150 þolendum sinnt vegna ofbeldis í nánu sambandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. maí 2024 13:31 Jóhanna Erla (t.h.) og Agnes Björg Tryggvadóttir, sálfræðingur og teymisstjóri áfallateymis Landsspítalans fluttu erindið saman á ráðstefnunni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Landsspítalinn hefur sinnt um 150 þolendum ofbeldis í nánu sambandi frá því að nýtt verkefni spítalans, sem kallast „Hof“ hófst í nóvember 2022 þar sem sérstakt áfallateymi er við störf á bráðamóttöku spítalans. Heilbrigðisstofnun Suðurlands stóð fyrir ráðstefnu í vikunni á Hótel Selfossi, sem bara yfirskriftina „Tölum saman um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum“. Nokkur erindi voru haldin og fyrirspurnum svarað. Ráðstefnan tókst einstaklega vel en nú er verið að innleiða á landsvísu innan heilbrigðisþjónustunnar samhæfing á verklagi við móttöku þolenda heimilisofbeldis en verkefnið kallast „Hof“. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi á bráðamóttöku Landsspítalans í Fossvogi veit allt um nýja verkefnið. „Og það sem við erum líka að gera er einmitt að koma í veg fyrir að áverkar stigmagnist og við erum að reyna að koma í veg fyrir endurteknar komur á bráðamóttökuna og við erum fyrst og fremst að reyna að stíga inn í ferlið, sem fyrst. Nýja verkefnið hefur reynst mjög vel en það átti þetta að vera tilraunaverkefni til tveggja ára en eftir eitt ár kom í ljós að þetta var mjög þarft og var að sýna góða svörun þannig að það var gert að föstu verkefni og nú er þetta fast í fjárframlögum,“ segir Jóhanna Erla. Mikil ánægja er með nýja verkefni, sem kallast „Hof“.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nú þegar hafa komið upp 150 ofbeldismál frá því að verkefnið hófst á Landsspítalanum. „Ég held að þetta sé bara toppurinn á ísjakanum þessi 150 mál,“ segir Jóhanna Erla og bætir við. „Þetta snýst um að þú verðir fyrir ofbeldi af hálfu einstaklings, sem er þér nátengdur eða náinn hvort sem það er núverandi maki, fyrrverandi maki, barnið þitt, foreldrið þitt, hvernig sem er, það er skilgreint, sem heimilisofbeldi.“ Erum við að tala um gróft ofbeldi eða? „Við erum að tala um allt ofbeldi, allar tegundir ofbeldis. Við erum að tala um andlegt, líkamlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt, þú getur alltaf leitað til okkar. Það er töff að vinna í þessu umhverfi en mjög gefandi“, segir Jóhanna Erla. Ráðstefnan var fjölsótt og tókst einstaklega vel að mata ráðstefnugesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein af glærum ráðstefnunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Heimilisofbeldi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands stóð fyrir ráðstefnu í vikunni á Hótel Selfossi, sem bara yfirskriftina „Tölum saman um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum“. Nokkur erindi voru haldin og fyrirspurnum svarað. Ráðstefnan tókst einstaklega vel en nú er verið að innleiða á landsvísu innan heilbrigðisþjónustunnar samhæfing á verklagi við móttöku þolenda heimilisofbeldis en verkefnið kallast „Hof“. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi á bráðamóttöku Landsspítalans í Fossvogi veit allt um nýja verkefnið. „Og það sem við erum líka að gera er einmitt að koma í veg fyrir að áverkar stigmagnist og við erum að reyna að koma í veg fyrir endurteknar komur á bráðamóttökuna og við erum fyrst og fremst að reyna að stíga inn í ferlið, sem fyrst. Nýja verkefnið hefur reynst mjög vel en það átti þetta að vera tilraunaverkefni til tveggja ára en eftir eitt ár kom í ljós að þetta var mjög þarft og var að sýna góða svörun þannig að það var gert að föstu verkefni og nú er þetta fast í fjárframlögum,“ segir Jóhanna Erla. Mikil ánægja er með nýja verkefni, sem kallast „Hof“.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nú þegar hafa komið upp 150 ofbeldismál frá því að verkefnið hófst á Landsspítalanum. „Ég held að þetta sé bara toppurinn á ísjakanum þessi 150 mál,“ segir Jóhanna Erla og bætir við. „Þetta snýst um að þú verðir fyrir ofbeldi af hálfu einstaklings, sem er þér nátengdur eða náinn hvort sem það er núverandi maki, fyrrverandi maki, barnið þitt, foreldrið þitt, hvernig sem er, það er skilgreint, sem heimilisofbeldi.“ Erum við að tala um gróft ofbeldi eða? „Við erum að tala um allt ofbeldi, allar tegundir ofbeldis. Við erum að tala um andlegt, líkamlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt, þú getur alltaf leitað til okkar. Það er töff að vinna í þessu umhverfi en mjög gefandi“, segir Jóhanna Erla. Ráðstefnan var fjölsótt og tókst einstaklega vel að mata ráðstefnugesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein af glærum ráðstefnunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Heimilisofbeldi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira