Tókst ekki að selja í öll auglýsingaplássin á RÚV í kvöld Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2024 15:29 Hera Björk er áttunda á svið í kvöld í Malmö. Vísir/EPA Ekki tókst að selja í öll auglýsingaplássin sem í boði eru á RÚV á meðan fyrri undankeppni Eurovision fer fram í Malmö í kvöld. Færri auglýsingar hafa selst fyrir keppnina en búist var við. Fjölmargir hafa hvatt til sniðgöngu. Frá þessu er greint í frétt á vef RÚV í dag. Fram hefur komið að kostnaður RÚV við Söngvakeppnin, undankeppni Eurovision á Íslandi, nam um 125 milljónum króna. Innkoma úr símakosningu úr Söngvakeppninni skilaði um 37 milljónum sem er um þriðjungur af kostnaði Söngvakeppninnar. Við það bætast svo tekjur af auglýsingasölu og miðasölu á undanúrslitakvöldin, dómararennsli og úrslitakvöldið. Ekki hefur komið fram hvað þátttaka Íslands í Söngvakepninni og Eurovision mun kosta samanlagt í ár en í fréttum um keppnina í fyrra kom fram að þá áætlaður heildarkostnaður við Söngvakeppnina og Eurovision var um 150 milljónir króna. Í frétt á vef RÚV sagði að undanfarin ár hafi keppnin komið út á núlli og að tekjur af auglýsingum, kostunum, miðasölu og símakosningu hafi staðið undir kostnaði. Hvetja til sniðgöngu Fjöldi hefur hvatt til sniðgöngu vegna þátttöku Ísraels í keppninni í ár og framgöngu þeirra á Gasa frá því í október á síðasta ári og fyrir það. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ákváðu fyrr á árinu að meina Ísrael ekki þátttöku í keppninni. Sú ákvörðun vakti furðu margra, í ljósi þess að Rússlandi hefur verið meinuð þátttaka í keppninni frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Mikill viðbúnaður er við tónlistarhöllina í Malmö þar sem keppnin fer fram.Vísir/EPA Keppnin hefst klukkan 19 í kvöld og hefur viðbúnaður verið aukinn í Malmö vegna bæði keppninnar og vegna mótmælafunda sem skipulagðir hafa verið vegna hennar og stríðsins á Gasa. Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í kvöld og flytur lagið Scared of Heights. Hún er númer átta í lagaröð kvöldsins. Engar líkur eru taldar á því að Hera Björk komist áfram í aðalkeppnina sem fer fram á laugardaginn. Eurovision Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Innrás Rússa í Úkraínu Svíþjóð Tengdar fréttir Óli Palli ætlar að horfa á Stöð 2 í kvöld Það er Eurovision í kvöld, Hera Björk stígur á stokk en víst er að afstaða Ríkisútvarpsins, að taka þátt þrátt fyrir að Ísrael sé með, hefur sett margan starfsmanninn í bobba. 7. maí 2024 11:50 Fleiri svartsýnir á gott gengi Heru Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum. 6. maí 2024 13:06 Tróð upp í Norræna partýinu Hið svokallaða Norræna Eurovision-party fór fram í Malmö í dag. Hera Björk, auk keppenda hinna norrænu landanna, tróð upp í partýinu. Hún flutti bæði Scared of Heights, framlagið í ár, auk lagsins Je ne sais quoi, sem hún flutti í Eurovision árið 2011. 4. maí 2024 19:23 Auka viðbúnað í aðdraganda Eurovision Sænsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað í Malmö áður en Eurovision-vikan hefst, bæði vegna keppninnar og mótmælafundanna sem hafa verið boðaðir í borginni á sama tíma. 4. maí 2024 18:51 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira
Fjölmargir hafa hvatt til sniðgöngu. Frá þessu er greint í frétt á vef RÚV í dag. Fram hefur komið að kostnaður RÚV við Söngvakeppnin, undankeppni Eurovision á Íslandi, nam um 125 milljónum króna. Innkoma úr símakosningu úr Söngvakeppninni skilaði um 37 milljónum sem er um þriðjungur af kostnaði Söngvakeppninnar. Við það bætast svo tekjur af auglýsingasölu og miðasölu á undanúrslitakvöldin, dómararennsli og úrslitakvöldið. Ekki hefur komið fram hvað þátttaka Íslands í Söngvakepninni og Eurovision mun kosta samanlagt í ár en í fréttum um keppnina í fyrra kom fram að þá áætlaður heildarkostnaður við Söngvakeppnina og Eurovision var um 150 milljónir króna. Í frétt á vef RÚV sagði að undanfarin ár hafi keppnin komið út á núlli og að tekjur af auglýsingum, kostunum, miðasölu og símakosningu hafi staðið undir kostnaði. Hvetja til sniðgöngu Fjöldi hefur hvatt til sniðgöngu vegna þátttöku Ísraels í keppninni í ár og framgöngu þeirra á Gasa frá því í október á síðasta ári og fyrir það. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ákváðu fyrr á árinu að meina Ísrael ekki þátttöku í keppninni. Sú ákvörðun vakti furðu margra, í ljósi þess að Rússlandi hefur verið meinuð þátttaka í keppninni frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Mikill viðbúnaður er við tónlistarhöllina í Malmö þar sem keppnin fer fram.Vísir/EPA Keppnin hefst klukkan 19 í kvöld og hefur viðbúnaður verið aukinn í Malmö vegna bæði keppninnar og vegna mótmælafunda sem skipulagðir hafa verið vegna hennar og stríðsins á Gasa. Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í kvöld og flytur lagið Scared of Heights. Hún er númer átta í lagaröð kvöldsins. Engar líkur eru taldar á því að Hera Björk komist áfram í aðalkeppnina sem fer fram á laugardaginn.
Eurovision Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Innrás Rússa í Úkraínu Svíþjóð Tengdar fréttir Óli Palli ætlar að horfa á Stöð 2 í kvöld Það er Eurovision í kvöld, Hera Björk stígur á stokk en víst er að afstaða Ríkisútvarpsins, að taka þátt þrátt fyrir að Ísrael sé með, hefur sett margan starfsmanninn í bobba. 7. maí 2024 11:50 Fleiri svartsýnir á gott gengi Heru Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum. 6. maí 2024 13:06 Tróð upp í Norræna partýinu Hið svokallaða Norræna Eurovision-party fór fram í Malmö í dag. Hera Björk, auk keppenda hinna norrænu landanna, tróð upp í partýinu. Hún flutti bæði Scared of Heights, framlagið í ár, auk lagsins Je ne sais quoi, sem hún flutti í Eurovision árið 2011. 4. maí 2024 19:23 Auka viðbúnað í aðdraganda Eurovision Sænsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað í Malmö áður en Eurovision-vikan hefst, bæði vegna keppninnar og mótmælafundanna sem hafa verið boðaðir í borginni á sama tíma. 4. maí 2024 18:51 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira
Óli Palli ætlar að horfa á Stöð 2 í kvöld Það er Eurovision í kvöld, Hera Björk stígur á stokk en víst er að afstaða Ríkisútvarpsins, að taka þátt þrátt fyrir að Ísrael sé með, hefur sett margan starfsmanninn í bobba. 7. maí 2024 11:50
Fleiri svartsýnir á gott gengi Heru Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum. 6. maí 2024 13:06
Tróð upp í Norræna partýinu Hið svokallaða Norræna Eurovision-party fór fram í Malmö í dag. Hera Björk, auk keppenda hinna norrænu landanna, tróð upp í partýinu. Hún flutti bæði Scared of Heights, framlagið í ár, auk lagsins Je ne sais quoi, sem hún flutti í Eurovision árið 2011. 4. maí 2024 19:23
Auka viðbúnað í aðdraganda Eurovision Sænsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað í Malmö áður en Eurovision-vikan hefst, bæði vegna keppninnar og mótmælafundanna sem hafa verið boðaðir í borginni á sama tíma. 4. maí 2024 18:51