Svik forsetaframbjóðanda við börnin á Gaza Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar 6. maí 2024 13:01 Stúdentar í Columbia-háskóla hafa nú mótmælt þjóðarmorðinu á Gaza dögum saman, mótmælin hafa breiðst út um háskóla um öll Bandaríkin, minna á mótmæli stúdenta gegn Víetnam-stríðinu. Stúdentar tóku meðal annars yfir svokallaðan Hamilton-sal Columbia-háskólans, og gáfu honum nýtt nafn við mikinn fögnuð mótmælenda: „Hind Hall“. Salurinn er nefndur til heiðurs Hind Rajab, sex ára gömlu stúlkunni sem var myrt af Ísraelsher. Sagan hennar Hind er svona: Fjölskylda Hind var að flýja Gazaborg á bíl þegar ísraelskur skriðdreki skaut á bílinn, og drap öll sem í bílnum voru nema Hind litlu, en þó náði 15 ára frændi hennar sambandi við neyðarlínu Rauða Hálfmánans áður en hann lést. Við tóku óbærilegustu klukkustundir sem hægt er að ímynda sér fyrir nokkra manneskju, hvað þá sex ára gamla stúlku, þar sem hún var í símanum við neyðarlínuna í heilar þrjár klukkustundir að bíða eftir aðstoð. Upptaka úr símtalinu var síðar birt, og litla stúlkan segir endurtekið: „Ég er svo hrædd, geriði það, komiði. Komiði og náið í mig. Geriði það, komið til mín“ Þegar Palestínski Rauði Hálfmáninn sendi strax sjúkrabíl af stað til að ná í litlu stúlkuna, lét hann ísraelsk yfirvöld vita af ferð sinni, enda svæðið umsetið af ísraelska hernum. En sjúkrabíllinn fékk ekki að komast alla leið til Hind, heldur var ráðist á hann og sjúkraliðarnir tveir innanborðs drepnir. Hind fannst 12 dögum síðar, inni í bílnum, dáin. Eftir þessari stúlku nefndu stúdentar salinn. Ekki eftir pólitískum leiðtoga eða frægri baráttumanneskju gegn síonisma. Heldur hinni sex ára gömlu Hind. Þetta eru falleg mótmæli, því þarna er ungt fólk og kennarar þeirra að berjast fyrir mennskunni. Það er erfitt að sjá lögregluna beita stúdenta sem prófessora ofbeldi og berja niður tjáningarfrelsi þeirra, það ætti allt talsfólk tjáningarfrelsis að láta sig varða. En svo virðist raunar sem flestum sjálfskipuðum fulltrúum tjáningarfrelsis á Íslandi síðustu ár hafi bara verið umhugað um tjáningarfrelsi til að segja eitthvað ljótt við aðra, en sé drull um það þegar það er notað til að berjast fyrir lífinu sjálfu. Þessi hryllingur sem palestínska þjóðin er að ganga í gegnum er á þannig stigi að það er óeðlilegt að tjá sig ekki um hann. Ekkert okkar getur falið sig á bak við að vera ekki upplýst - sönnunargögnin eru út um allt internetið. Samt hefur utanríkisráðherra Íslands ekki fordæmt ódæðin einu sinni. Ekki einu sinni. Mikið skammast ég mín fyrir hana, og líka fyrir þann sem sinnti embættinu síðustu mánuði. Og mikið skammast ég mín fyrir forsætisráðherrann, nú forsetaframbjóðandann, sem beitti sér ekki á meðan hún gat, heldur leyfði Bjarna Ben að segjast stöðva greiðslur til UNRWA og tók enga afstöðu með Palestínu í verki. Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur. Það er of stór glæpur til að fyrirgefa, og þið elskur sem ætlið að kjósa Katrínu ykkar þrátt fyrir það allt, megið lesa söguna um Hind aftur. Var hún svo valdalaus og aum í æðstu valdastöðu, að hún hefði ekki einu sinni getað fordæmt Ísrael berum orðum fyrir drápið á Hind? Og ekki á hinum 14.000 börnunum? Hvað hefði þurft mörg börn eins og Hind til að hún hefði talað fyrir slitum á stjórnmálasambandi við Ísrael eða öðrum þvingunaraðgerðum? Svo ekki halda niðrí ykkur andanum eftir því að fólk hætti að ræða þessi svik Katrínar við mennskuna - við munum aldrei gleyma þeim. Höfundur er sviðslistakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Stúdentar í Columbia-háskóla hafa nú mótmælt þjóðarmorðinu á Gaza dögum saman, mótmælin hafa breiðst út um háskóla um öll Bandaríkin, minna á mótmæli stúdenta gegn Víetnam-stríðinu. Stúdentar tóku meðal annars yfir svokallaðan Hamilton-sal Columbia-háskólans, og gáfu honum nýtt nafn við mikinn fögnuð mótmælenda: „Hind Hall“. Salurinn er nefndur til heiðurs Hind Rajab, sex ára gömlu stúlkunni sem var myrt af Ísraelsher. Sagan hennar Hind er svona: Fjölskylda Hind var að flýja Gazaborg á bíl þegar ísraelskur skriðdreki skaut á bílinn, og drap öll sem í bílnum voru nema Hind litlu, en þó náði 15 ára frændi hennar sambandi við neyðarlínu Rauða Hálfmánans áður en hann lést. Við tóku óbærilegustu klukkustundir sem hægt er að ímynda sér fyrir nokkra manneskju, hvað þá sex ára gamla stúlku, þar sem hún var í símanum við neyðarlínuna í heilar þrjár klukkustundir að bíða eftir aðstoð. Upptaka úr símtalinu var síðar birt, og litla stúlkan segir endurtekið: „Ég er svo hrædd, geriði það, komiði. Komiði og náið í mig. Geriði það, komið til mín“ Þegar Palestínski Rauði Hálfmáninn sendi strax sjúkrabíl af stað til að ná í litlu stúlkuna, lét hann ísraelsk yfirvöld vita af ferð sinni, enda svæðið umsetið af ísraelska hernum. En sjúkrabíllinn fékk ekki að komast alla leið til Hind, heldur var ráðist á hann og sjúkraliðarnir tveir innanborðs drepnir. Hind fannst 12 dögum síðar, inni í bílnum, dáin. Eftir þessari stúlku nefndu stúdentar salinn. Ekki eftir pólitískum leiðtoga eða frægri baráttumanneskju gegn síonisma. Heldur hinni sex ára gömlu Hind. Þetta eru falleg mótmæli, því þarna er ungt fólk og kennarar þeirra að berjast fyrir mennskunni. Það er erfitt að sjá lögregluna beita stúdenta sem prófessora ofbeldi og berja niður tjáningarfrelsi þeirra, það ætti allt talsfólk tjáningarfrelsis að láta sig varða. En svo virðist raunar sem flestum sjálfskipuðum fulltrúum tjáningarfrelsis á Íslandi síðustu ár hafi bara verið umhugað um tjáningarfrelsi til að segja eitthvað ljótt við aðra, en sé drull um það þegar það er notað til að berjast fyrir lífinu sjálfu. Þessi hryllingur sem palestínska þjóðin er að ganga í gegnum er á þannig stigi að það er óeðlilegt að tjá sig ekki um hann. Ekkert okkar getur falið sig á bak við að vera ekki upplýst - sönnunargögnin eru út um allt internetið. Samt hefur utanríkisráðherra Íslands ekki fordæmt ódæðin einu sinni. Ekki einu sinni. Mikið skammast ég mín fyrir hana, og líka fyrir þann sem sinnti embættinu síðustu mánuði. Og mikið skammast ég mín fyrir forsætisráðherrann, nú forsetaframbjóðandann, sem beitti sér ekki á meðan hún gat, heldur leyfði Bjarna Ben að segjast stöðva greiðslur til UNRWA og tók enga afstöðu með Palestínu í verki. Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur. Það er of stór glæpur til að fyrirgefa, og þið elskur sem ætlið að kjósa Katrínu ykkar þrátt fyrir það allt, megið lesa söguna um Hind aftur. Var hún svo valdalaus og aum í æðstu valdastöðu, að hún hefði ekki einu sinni getað fordæmt Ísrael berum orðum fyrir drápið á Hind? Og ekki á hinum 14.000 börnunum? Hvað hefði þurft mörg börn eins og Hind til að hún hefði talað fyrir slitum á stjórnmálasambandi við Ísrael eða öðrum þvingunaraðgerðum? Svo ekki halda niðrí ykkur andanum eftir því að fólk hætti að ræða þessi svik Katrínar við mennskuna - við munum aldrei gleyma þeim. Höfundur er sviðslistakona.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun