR TICKERS to Knicks fans! Pour into our @sixers! We can really do this ish man!!!
— dawnstaley (@dawnstaley) May 1, 2024
The Philadelphia 76ers just announced that the team's owners (Josh Harris, David Blitzer, and David Adelman) have teamed up with Michael Rubin to buy more than 2,000 tickets to Game 6 against the New York Knicks.
— Joe Pompliano (@JoePompliano) May 1, 2024
That's about 10% of the venue's entire capacity.
The tickets will…
Leikur Philadelphia 76ers og New York Knicks hefst klukkan 01:00 í nótt og er í beinni útsendingu á NBA League Pass.