Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2024 17:00 Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, segir náið fylgst með ummælum ráðamanna í Evrópu og að ummæli Macrons og Camerons séu hættuleg. Getty Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. Peskóv sagði náið fylgst með ummælum ráðamanna í Evrópu um innrás Rússa í Úkraínu. Macron sagði í viðtali við Economist sem birt var í gær að hann vildi ekki útiloka það að senda franska hermenn til Úkraínu, ef Rússar brytu sér leið í gegnum varnir Úkraínumanna. Hann hafði áður slegið á svipaða strengi en í viðtalinu sagði hann að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, útilokaði sjálfur ekki neitt. Hann sagði að ef Rússar ákvæðu að ganga lengra þyrftu ráðamenn í Evrópu að spyrja sig erfiðra spurninga, þar sem Rússland ógnaði öryggi Evrópu. „Ég hef skýr markmið: Rússland má ekki vinna í Úkraínu.“ Hann bætti við að ef það gerðist yrði ekkert öryggi í heimsálfunni. Erfitt væri að ímynda sér að Rússar segðu staðar numið þar og spurði hvurslags öryggi íbúar Moldóvu, Rúmeníu, Póllands, Litháen og annarra nágranna Rússlands myndu þá búa við. Mega nota bresk vopn til árása í Rússlandi David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands og fyrrverandi forsætisráðherra, sagði sömuleiðis í gær að Bretar væru ekki mótfallnir því að Úkraínumenn notuðu hergögn frá Bretlandi til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Það væri Úkraínumanna að ákveða hvað þeir gerðu við vopnin, samkvæmt því sem Cameron sagði í samtali við Reuters. Aðrir bandamenn Úkraínu hafa margir hverjir meinað Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim til slíkra árása. Má þar meðal annars nefna Bandaríkin og Þýskaland. Peskóv segir að bæði ummælin séu „hættuleg“ og áhyggjuefni. Versnandi staða í austri Ráðamenn í Úkraínu hafa að undanförnu lýst erfiðum aðstæðum fyrir úkraínska hermenn í austurhluta landsins, þar sem Rússar njóta yfirburða í bæði mannafla og skotfærum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur beðið Cameron um að flýta hergagnasendingum Breta til Úkraínu, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hefur Vadím Skibitskí, einn af yfirmönnum leyniþjónustu úkraínska hersins, einnig slegið á svipaða strengi. Sjá einnig: Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Í viðtali við Economist sagði Skibitskí að Úkraínumenn eigi í erfiðleikum með að stöðva framsókn Rússa í austri. „Vandi okkar er mjög einfaldur. Við eigum engin vopn. Við vissum alltaf að apríl og maí yrðu erfiðir mánuðir fyrir okkur.“ Rússar gera nú umfangsmikið áhlaup að hinum mikilvæga bæ Tjasív Jar, sem er vestur af Bakmút í Dónetskhéraði. Borgin er mikilvægur hlekkur í birgðakeðju Úkraínumanna og myndi opna leið fyrir Rússa dýpra inn í Úkraínu. Skibitskí segir Rússa vilja tryggja yfirráð sín yfir öllum Lúhansk og Dónetskhéruðum. Hann segir einnig að Rússar vilji gera atlögu að Karkív og Súmí í norðausturhluta Úkraínu og áætla Úkraínumenn að rúmlega hálf milljón rússneskra hermanna taki nú þátt í innrásinni í Úkraínu. Karkív hefur lengi verið skotmark Rússa en Úkraínumönnum hefur tekist að verja borgina frá því innrásin hófst í febrúar 2022. Borgin er þó skammt frá landamærum Rússlands og hefur verið undir linnulausum árásum undanfarna mánuði sem valdið hafa miklum skemmdum þar og mannfalli. Skibitskí segist ekki sjá leið fyrir Úkraínumenn til að vinna stríðið gegn Rússum á vígvöllum Úkraínu. Jafnvel þó þeir myndu reka Rússa á brott, sem yrði gífurlega erfitt miðað við stöðuna í dag, myndi það ekki binda enda á átökin. Hann segir að stríð sem þetta geti eingöngu endað með samningum og báðar fylkingar hafi nú í huga að ná betri samningsstöðu í aðdraganda mögulegra viðræðna. Skibitskí telur þó að slíkar viðræður geti ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi á seinni hluta næsta árs. Telur hann líklegt að þá verði Rússar komnir í vandræði með hergagnaframleiðslu vegna aðfangaskorts. Hann segir þó að á breytist ekkert verði Úkraínumenn uppiskroppa með vopn á undan Rússum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Frakkland Bretland Tengdar fréttir Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24 Skipulögðu árásir í Þýskalandi og víðar í nafni ISKP Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært sjö menn sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverkaárásir á vegum Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) þar í landi og annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Mennirnir eru sagðir hafa virt fyrir sér nokkur möguleg skotmörk og munu þeir hafa reynt að safna peningum og vopnum fyrir árásir. 24. apríl 2024 22:48 Fyrstu hergögnin eiga að berast til Úkraínu á næstu klukkustundum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði seinni partinn í dag undir ný lög um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Eftir það sagði hann að hergögn myndu byrja að berast til Úkraínu „á næstu klukkustundum“ sem gæti þýtt strax í kvöld. 24. apríl 2024 18:43 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Peskóv sagði náið fylgst með ummælum ráðamanna í Evrópu um innrás Rússa í Úkraínu. Macron sagði í viðtali við Economist sem birt var í gær að hann vildi ekki útiloka það að senda franska hermenn til Úkraínu, ef Rússar brytu sér leið í gegnum varnir Úkraínumanna. Hann hafði áður slegið á svipaða strengi en í viðtalinu sagði hann að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, útilokaði sjálfur ekki neitt. Hann sagði að ef Rússar ákvæðu að ganga lengra þyrftu ráðamenn í Evrópu að spyrja sig erfiðra spurninga, þar sem Rússland ógnaði öryggi Evrópu. „Ég hef skýr markmið: Rússland má ekki vinna í Úkraínu.“ Hann bætti við að ef það gerðist yrði ekkert öryggi í heimsálfunni. Erfitt væri að ímynda sér að Rússar segðu staðar numið þar og spurði hvurslags öryggi íbúar Moldóvu, Rúmeníu, Póllands, Litháen og annarra nágranna Rússlands myndu þá búa við. Mega nota bresk vopn til árása í Rússlandi David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands og fyrrverandi forsætisráðherra, sagði sömuleiðis í gær að Bretar væru ekki mótfallnir því að Úkraínumenn notuðu hergögn frá Bretlandi til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Það væri Úkraínumanna að ákveða hvað þeir gerðu við vopnin, samkvæmt því sem Cameron sagði í samtali við Reuters. Aðrir bandamenn Úkraínu hafa margir hverjir meinað Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim til slíkra árása. Má þar meðal annars nefna Bandaríkin og Þýskaland. Peskóv segir að bæði ummælin séu „hættuleg“ og áhyggjuefni. Versnandi staða í austri Ráðamenn í Úkraínu hafa að undanförnu lýst erfiðum aðstæðum fyrir úkraínska hermenn í austurhluta landsins, þar sem Rússar njóta yfirburða í bæði mannafla og skotfærum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur beðið Cameron um að flýta hergagnasendingum Breta til Úkraínu, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hefur Vadím Skibitskí, einn af yfirmönnum leyniþjónustu úkraínska hersins, einnig slegið á svipaða strengi. Sjá einnig: Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Í viðtali við Economist sagði Skibitskí að Úkraínumenn eigi í erfiðleikum með að stöðva framsókn Rússa í austri. „Vandi okkar er mjög einfaldur. Við eigum engin vopn. Við vissum alltaf að apríl og maí yrðu erfiðir mánuðir fyrir okkur.“ Rússar gera nú umfangsmikið áhlaup að hinum mikilvæga bæ Tjasív Jar, sem er vestur af Bakmút í Dónetskhéraði. Borgin er mikilvægur hlekkur í birgðakeðju Úkraínumanna og myndi opna leið fyrir Rússa dýpra inn í Úkraínu. Skibitskí segir Rússa vilja tryggja yfirráð sín yfir öllum Lúhansk og Dónetskhéruðum. Hann segir einnig að Rússar vilji gera atlögu að Karkív og Súmí í norðausturhluta Úkraínu og áætla Úkraínumenn að rúmlega hálf milljón rússneskra hermanna taki nú þátt í innrásinni í Úkraínu. Karkív hefur lengi verið skotmark Rússa en Úkraínumönnum hefur tekist að verja borgina frá því innrásin hófst í febrúar 2022. Borgin er þó skammt frá landamærum Rússlands og hefur verið undir linnulausum árásum undanfarna mánuði sem valdið hafa miklum skemmdum þar og mannfalli. Skibitskí segist ekki sjá leið fyrir Úkraínumenn til að vinna stríðið gegn Rússum á vígvöllum Úkraínu. Jafnvel þó þeir myndu reka Rússa á brott, sem yrði gífurlega erfitt miðað við stöðuna í dag, myndi það ekki binda enda á átökin. Hann segir að stríð sem þetta geti eingöngu endað með samningum og báðar fylkingar hafi nú í huga að ná betri samningsstöðu í aðdraganda mögulegra viðræðna. Skibitskí telur þó að slíkar viðræður geti ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi á seinni hluta næsta árs. Telur hann líklegt að þá verði Rússar komnir í vandræði með hergagnaframleiðslu vegna aðfangaskorts. Hann segir þó að á breytist ekkert verði Úkraínumenn uppiskroppa með vopn á undan Rússum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Frakkland Bretland Tengdar fréttir Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24 Skipulögðu árásir í Þýskalandi og víðar í nafni ISKP Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært sjö menn sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverkaárásir á vegum Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) þar í landi og annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Mennirnir eru sagðir hafa virt fyrir sér nokkur möguleg skotmörk og munu þeir hafa reynt að safna peningum og vopnum fyrir árásir. 24. apríl 2024 22:48 Fyrstu hergögnin eiga að berast til Úkraínu á næstu klukkustundum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði seinni partinn í dag undir ný lög um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Eftir það sagði hann að hergögn myndu byrja að berast til Úkraínu „á næstu klukkustundum“ sem gæti þýtt strax í kvöld. 24. apríl 2024 18:43 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24
Skipulögðu árásir í Þýskalandi og víðar í nafni ISKP Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært sjö menn sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverkaárásir á vegum Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) þar í landi og annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Mennirnir eru sagðir hafa virt fyrir sér nokkur möguleg skotmörk og munu þeir hafa reynt að safna peningum og vopnum fyrir árásir. 24. apríl 2024 22:48
Fyrstu hergögnin eiga að berast til Úkraínu á næstu klukkustundum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði seinni partinn í dag undir ný lög um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Eftir það sagði hann að hergögn myndu byrja að berast til Úkraínu „á næstu klukkustundum“ sem gæti þýtt strax í kvöld. 24. apríl 2024 18:43
Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10
Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44