Gagnrýnir lítinn stuðning við afreksíþróttafólk: „Upphæðin ein og sér er grín“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2024 08:00 Arnar Pétursson er búinn að koma kvennalandsliðinu í handbolta á tvö stórmót síðan hann tók við því sumarið 2019. vísir/hulda margrét Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýnir harðlega úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ í pistli á Facebook. Bæði U-18 og U-20 ára landslið Íslands í handbolta kvenna verða meðal þátttökuliða á HM í sumar. Því fylgir mikill kostnaður en áætlað er að hver leikmaður liðanna þurfi að greiða sex hundruð þúsund krónur úr eigin vasa til að taka þátt á mótunum. HSÍ á fjölmörg lið á stórmótum og upphæðin sem sambandið fær úr Afrekssjóði ÍSÍ dugir skammt. Arnar stakk niður penna á Facebook í gær þar sem hann fjallaði um Afrekssjóð ÍSÍ og afreksstarf ríkisstjórnar Íslands. Landsliðsþjálfarinn segir ekki rétt að beina reiðinni að HSÍ þar sem sambandið sé að gjalda fyrir góðan árangur handboltalandsliðanna. Vandamálið sé að tekjur frá Afrekssjóði ÍSÍ, sem styrkir sérsamböndin fjárhagslega, hafi ekki aukist í samræmi við aukna þátttöku á stórmótum. Bara 22 prósent af þörf sérsambandanna Arnar bendir á að heildarkostnaður afreksstarfs sé að meðaltali 2.423 milljónir króna hjá samböndunum sem sóttu um styrki til Afrekssjóðs ÍSÍ. Framlag ríkisins til hans sé hins vegar aðeins 392 milljónir króna eins og hann hafi verið undanfarin ár. „Stuðningur ríkisins er því að meðaltali um 22% af árlegri þörf sérsambandanna og kostnaði þeirra við afreksstarfið. Upphæðin ein og sér er grín. Það að hún sé ekki vísitölutengd og hafi haldist óbreytt síðust fjögur ár er enn meira grín. Þúsund krónur í dag eru ekki það sama og þúsund krónur í janúar 2020. Það vita allir rétt eins og þau sem vinna hjá sérsamböndum ÍSÍ. Sérsamböndin fengu mun meira fyrir 400 m.kr. í janúar 2020 en þau fá í dag fyrir 392 m.kr. Ekki aðeins er upphæðin lægri heldur hefur á þessu tímabili vísitala neysluverðs hækkað um 33%.“ Vantar 125 milljónir upp á framlagið Arnar notaði verðlagsreiknivél Háskóla Íslands til að uppreikna framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann segir að fjögur hundruð milljónir í janúar 2020 jafngildi 517 milljónum fjórum árum seinna. Framlag ríkisins hafi sem fyrr verið 392 milljónir og því vanti 125 milljónir upp á. „Hlutur HSÍ af framlagi ríkisins í afrekssjóð nú í janúar var 16,5%. 16,5% af 125 m.kr. eru 20,7 m.kr.Hlutur HSÍ af því sem upp á vantar af framlag ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ er því 1,5 m.kr. hærri upphæð en stúlkurnar í U-20 og U-18 ára landsliðunum þurfa að safna áður en þær komast á HM í sumar. Það vantar aðeins upp á sanngirnina til að auðvelda þessum stúlkum lífið.“ Hver króna skilar sér margfalt til baka Arnar segir nauðsynlegt að ráðamenn þjóðarinnar verði að styðja betur við afreksstarf og ekki sé í boði að spara þegar kemur að Afrekssjóði ÍSÍ. „Ábyrgð þeirra sem velja sér starfsframa á alþingi er mikil. Skylda ríkisins er að fara vel með þá fjármuni sem við leggjum því til og að tryggja að nýting þeirra sé eins góð og hugsast getur þannig að árangur náist til lengri tíma, lengri en aðeins fram að næstu kosningum. Að mínu mati getur ríkið almennt gert betur á mörgum sviðum og sparað víða en það á ekki við þegar kemur að afrekssjóði ÍSÍ. Þar má gera mun betur. Forvarnarstarf íþrótta þekkja allir og hver króna sem ráðstafað er í okkar besta íþróttafólk skilar sér margfalt til baka á ekki löngum tíma. Gerum einfaldlega betur.“ Pistil Arnars má lesa hér fyrir neðan. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Íþróttir barna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
Bæði U-18 og U-20 ára landslið Íslands í handbolta kvenna verða meðal þátttökuliða á HM í sumar. Því fylgir mikill kostnaður en áætlað er að hver leikmaður liðanna þurfi að greiða sex hundruð þúsund krónur úr eigin vasa til að taka þátt á mótunum. HSÍ á fjölmörg lið á stórmótum og upphæðin sem sambandið fær úr Afrekssjóði ÍSÍ dugir skammt. Arnar stakk niður penna á Facebook í gær þar sem hann fjallaði um Afrekssjóð ÍSÍ og afreksstarf ríkisstjórnar Íslands. Landsliðsþjálfarinn segir ekki rétt að beina reiðinni að HSÍ þar sem sambandið sé að gjalda fyrir góðan árangur handboltalandsliðanna. Vandamálið sé að tekjur frá Afrekssjóði ÍSÍ, sem styrkir sérsamböndin fjárhagslega, hafi ekki aukist í samræmi við aukna þátttöku á stórmótum. Bara 22 prósent af þörf sérsambandanna Arnar bendir á að heildarkostnaður afreksstarfs sé að meðaltali 2.423 milljónir króna hjá samböndunum sem sóttu um styrki til Afrekssjóðs ÍSÍ. Framlag ríkisins til hans sé hins vegar aðeins 392 milljónir króna eins og hann hafi verið undanfarin ár. „Stuðningur ríkisins er því að meðaltali um 22% af árlegri þörf sérsambandanna og kostnaði þeirra við afreksstarfið. Upphæðin ein og sér er grín. Það að hún sé ekki vísitölutengd og hafi haldist óbreytt síðust fjögur ár er enn meira grín. Þúsund krónur í dag eru ekki það sama og þúsund krónur í janúar 2020. Það vita allir rétt eins og þau sem vinna hjá sérsamböndum ÍSÍ. Sérsamböndin fengu mun meira fyrir 400 m.kr. í janúar 2020 en þau fá í dag fyrir 392 m.kr. Ekki aðeins er upphæðin lægri heldur hefur á þessu tímabili vísitala neysluverðs hækkað um 33%.“ Vantar 125 milljónir upp á framlagið Arnar notaði verðlagsreiknivél Háskóla Íslands til að uppreikna framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann segir að fjögur hundruð milljónir í janúar 2020 jafngildi 517 milljónum fjórum árum seinna. Framlag ríkisins hafi sem fyrr verið 392 milljónir og því vanti 125 milljónir upp á. „Hlutur HSÍ af framlagi ríkisins í afrekssjóð nú í janúar var 16,5%. 16,5% af 125 m.kr. eru 20,7 m.kr.Hlutur HSÍ af því sem upp á vantar af framlag ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ er því 1,5 m.kr. hærri upphæð en stúlkurnar í U-20 og U-18 ára landsliðunum þurfa að safna áður en þær komast á HM í sumar. Það vantar aðeins upp á sanngirnina til að auðvelda þessum stúlkum lífið.“ Hver króna skilar sér margfalt til baka Arnar segir nauðsynlegt að ráðamenn þjóðarinnar verði að styðja betur við afreksstarf og ekki sé í boði að spara þegar kemur að Afrekssjóði ÍSÍ. „Ábyrgð þeirra sem velja sér starfsframa á alþingi er mikil. Skylda ríkisins er að fara vel með þá fjármuni sem við leggjum því til og að tryggja að nýting þeirra sé eins góð og hugsast getur þannig að árangur náist til lengri tíma, lengri en aðeins fram að næstu kosningum. Að mínu mati getur ríkið almennt gert betur á mörgum sviðum og sparað víða en það á ekki við þegar kemur að afrekssjóði ÍSÍ. Þar má gera mun betur. Forvarnarstarf íþrótta þekkja allir og hver króna sem ráðstafað er í okkar besta íþróttafólk skilar sér margfalt til baka á ekki löngum tíma. Gerum einfaldlega betur.“ Pistil Arnars má lesa hér fyrir neðan.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Íþróttir barna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira