Örlætisgjörningur ríkislögreglustjóra til tals á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2024 16:08 Þórhildur Sunna vildi vita hvort Guðrún Hafsteinsdóttir ætlaði að beita sér fyrir því að þessar 500 milljónir sem Haraldur Johannessen gaf verði eltar? Hún spurði fyrir hönd ríkissjóðs. vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati sótti að Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á þingi nú fyrir stundu og spurði hana hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að rannsókn yrði gerð á örlætisgjörningi Haraldar Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóra. „Ríkissjóður situr uppi með fimm hundruð milljóna króna reikning eftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hækkaði lífeyrisréttindi útvalinna undirmanna sinna um helming án þess að hafa til þess heimild.“ Þannig hóf Þórhildur Sunna mál sitt. Hún fór yfir málið, sagði fjármálaeftirlitið ekki svara fyrirspurn blaðamanna, og að engu slíku máli hafi verið vísað til saksóknara, engin rannsókn yfirstandandi. En Vísir hefur fjallað um málið auk Heimildarinnar. Þórhildur spurði Guðrúnu hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að þetta mál yrði tekið til rannsóknar. Guðrún sagði afar mikilvægt að farið sé vel með almanna fé og stofnanir og undirstofnanir geri það. En hún taldi það ekki sitt heldur hlyti það að vera saksóknara að ákveða hvort farið yrði í slíka rannsókn. Þórhildur sagðist vera að spyrja ráðherra hvort hún ætlar að beina þessu til saksóknara? Og spurði fyrir hönd ríkissjóðs, hvorki meira né minna. Hún minnti á að þessi sami ríkislögreglustjóri hafði sagt eitthvað á þá leið í viðtali þegar hann lét að störfum að það væri efni í annað og dýpra viðtal, um hvað gengið hefði á bak við tjöldin. Og þar væri þá undirliggjandi hótun. Guðrún ítrekaði þá fyrra svar sitt; að ráðherra geti ekki metið það hvort þarna hafi eitthvað saknæmt átt sér stað heldur erum við með stofnanir til að meta það. Sem sagt saksóknara að meta slíkt en ekki ráðherra. Alþingi Stjórnsýsla Lögreglumál Kjaramál Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Hvernig ætlar ríkið að sækja milljónirnar 360 sem Haraldur gaf? Hæstaréttarlögmaður veltir því fyrir sér hvernig ríkið ætli að endurheimta fé sem fyrrverandi Ríkislögreglustjóri gaf undirmönnum sínum rétt fyrir eigin starfslok. Hann segir háttsemi Ríkislögreglustjóra líklega bótaskylda og jafnvel refsiverða. 4. maí 2024 13:06 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira
„Ríkissjóður situr uppi með fimm hundruð milljóna króna reikning eftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hækkaði lífeyrisréttindi útvalinna undirmanna sinna um helming án þess að hafa til þess heimild.“ Þannig hóf Þórhildur Sunna mál sitt. Hún fór yfir málið, sagði fjármálaeftirlitið ekki svara fyrirspurn blaðamanna, og að engu slíku máli hafi verið vísað til saksóknara, engin rannsókn yfirstandandi. En Vísir hefur fjallað um málið auk Heimildarinnar. Þórhildur spurði Guðrúnu hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að þetta mál yrði tekið til rannsóknar. Guðrún sagði afar mikilvægt að farið sé vel með almanna fé og stofnanir og undirstofnanir geri það. En hún taldi það ekki sitt heldur hlyti það að vera saksóknara að ákveða hvort farið yrði í slíka rannsókn. Þórhildur sagðist vera að spyrja ráðherra hvort hún ætlar að beina þessu til saksóknara? Og spurði fyrir hönd ríkissjóðs, hvorki meira né minna. Hún minnti á að þessi sami ríkislögreglustjóri hafði sagt eitthvað á þá leið í viðtali þegar hann lét að störfum að það væri efni í annað og dýpra viðtal, um hvað gengið hefði á bak við tjöldin. Og þar væri þá undirliggjandi hótun. Guðrún ítrekaði þá fyrra svar sitt; að ráðherra geti ekki metið það hvort þarna hafi eitthvað saknæmt átt sér stað heldur erum við með stofnanir til að meta það. Sem sagt saksóknara að meta slíkt en ekki ráðherra.
Alþingi Stjórnsýsla Lögreglumál Kjaramál Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Hvernig ætlar ríkið að sækja milljónirnar 360 sem Haraldur gaf? Hæstaréttarlögmaður veltir því fyrir sér hvernig ríkið ætli að endurheimta fé sem fyrrverandi Ríkislögreglustjóri gaf undirmönnum sínum rétt fyrir eigin starfslok. Hann segir háttsemi Ríkislögreglustjóra líklega bótaskylda og jafnvel refsiverða. 4. maí 2024 13:06 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira
Hvernig ætlar ríkið að sækja milljónirnar 360 sem Haraldur gaf? Hæstaréttarlögmaður veltir því fyrir sér hvernig ríkið ætli að endurheimta fé sem fyrrverandi Ríkislögreglustjóri gaf undirmönnum sínum rétt fyrir eigin starfslok. Hann segir háttsemi Ríkislögreglustjóra líklega bótaskylda og jafnvel refsiverða. 4. maí 2024 13:06