Á vesturleiðinni en ekki á hundrað og tíu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2024 13:38 Ökumenn á Íslandi gæta ekki nægilega vel að sér þegar ekið er framhjá verkamönnum að störfum. Myndin er af vegaframkvæmdur við Suðurlandsveg úr safni. Hér eru menn ekki á vesturleiðinni. Vísir/Vilhelm Sævar Helgi Lárusson, öryggisstjóri Vegagerðarinnar, segir alltof mikið um hraðakstur í grennd við vegaframkvæmdir. Á morgun verður haldinn morgunfundur á vegum Vegagerðarinnar og Samgöngustofu um átakið „Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér. Sævar Helgi birti pistil á Vísi í morgun þar sem hann hóf mál sitt á því að vitna í Stuðmanninn Þórð Árnason, þegar hann sagðist vera á vesturleiðinni á háheiðinni á hundrað og tíu því hann megi ekki verða of seinn. Sævar segir að það sé bannað að vera á hundrað og tíu, en tilefni pistilsins er tíður hraðakstur íslenskra ökumanna í grennd við vegaframkvæmdir, og fundur um átak hvað þau mál varðar sem haldinn verður á morgun. Sævar mætti svo í Bítið í morgun þar sem hann sagði að það komi því miður reglulega fyrir að ökumenn gæti ekki nægilega vel að sér og hægi lítið sem ekkert á sér, geysi framhjá fólki á þeysireið og valdi mikilli hættu. Verkamenn sem vinna við vegagerð kvarta reglulega undan þessu segir Sævar. Skilningsleysi ráði för Sævar segir að hann gruni að skilningsleysi ráði því að menn hægi ekki á sér. „Fólki finnst kannski sextíu vera nægilega mikill afsláttur. En þegar að menn standa óvarðir á vegamóti, þá þarftu nú bara helst að fara niður undir þrjátíu eða jafnvel undir það,“ segir Sævar. Sævar segir að sem betur fer sé „eitthvað síðan“ ekið var á starfsmann sem var við vegavinnu svo hann muni eftir. Alltaf sé þó eitthvað um önnur slys. „En hræðslan er sú, að ef að það gerist, að þá verður það svo alvarlegt. Til að mynda eru tíu prósent líkur á að banaslys verði, sé ekið á gangandi vegfaranda á þrjátíu og sjö kílómetra hraða,“ segir Sævar. Hann segir svo að miklar líkur séu á því að afleiðingarnar af slíku slysi verði alvarlegar, þótt einungis sé ekið á þrjátíu og sjö. Sé ekið á gangandi vegfaranda á fimmtíu kílómetra hraða á klukkustund, séu um fimmtíu prósent líkur á banaslysi. Á morgunfundi Vegagerðarinnar á morgun þriðjudaginn 7. maí verður öryggi starfsfólks við vegavinnu til umfjöllunar. Vitundarátakið Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér, verður kynnt fyrir fundargestum, og flutt verða stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar til fréttastofu. Morgunfundurinn fer fram í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ, og stendur frá klukkan 9:00 til 10:15. Fundurinn er opinn öllum og heitt verður á könnunni. Einnig verður fundurinn í beinu streymi. Umferðaröryggi Bítið Vegagerð Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Sævar Helgi birti pistil á Vísi í morgun þar sem hann hóf mál sitt á því að vitna í Stuðmanninn Þórð Árnason, þegar hann sagðist vera á vesturleiðinni á háheiðinni á hundrað og tíu því hann megi ekki verða of seinn. Sævar segir að það sé bannað að vera á hundrað og tíu, en tilefni pistilsins er tíður hraðakstur íslenskra ökumanna í grennd við vegaframkvæmdir, og fundur um átak hvað þau mál varðar sem haldinn verður á morgun. Sævar mætti svo í Bítið í morgun þar sem hann sagði að það komi því miður reglulega fyrir að ökumenn gæti ekki nægilega vel að sér og hægi lítið sem ekkert á sér, geysi framhjá fólki á þeysireið og valdi mikilli hættu. Verkamenn sem vinna við vegagerð kvarta reglulega undan þessu segir Sævar. Skilningsleysi ráði för Sævar segir að hann gruni að skilningsleysi ráði því að menn hægi ekki á sér. „Fólki finnst kannski sextíu vera nægilega mikill afsláttur. En þegar að menn standa óvarðir á vegamóti, þá þarftu nú bara helst að fara niður undir þrjátíu eða jafnvel undir það,“ segir Sævar. Sævar segir að sem betur fer sé „eitthvað síðan“ ekið var á starfsmann sem var við vegavinnu svo hann muni eftir. Alltaf sé þó eitthvað um önnur slys. „En hræðslan er sú, að ef að það gerist, að þá verður það svo alvarlegt. Til að mynda eru tíu prósent líkur á að banaslys verði, sé ekið á gangandi vegfaranda á þrjátíu og sjö kílómetra hraða,“ segir Sævar. Hann segir svo að miklar líkur séu á því að afleiðingarnar af slíku slysi verði alvarlegar, þótt einungis sé ekið á þrjátíu og sjö. Sé ekið á gangandi vegfaranda á fimmtíu kílómetra hraða á klukkustund, séu um fimmtíu prósent líkur á banaslysi. Á morgunfundi Vegagerðarinnar á morgun þriðjudaginn 7. maí verður öryggi starfsfólks við vegavinnu til umfjöllunar. Vitundarátakið Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér, verður kynnt fyrir fundargestum, og flutt verða stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar til fréttastofu. Morgunfundurinn fer fram í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ, og stendur frá klukkan 9:00 til 10:15. Fundurinn er opinn öllum og heitt verður á könnunni. Einnig verður fundurinn í beinu streymi.
Umferðaröryggi Bítið Vegagerð Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira