„Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. maí 2024 23:20 Frægðarljómi Kevin Spacey hefur dvínað í kjölfar fjölda ásakanna um kynferðisofbeldi. EPA Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. Í júlí á síðasta ári var Spacey sýknaður af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. Meint brot áttu að hafa verið framin á árunum 2001 til 2013. Hann hefur einnig verið sýknaður af dómstóli í New York-borg af álíka ásökunum sem hafa verið nokkuð margar í kjölfar MeToo-byltingarinnar árið 2017. Líkt og áður segir er nú í bígerð heimildarmynd um meint kynferðisofbeldi Spacey. Myndin mun heita Spacey Unmasked og í stiklu fyrir hana er fullyrt að í myndinni tjái menn sig um hegðun leikarans. „Síðustu vikuna hef ég ítrekað óskað eftir því að Channel 4 gefi mér fleiri en sjö daga til að bregðast við ásökunum á hendur mér sem sumar eru 48 ára gamlar,“ segir í tísti Spacey. Þá segist hann vilja ítarlegar upplýsingar til þess að geta rannsakað ásakanirnar sjálfur. „Channel 4 neitar mér og vill meina að sjö dagar sé „sanngjarnt tækifæri“ til að bregðast við nýjum, nafnlausum og óljósum ásökunum,“ segir Spacey sem ætlar ekki að gefa eftir. „Ég mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig með einhliða heimildarmynd um mig til þess að laða að áhorfendur á örvæntingarfullan hátt.“ Hann segist ætla að birta viðbrögð sín við ásökununum á samfélagsmiðlinum X um helgina, og gefur til kynna að þau viðbrögð muni gera Channel 4 og framleiðendur myndarinnar „kjaftstopp“. Erlend sakamál Bretland Hollywood Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Í júlí á síðasta ári var Spacey sýknaður af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. Meint brot áttu að hafa verið framin á árunum 2001 til 2013. Hann hefur einnig verið sýknaður af dómstóli í New York-borg af álíka ásökunum sem hafa verið nokkuð margar í kjölfar MeToo-byltingarinnar árið 2017. Líkt og áður segir er nú í bígerð heimildarmynd um meint kynferðisofbeldi Spacey. Myndin mun heita Spacey Unmasked og í stiklu fyrir hana er fullyrt að í myndinni tjái menn sig um hegðun leikarans. „Síðustu vikuna hef ég ítrekað óskað eftir því að Channel 4 gefi mér fleiri en sjö daga til að bregðast við ásökunum á hendur mér sem sumar eru 48 ára gamlar,“ segir í tísti Spacey. Þá segist hann vilja ítarlegar upplýsingar til þess að geta rannsakað ásakanirnar sjálfur. „Channel 4 neitar mér og vill meina að sjö dagar sé „sanngjarnt tækifæri“ til að bregðast við nýjum, nafnlausum og óljósum ásökunum,“ segir Spacey sem ætlar ekki að gefa eftir. „Ég mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig með einhliða heimildarmynd um mig til þess að laða að áhorfendur á örvæntingarfullan hátt.“ Hann segist ætla að birta viðbrögð sín við ásökununum á samfélagsmiðlinum X um helgina, og gefur til kynna að þau viðbrögð muni gera Channel 4 og framleiðendur myndarinnar „kjaftstopp“.
Erlend sakamál Bretland Hollywood Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09