Nemo hlaut 591 stig, gjörsigraði í stigagjöf dómara og fékk nægilega mörg stig frá almenningi, eða 226 til að sigla sigrinum heim. Króatía hafnaði í öðru sæti með 547 stig og Úkraína í því þriðja með 453 stig.
Hér að neðan má sjá flutning Nemo á úrslitakvöldinu í kvöld:
Sviss var spáð góðu gengi alveg fram að keppni, fyrsta sætinu um hríð en þriðja sætinu áður en úrslitin hófust í dag. Flutningur Nemo var síðan óaðfinnanlegur í kvöld.
Í öðru sæti var Króatía, með framlagið Rim Tim Tagi Dim í flutningi Baby lasagna og þriðja sæti Úkraína með lagið Teresa & Maria í flutningi alyona alyona & Jerry Heil.

Fylgst var með úrslitakvöldinu í Eurovison-vaktinni sem má lesa hér að neðan.