Í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 10. maí 2024 07:00 Nú nálgast Alþjóðlegi safnadagurinn óðfluga, en hann er haldinn hátíðlegur um allan heim þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er deginum valið nýtt þema, þar sem athygli er dregin að afmörkuðum þætti safnastarfs eða ólíkum hlutverkum safna. Þetta árið er þemað Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, en hvoru tveggja eru stórir og mikilvægir þættir í safnastarfi. Söfn og rannsóknir Stór hluti safnastarfs er ósýnilegur og það má að vissu leyti segja að rannsóknir falli þar undir. Við sjáum þó afrakstur þessara rannsókna víða, en sýningar safna byggja gjarnan á mikilli rannsóknarvinnu. Það sama gildir um ákveðna viðburði og miðlun, útgáfu og heilmiklar rannsóknir fara fram í tengslum við skráningu á munum og myndum. Það er mikilvægt að þær upplýsingar sem söfn setja fram byggi á traustum grunni, í heimi þar sem dynja sífellt á okkur meiri upplýsingar og fleiri falsfréttir. Samfélagsmiðlar og gervigreind hafa sífellt aukin áhrif og við verðum að geta treyst því sem fram kemur á söfnum. Það er líka mikilvægt að stunda rannsóknir á safnkostinum og skoða fortíðina með nýjum augum og frá nýjum sjónarhornum. Söfn eru að auki mikilvægir samstarfsaðilar rannsakenda og á söfnum má miðla niðurstöðum á aðgengilegan hátt til ólíkra hópa samfélagsins. Söfn hafa því mikla ábyrgð þegar kemur að framsetningu og miðlun upplýsinga. Söfn í þágu fræðslu Eitt meginhlutverk safna er að fræða, bæði með markvissu og öflugu fræðslustarfi þar sem söfn á Íslandi taka til dæmis á móti skólahópum og vinna með menntastofnunum. Þegar ég fer erlendis reyni ég líka gjarnan að heimsækja söfn til að læra meira um það land sem ég er að heimsækja, list, náttúru og menningu. Það sama á við um erlenda ferðamenn sem heimsækja Ísland. Söfn kenna okkur líka ýmislegt um samfélagið okkar, söguna, listina, umhverfið og okkur sjálf. Það er dýrmætt. Þau gera það á áhugaverðan og skapandi hátt, vekja forvitni, auka víðsýni og efla sköpunargleði og gagnrýna hugsun. Mikilvægi safna Söfn eru gríðarlega mikilvægar rannsókna- og fræðslustofnanir um heim allan. Þau skapa nýja þekkingu sem byggir á traustum heimildum og ígrunduðum rannsóknum og miðla til ólíkra hópa. Söfn eru stofnanir sem við treystum og þess vegna er mikilvægt að styðja og efla við rannsóknir á söfnum. Ég hvet öll til að heimsækja söfn á Alþjóðlega safnadaginn og þori að lofa að þið lærið eitthvað nýtt, áhugavert eða spennandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú nálgast Alþjóðlegi safnadagurinn óðfluga, en hann er haldinn hátíðlegur um allan heim þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er deginum valið nýtt þema, þar sem athygli er dregin að afmörkuðum þætti safnastarfs eða ólíkum hlutverkum safna. Þetta árið er þemað Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, en hvoru tveggja eru stórir og mikilvægir þættir í safnastarfi. Söfn og rannsóknir Stór hluti safnastarfs er ósýnilegur og það má að vissu leyti segja að rannsóknir falli þar undir. Við sjáum þó afrakstur þessara rannsókna víða, en sýningar safna byggja gjarnan á mikilli rannsóknarvinnu. Það sama gildir um ákveðna viðburði og miðlun, útgáfu og heilmiklar rannsóknir fara fram í tengslum við skráningu á munum og myndum. Það er mikilvægt að þær upplýsingar sem söfn setja fram byggi á traustum grunni, í heimi þar sem dynja sífellt á okkur meiri upplýsingar og fleiri falsfréttir. Samfélagsmiðlar og gervigreind hafa sífellt aukin áhrif og við verðum að geta treyst því sem fram kemur á söfnum. Það er líka mikilvægt að stunda rannsóknir á safnkostinum og skoða fortíðina með nýjum augum og frá nýjum sjónarhornum. Söfn eru að auki mikilvægir samstarfsaðilar rannsakenda og á söfnum má miðla niðurstöðum á aðgengilegan hátt til ólíkra hópa samfélagsins. Söfn hafa því mikla ábyrgð þegar kemur að framsetningu og miðlun upplýsinga. Söfn í þágu fræðslu Eitt meginhlutverk safna er að fræða, bæði með markvissu og öflugu fræðslustarfi þar sem söfn á Íslandi taka til dæmis á móti skólahópum og vinna með menntastofnunum. Þegar ég fer erlendis reyni ég líka gjarnan að heimsækja söfn til að læra meira um það land sem ég er að heimsækja, list, náttúru og menningu. Það sama á við um erlenda ferðamenn sem heimsækja Ísland. Söfn kenna okkur líka ýmislegt um samfélagið okkar, söguna, listina, umhverfið og okkur sjálf. Það er dýrmætt. Þau gera það á áhugaverðan og skapandi hátt, vekja forvitni, auka víðsýni og efla sköpunargleði og gagnrýna hugsun. Mikilvægi safna Söfn eru gríðarlega mikilvægar rannsókna- og fræðslustofnanir um heim allan. Þau skapa nýja þekkingu sem byggir á traustum heimildum og ígrunduðum rannsóknum og miðla til ólíkra hópa. Söfn eru stofnanir sem við treystum og þess vegna er mikilvægt að styðja og efla við rannsóknir á söfnum. Ég hvet öll til að heimsækja söfn á Alþjóðlega safnadaginn og þori að lofa að þið lærið eitthvað nýtt, áhugavert eða spennandi!
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar