„Hlutdrægni” Ríkisútvarpsins og „hnignun” íslenskunnar Magnús Lyngdal Magnússon skrifar 11. maí 2024 14:00 Frá því að ég man eftir mér hefur verið uppi umræða um meinta hlutdrægni Ríkisútvarpsins í aðskiljanlegum málum og ekki hvað síst þátt þess í „hnignun” íslenskunnar. Að vísu er ég ekki nógu gamall til þess að reka minni til áranna eftir að útvarpsútsendingar hófust árið 1930 og vil ég því taka miklu yngra dæmi. Þannig háttar til að ég var fréttamaður á Ríkisútvarpinu fyrir aldarfjórðungi, þar á meðal í seinni uppreisn (Intifada) Palestínumanna. Hún hófst í september árið 2000 (og lauk 2005). Það var fyrir tíma samfélagsmiðla en ég man ekki hvað ég fékk mörg símtöl og tölvupósta frá hlustendum, þar sem ég var sakaður um að draga ýmist taum Ísraela eða Palestínumanna; skiptingin var um það vil jöfn í minningunni. Hlustendur höfðu líka mikið samband til þess að tilkynna mér að fréttamenn Ríkisútvarpsins væru að eyðileggja íslenskt mál. Ég man til að mynda einu sinni eftir því að hafa sagt „Sovétríkin sálugu” í lesinni frétt. Um leið og fréttatímanum lauk beið dyggur hlustandi á línunni sem tilkynnti mér að Sovétríkin hefðu ekki haft sál; því væri orðaleikur minn rangur í eðli sínu. Nú, 25 árum seinna, hefur umræðan um hlutdrægni og málspjöll Ríkisútvarpsins lítið breyst. Auðvitað hafa orðið miklar breytingar á íslenskunni, enda er málið lifandi. Ég held að upphrópanir um „hnignun” séu hins vegar óþarfar og ótímabærar. Það á enginn einkarétt á „réttu” máli, hvorki fréttamenn Ríkisútvarpsins né einstaka hlustendur. Ýmsir hafa tilhneigingu til að telja það mál sem þeir ólust upp við „rétt” og þar af leiðandi annað málsnið „rangt”. Málið er hins vegar miklu flóknara en það og kannski efni í aðra og lengri grein. Auðvitað hefur Ríkisútvarpið og fréttamenn þess mikil áhrif á skoðanir hlustenda sinna, sem og málvitund. Ég hygg þó að samfélagsmiðlar séu miklu áhrifameiri hvað íslenskuna varðar, fyrir nú utan skoðanamyndandi áhrif í deilumálum samtímans. Það er bara svo auðvelt að hnýta í Ríkisútvarpið og hefur alltaf verið. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Íslensk tunga Fjölmiðlar Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Frá því að ég man eftir mér hefur verið uppi umræða um meinta hlutdrægni Ríkisútvarpsins í aðskiljanlegum málum og ekki hvað síst þátt þess í „hnignun” íslenskunnar. Að vísu er ég ekki nógu gamall til þess að reka minni til áranna eftir að útvarpsútsendingar hófust árið 1930 og vil ég því taka miklu yngra dæmi. Þannig háttar til að ég var fréttamaður á Ríkisútvarpinu fyrir aldarfjórðungi, þar á meðal í seinni uppreisn (Intifada) Palestínumanna. Hún hófst í september árið 2000 (og lauk 2005). Það var fyrir tíma samfélagsmiðla en ég man ekki hvað ég fékk mörg símtöl og tölvupósta frá hlustendum, þar sem ég var sakaður um að draga ýmist taum Ísraela eða Palestínumanna; skiptingin var um það vil jöfn í minningunni. Hlustendur höfðu líka mikið samband til þess að tilkynna mér að fréttamenn Ríkisútvarpsins væru að eyðileggja íslenskt mál. Ég man til að mynda einu sinni eftir því að hafa sagt „Sovétríkin sálugu” í lesinni frétt. Um leið og fréttatímanum lauk beið dyggur hlustandi á línunni sem tilkynnti mér að Sovétríkin hefðu ekki haft sál; því væri orðaleikur minn rangur í eðli sínu. Nú, 25 árum seinna, hefur umræðan um hlutdrægni og málspjöll Ríkisútvarpsins lítið breyst. Auðvitað hafa orðið miklar breytingar á íslenskunni, enda er málið lifandi. Ég held að upphrópanir um „hnignun” séu hins vegar óþarfar og ótímabærar. Það á enginn einkarétt á „réttu” máli, hvorki fréttamenn Ríkisútvarpsins né einstaka hlustendur. Ýmsir hafa tilhneigingu til að telja það mál sem þeir ólust upp við „rétt” og þar af leiðandi annað málsnið „rangt”. Málið er hins vegar miklu flóknara en það og kannski efni í aðra og lengri grein. Auðvitað hefur Ríkisútvarpið og fréttamenn þess mikil áhrif á skoðanir hlustenda sinna, sem og málvitund. Ég hygg þó að samfélagsmiðlar séu miklu áhrifameiri hvað íslenskuna varðar, fyrir nú utan skoðanamyndandi áhrif í deilumálum samtímans. Það er bara svo auðvelt að hnýta í Ríkisútvarpið og hefur alltaf verið. Höfundur er sagnfræðingur.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun