Ísraelsher hefur fyrirskipað þúsundum að yfirgefa landamæraborgina Rafah. Herinn hefur aukið hernað í og við svæðið.
Prófessor í stjórnmálafræði segir allt útlit fyrir tveggja hesta kapphlaup fram að kjördegi. Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir mælast jafnar í nýjustu könnun Gallup. Kappræður Ríkisútvarpsins fyrir rúmri viku virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda.
Þá hittum við konur á tíræðisaldri sem hafa verið í kórastarfi í sjötíu ár og sjáum magnað myndefni af norðurljósum sem dönsuðu víða í Evrópu í nótt.