„Til að stjórna umræðum höfum við fengið Snorra Másson. Eins og fram kom í nýlegu hlaðvarpi þá er ég bara kona þannig að ég dreg mig í hlé og fer bara og stofna kaffihús,“ sagði Birna þegar hún kynnti Snorra til leiks.
Þar vísaði hún til umdeildra orða Snorra í hlaðvarpsþætti hans sem ber nafnið Skoðanabræður. Þar ræddi hann og Bergþór Másson bróðir hans við Patrik Atlason tónlistarmann um hlutverk kvenna í atvinnulífinu og á heimilinu. Lagði Snorri til að konur gætu stofnað kaffihús í stað þess að vinna.
„Takk kærlega, takk kærlega,“ sagði Snorri við þessa kynningu Birnu. „Ég er viss um að Birna verður farsæl á því sviði,“ sagði Snorri í gríni áður en hann hóf að stýra umræðum.