Baulað á keppanda Ísrael á æfingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2024 16:30 Baulað var á Eden Golan á æfingu hennar í gær. Getty/Jens Büttner Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar. Greint er frá því á vef breska ríkisútvarpsins að baulað hafi verið á Eden Golan á meðan hún söng lagið Hurricane, framlag Ísrael í Eurovision þetta árið. Í yfirlýsingu segist Golan stolt af því að stíga á sviðið í Malmö fyrir hönd lands síns. Ísraelska ríkisútvarpið hefur kvartað til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vegna baulsins og farið fram á að sambandið komi í veg fyrir að slíkt gerist á keppninni í kvöld. Þá hafa fjölmenn mótmæli farið fram í miðborg Malmö í dag vegna framgöngu Ísraela á Gasasvæðinu. Mótmælendur báru margir palestínska fánann og skilti sem á stóð: Sniðgangið Ísrael. Öryggisgæsla hefur verið efld í sænsku borginni, sér í lagi við Eurovision höllina enda gert ráð fyrir að mótmælt verði við hana meðan á keppni stendur. EBU tók ákvörðun um það í janúar að Ísrael yrði ekki meinuð þátttaka í söngvakeppninni. Kallað hafði verið eftir því úr ýmsum áttum að Ísraelum yrði meinuð þátttaka, á sama grundvelli og Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu fyrir tveimur árum. Eurovision Ísrael Svíþjóð Tengdar fréttir Áhorf á Eurovision hríðfellur Meðaláhorf á fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi var 35 prósent og 56 prósent uppsafnað áhorf. Er það gríðarleg breyting frá áhorfi á undankvöldið sem Ísland tók þátt í í fyrra. 8. maí 2024 11:02 Texta Október-regns breytt að kröfu forseta Ísrael Ísraelar hafa samþykkt að breyta texta lagsins „October Rain“ sem þykir líklegast til að verða framlag landsins í Eurovision í ár. Um er að ræða ballöðu sem sungin er af Eden Golan og virðist fjalla um árás Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. 4. mars 2024 07:17 Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Greint er frá því á vef breska ríkisútvarpsins að baulað hafi verið á Eden Golan á meðan hún söng lagið Hurricane, framlag Ísrael í Eurovision þetta árið. Í yfirlýsingu segist Golan stolt af því að stíga á sviðið í Malmö fyrir hönd lands síns. Ísraelska ríkisútvarpið hefur kvartað til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vegna baulsins og farið fram á að sambandið komi í veg fyrir að slíkt gerist á keppninni í kvöld. Þá hafa fjölmenn mótmæli farið fram í miðborg Malmö í dag vegna framgöngu Ísraela á Gasasvæðinu. Mótmælendur báru margir palestínska fánann og skilti sem á stóð: Sniðgangið Ísrael. Öryggisgæsla hefur verið efld í sænsku borginni, sér í lagi við Eurovision höllina enda gert ráð fyrir að mótmælt verði við hana meðan á keppni stendur. EBU tók ákvörðun um það í janúar að Ísrael yrði ekki meinuð þátttaka í söngvakeppninni. Kallað hafði verið eftir því úr ýmsum áttum að Ísraelum yrði meinuð þátttaka, á sama grundvelli og Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu fyrir tveimur árum.
Eurovision Ísrael Svíþjóð Tengdar fréttir Áhorf á Eurovision hríðfellur Meðaláhorf á fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi var 35 prósent og 56 prósent uppsafnað áhorf. Er það gríðarleg breyting frá áhorfi á undankvöldið sem Ísland tók þátt í í fyrra. 8. maí 2024 11:02 Texta Október-regns breytt að kröfu forseta Ísrael Ísraelar hafa samþykkt að breyta texta lagsins „October Rain“ sem þykir líklegast til að verða framlag landsins í Eurovision í ár. Um er að ræða ballöðu sem sungin er af Eden Golan og virðist fjalla um árás Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. 4. mars 2024 07:17 Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Áhorf á Eurovision hríðfellur Meðaláhorf á fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi var 35 prósent og 56 prósent uppsafnað áhorf. Er það gríðarleg breyting frá áhorfi á undankvöldið sem Ísland tók þátt í í fyrra. 8. maí 2024 11:02
Texta Október-regns breytt að kröfu forseta Ísrael Ísraelar hafa samþykkt að breyta texta lagsins „October Rain“ sem þykir líklegast til að verða framlag landsins í Eurovision í ár. Um er að ræða ballöðu sem sungin er af Eden Golan og virðist fjalla um árás Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. 4. mars 2024 07:17
Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið