„Ánægður að við sýndum þá hlið að við getum verið góðir í sextíu mínútur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. maí 2024 22:09 Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði átta mörk fyrir Ísland í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Gísli Þorgeir Kristjánsson átti hörkuleik fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann 25 marka risasigur gegn Eistlandi í undankeppni HM í kvöld, 50-25. „Mér fannst við bara vera hrikalega flottir frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Að skora 50 mörk í einum handboltaleik, það er ekki oft sem það gerist,“ sagði Gísli í leikslok. „Ég er bara gríðarlega sáttur með það hvernig við komum inn í leikinn. Að gera þetta af fullum krafti og gera þetta svona vel eins og við gerðum.“ Fimmtugasta mark Íslands í leiknum kom ekki fyrr en á síðustu sekúndu leiksins þegar Orri Freyr Þorkelsson brunaði fram í hraðaupphlaup. Gísli segir að liðið hafi sett sér það markmið að skora fimmtíu mörk og að það hafi vissulega tekist, þó það hafi staðið tæpt. „Það stóð tæpt, en það hafðist. Þegar þeir tóku leikhlé á 52. mínútu þá settum við okkur það markmið að fimmtíu mörk væri möguleiki og það hafðist,“ sagði Gísli léttur. Hann er þó sérstaklega ánægður með það að íslenska liðið hafi ekki leyft sér að slaka á í síðari hálfleik, þrátt fyrir að leiða með fjórtán mörkum í hléi. „Þetta var eitthvað sem við töluðum um í hálfleik. Þetta er oft eitthvað sem lið tala um, að ætla ekki að slaka á, en síðan einhvernveginn gerist það samt. Við vorum mjög fastir á því að gera þetta af sama krafti og við gerðum í fyrri hálfleik og ég er mjög ánægður að við sýndum þá hlið að við getum verið góðir í 60 mínútur í einum handboltaleik. Bara gríðarlega stoltur.“ Þá segir hann mikilvægt að taka þessa frammistöðu með liðinu í næsta leik gegn Eistum sem er á laugardaginn. „Við ætlum að gera þetta eins vel á laugardaginn á móti þeim og vinna það líka bara örugglega,“ sagði Gísli að lokum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
„Mér fannst við bara vera hrikalega flottir frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Að skora 50 mörk í einum handboltaleik, það er ekki oft sem það gerist,“ sagði Gísli í leikslok. „Ég er bara gríðarlega sáttur með það hvernig við komum inn í leikinn. Að gera þetta af fullum krafti og gera þetta svona vel eins og við gerðum.“ Fimmtugasta mark Íslands í leiknum kom ekki fyrr en á síðustu sekúndu leiksins þegar Orri Freyr Þorkelsson brunaði fram í hraðaupphlaup. Gísli segir að liðið hafi sett sér það markmið að skora fimmtíu mörk og að það hafi vissulega tekist, þó það hafi staðið tæpt. „Það stóð tæpt, en það hafðist. Þegar þeir tóku leikhlé á 52. mínútu þá settum við okkur það markmið að fimmtíu mörk væri möguleiki og það hafðist,“ sagði Gísli léttur. Hann er þó sérstaklega ánægður með það að íslenska liðið hafi ekki leyft sér að slaka á í síðari hálfleik, þrátt fyrir að leiða með fjórtán mörkum í hléi. „Þetta var eitthvað sem við töluðum um í hálfleik. Þetta er oft eitthvað sem lið tala um, að ætla ekki að slaka á, en síðan einhvernveginn gerist það samt. Við vorum mjög fastir á því að gera þetta af sama krafti og við gerðum í fyrri hálfleik og ég er mjög ánægður að við sýndum þá hlið að við getum verið góðir í 60 mínútur í einum handboltaleik. Bara gríðarlega stoltur.“ Þá segir hann mikilvægt að taka þessa frammistöðu með liðinu í næsta leik gegn Eistum sem er á laugardaginn. „Við ætlum að gera þetta eins vel á laugardaginn á móti þeim og vinna það líka bara örugglega,“ sagði Gísli að lokum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19