Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að Lögreglan á Suðurlandi hafi óskað eftir aðstoð þyrlunnar rétt fyrir klukkan fjögur. Þyrlan hafi verið í æfingaflugi og verið átján mínútur á vettvang.
Einn hafi verið fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem þyrlan lenti rétt innan við klukkustund eftir að útkallið barst.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is.