Hætta skerðingum til stórnotenda Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2024 14:26 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Skerðingar Landsvirkjunar á afhendingu raforku til stórnotenda hafa nú verið afnumdar. Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun þar sem tekið er fram að það sé um þremur til fimm vikum fyrr en reiknað var með um miðjan síðasta mánuð. Staða í miðlunarlónum Landsvirkjunar batni nú nokkuð ört og mikill snjór á hálendinu geri fyrirheit um gott innstreymi í lónin á næstu vikum. „Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, t.d. á vatnasvæði Tungnaár á Suðurlandi. Niðurdrætti í Þórisvatni virðist lokið þetta vorið. Langtíma veðurspá fyrir Suðurland lofar hlýindum og þá tekur Þjórsá vonandi fljótt við sér. Við Blöndulón hafa verið miklar leysingar að undanförnu og það rís hratt. Hálslón við Kárahnjúka er önnur saga, þar hafa litlar breytingar orðið upp á síðkastið. Hins vegar er snjór mikill á Austurlandi og varfærnar spár okkar gera ráð fyrir auknu innrennsli þar á næstunni. Gert er ráð fyrir að lofthiti á landinu verði um eða yfir meðallag næstu þrjár vikurnar. Gangi það eftir má búast við því að staða lónanna batni hratt. Miklar skerðingar í vetur Undir lok sl. árs var gripið til skerðinga á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Þessar skerðingar munu standa áfram, enda engin umframorka tiltæk þótt staðan fari batnandi. Því næst var afhending skert til fjarvarmaveitna og stórnotenda, þ.e. Elkem, Norðuráls og Rio Tinto. Í febrúar var svo tilkynnt um skerðingar á norður- og austurhluta landsins en þær náðu til álvers Alcoa Fjarðaráls, kísilvers PCC Bakka, TDK aflþynnuverksmiðjunnar og atNorth gagnaversins. Þessum skerðingum er núna lokið,“ segir í tilkynningunni. Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Tengdar fréttir Skerðingar á raforku lagast vonandi hratt þegar „vorleysingar hefjast fyrir alvöru“ Landsvirkjunar, sem hefur orðið að grípa til skerðinga á afhendingu á raforku í vetur, er farin að sjá merki þess að farið sé að vora. Staða skerðinga mun vonandi breytast hratt „þegar hlýna tekur og vorleysingar hefjast fyrir alvöru.“ Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, til dæmis á vatnasvæði Tungnár þar sem það hefur nær þrefaldast á skömmum tíma, en Hálslón sé hins vegar önnur saga. 29. apríl 2024 12:17 Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun þar sem tekið er fram að það sé um þremur til fimm vikum fyrr en reiknað var með um miðjan síðasta mánuð. Staða í miðlunarlónum Landsvirkjunar batni nú nokkuð ört og mikill snjór á hálendinu geri fyrirheit um gott innstreymi í lónin á næstu vikum. „Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, t.d. á vatnasvæði Tungnaár á Suðurlandi. Niðurdrætti í Þórisvatni virðist lokið þetta vorið. Langtíma veðurspá fyrir Suðurland lofar hlýindum og þá tekur Þjórsá vonandi fljótt við sér. Við Blöndulón hafa verið miklar leysingar að undanförnu og það rís hratt. Hálslón við Kárahnjúka er önnur saga, þar hafa litlar breytingar orðið upp á síðkastið. Hins vegar er snjór mikill á Austurlandi og varfærnar spár okkar gera ráð fyrir auknu innrennsli þar á næstunni. Gert er ráð fyrir að lofthiti á landinu verði um eða yfir meðallag næstu þrjár vikurnar. Gangi það eftir má búast við því að staða lónanna batni hratt. Miklar skerðingar í vetur Undir lok sl. árs var gripið til skerðinga á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Þessar skerðingar munu standa áfram, enda engin umframorka tiltæk þótt staðan fari batnandi. Því næst var afhending skert til fjarvarmaveitna og stórnotenda, þ.e. Elkem, Norðuráls og Rio Tinto. Í febrúar var svo tilkynnt um skerðingar á norður- og austurhluta landsins en þær náðu til álvers Alcoa Fjarðaráls, kísilvers PCC Bakka, TDK aflþynnuverksmiðjunnar og atNorth gagnaversins. Þessum skerðingum er núna lokið,“ segir í tilkynningunni.
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Tengdar fréttir Skerðingar á raforku lagast vonandi hratt þegar „vorleysingar hefjast fyrir alvöru“ Landsvirkjunar, sem hefur orðið að grípa til skerðinga á afhendingu á raforku í vetur, er farin að sjá merki þess að farið sé að vora. Staða skerðinga mun vonandi breytast hratt „þegar hlýna tekur og vorleysingar hefjast fyrir alvöru.“ Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, til dæmis á vatnasvæði Tungnár þar sem það hefur nær þrefaldast á skömmum tíma, en Hálslón sé hins vegar önnur saga. 29. apríl 2024 12:17 Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Skerðingar á raforku lagast vonandi hratt þegar „vorleysingar hefjast fyrir alvöru“ Landsvirkjunar, sem hefur orðið að grípa til skerðinga á afhendingu á raforku í vetur, er farin að sjá merki þess að farið sé að vora. Staða skerðinga mun vonandi breytast hratt „þegar hlýna tekur og vorleysingar hefjast fyrir alvöru.“ Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, til dæmis á vatnasvæði Tungnár þar sem það hefur nær þrefaldast á skömmum tíma, en Hálslón sé hins vegar önnur saga. 29. apríl 2024 12:17
Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10