DeAndre Kane sleppur við bann og spilar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 08:43 DeAndre Kane missti algjörlega stjórn á sér í Smáranum á þriðjudagskvöldið. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar munu njóta krafta DeAndre Kane í kvöld í öðrum leik sínum á móti Keflavík í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Kane fer ekki í bann en fær peningasekt fyrir hegðun sína í fyrsta leiknum. Mikil umræða skapaðist um þann langa tíma sem aganefndin tók sér í að vinna málið enda þurftu bæði Grindavík og Keflavík að undirbúa gríðarlega mikilvægan leik án þess að vita hvort Kane mætti spila eða ekki. Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur loksins tekið mál hans fyrir og skilað niðurstöðu sinni. Hana má finna á heimasíðu KKÍ og hér fyrir neðan. Agamál 54/2023-2024 Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, DeAndre Kane, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og Keflavíkur, úrslitakeppni Subwaydeildar karla, sem fram fór þann 30. apríl 2024. Með vísan til ákvæðis l. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði aukinheldur greiða sekt að fjárhæð 50.000 kr. vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Kane sleppur við leikbann og fær því aðeins áminningu vegna háttsemi sinnar. Hann þarf hins vegar að greiða fimmtíu þúsund krónur í sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Kane var þarna vísað úr húsi eftir að hafa fengi bæði óíþróttamannslega villu og tæknivillu í leiknum. Það sem kom Kane í vandræði voru þó ekki óíþróttamannslega villan sem hann fékk eða tæknivillan sem hann fékk svo fyrir leikaraskap. Viðbrögð hans við seinni dómnum, og að þurfa þar með að yfirgefa völlinn eru ástæðan fyrir því að málið endaði inn á borð aganefndar. Kane var heillengi að yfirgefa salinn, sló í sjónvarpsmyndavél og hlið á leiðinni út og hreytti einhverju í átt að varamannabekk Keflavíkur. Þetta gerði Kane fyrir framan nefið á Jóni Bender, eftirlitsmanni leiksins. Kane var búinn að missa af einum leik í þessari úrslitakeppni vegna leikbanns en hann var heldur ekki með í öðrum leiknum á móti Tindastól í átta liða úrslitunum. Grindavík vann þann leik þó án hans. Ljóst er að Keflvíkingar verða án lykilmanns í leiknum vegna meiðsla Remys Martin sem reif hásin fyrr í þessum saman leik. Hann verður ekki meira með í þessari úrslitakeppni. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Kane missti stjórn á skapi sínu. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Sjá meira
Mikil umræða skapaðist um þann langa tíma sem aganefndin tók sér í að vinna málið enda þurftu bæði Grindavík og Keflavík að undirbúa gríðarlega mikilvægan leik án þess að vita hvort Kane mætti spila eða ekki. Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur loksins tekið mál hans fyrir og skilað niðurstöðu sinni. Hana má finna á heimasíðu KKÍ og hér fyrir neðan. Agamál 54/2023-2024 Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, DeAndre Kane, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og Keflavíkur, úrslitakeppni Subwaydeildar karla, sem fram fór þann 30. apríl 2024. Með vísan til ákvæðis l. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði aukinheldur greiða sekt að fjárhæð 50.000 kr. vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Kane sleppur við leikbann og fær því aðeins áminningu vegna háttsemi sinnar. Hann þarf hins vegar að greiða fimmtíu þúsund krónur í sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Kane var þarna vísað úr húsi eftir að hafa fengi bæði óíþróttamannslega villu og tæknivillu í leiknum. Það sem kom Kane í vandræði voru þó ekki óíþróttamannslega villan sem hann fékk eða tæknivillan sem hann fékk svo fyrir leikaraskap. Viðbrögð hans við seinni dómnum, og að þurfa þar með að yfirgefa völlinn eru ástæðan fyrir því að málið endaði inn á borð aganefndar. Kane var heillengi að yfirgefa salinn, sló í sjónvarpsmyndavél og hlið á leiðinni út og hreytti einhverju í átt að varamannabekk Keflavíkur. Þetta gerði Kane fyrir framan nefið á Jóni Bender, eftirlitsmanni leiksins. Kane var búinn að missa af einum leik í þessari úrslitakeppni vegna leikbanns en hann var heldur ekki með í öðrum leiknum á móti Tindastól í átta liða úrslitunum. Grindavík vann þann leik þó án hans. Ljóst er að Keflvíkingar verða án lykilmanns í leiknum vegna meiðsla Remys Martin sem reif hásin fyrr í þessum saman leik. Hann verður ekki meira með í þessari úrslitakeppni. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Kane missti stjórn á skapi sínu.
Agamál 54/2023-2024 Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, DeAndre Kane, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og Keflavíkur, úrslitakeppni Subwaydeildar karla, sem fram fór þann 30. apríl 2024. Með vísan til ákvæðis l. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði aukinheldur greiða sekt að fjárhæð 50.000 kr. vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Sjá meira