Ekki hika við að kjósa með hjartanu Rósa Steinunn Solveigar Sturludóttir skrifar 14. maí 2024 10:30 Það er gott að hafa skapandi, listræna hugsun því listin gefur okkur frelsi til þess að hlusta á innsæið og flétta saman ólíkum þáttum tilverunnar. Til þess að skilja stöðu okkar í heiminum er gott að nýta listina, því listsköpun er haftalaus og list er án landamæra. Tími hins formfasta og hefðbundna er að líða undir lok og því segi ég að nú ættum við að freista gæfunnar og fá listamann til þess að leiða okkur áfram á þessum undarlegu tímum sem við lifum. Íslenska þjóðin er einstaklega heppin því listamaðurinn Jón Gnarr býður sig nú fram til embættis forseta Íslands. Sumir eru hikandi og kannski spyrja einhverjir sig, hvers vegna ættum við að kjósa hann? Jón Gnarr er leiðtogi. Hann hefur þor til þess að ögra þeirri hugsun sem við erum alin upp við. Það mátti til dæmis sjá þegar hann, öllum að óvörum, leiddi Besta flokkinn vel og örugglega til sigurs. Það tókst svo vel að eftir því var tekið langt út fyrir landssteinana og svo hrifinn varð Volodymyr nokkur Zelenskyy að hann tók framboðið sér til fyrirmyndar, bauð sig fram til forseta Úkraínu og hlaut kosningu. Eins og öll vita hafði hann ekki setið lengi á forsetastóli þegar hann fékk aldeilis erfitt verkefni í fangið sem allur heimurinn hefur með aðdáun fylgst með honum glíma við. Starfsreynsla hans hafði þó aðeins verið tengd listum því áður starfaði hann sem leikari. Það eiga þeir vinirnir sameiginlegt. Jón Gnarr er fyndinn og skemmtilegur. Þegar hann mætir í viðtöl, fylgir honum ávallt léttleiki sem smitast í umræðurnar. Enda segir hann að hann vilji fylla Bessastaði af gleði og í því sambandi er hægt að nefna að yngstu borgarar landsins finnst honum að eigi að fá meira pláss á Bessastöðum og hlakkar mikið til þess að fá að taka á móti þeim við öll möguleg tækifæri. Jón Gnarr er mikill áhugamaður um tungumálið okkar. Nýjasta bók hans, Ó-orð ber þessum áhuga hans vitni. Hann vill allt til þess vinna að vegur íslenskunnar, vöxtur og þróun sé á sem besta máta því hún er „dýrgripur sem við megum ekki glata“. Jón hefur enda sagt að hann elski íslensku af öllu hjarta og helst vill hann að forsetinn tali sem oftast íslensku í opinberum erindagjörðum erlendis til þess að sem flestir heyri „þetta stórkostlega tungumál sem við tölum og blæbrigði þess.“ Jón Gnarr er forvitinn grúskari. Hann les mikið og skrifar, kynnir sér málin og er einn fárra sem lesið hefur Biblíuna spjaldanna á milli. Hann umgengst trú á sama hátt og hann umgengst allt annað í lífinu. Af forvitni, með opið hjarta leitar hann óhikað ráða hjá þeim sem hann telur vita betur og er alltaf reiðubúinn til þess að horfast í augu við þann möguleika að þurfa að skipta um skoðun. Með því finnst honum hann ekki vera vera minni maður og leggja karlmennsku sína að veði. Til dæmis tók hann langan tíma til þess að íhuga framboð sitt og ræddi málið við fjölmarga sem hann taldi geta hjálpað sér að komast að niðurstöðu. Ein þeirra sem hann ræddi við, var okkar ástsælasti forseti til þessa, frú Vigdís Finnbogadóttir. Jón Gnarr er feministi. Hann segir að það skipti sköpum fyrir framtíð heimsins og lýðræðið að við förum að „fjárfesta“ meira í konum og leggur áherslu á hveru mikilvægt það er að karlar taki þátt í því. „Þetta er ekki þeirra barátta, þetta er okkar barátta.“ Hann stendur með þolendum á móti ofbeldi. Hann stendur með fjölbreytileikanum og telur ekki eftir sér að vippa sér í kjól og háa hæla ef svo ber undir, heldur setur á sig skærbleikan stút. Hann hefur auk þess verið iðinn við að benda á vissan „kynvanda“ íslenskunnar sem honum finnst of karllæg. Jón Gnarr er hreinskiptinn og heiðarlegur og á ekki í neinum erfiðleikum að segja það sem honum finnst án þess að tala í frösum eða koma sér undan óþægilegum spurningum. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur (í fallegum og óaðfinnanlegum jakkafötum þessa dagana). Jón Gnarr er náttúruverndarsinni. Hann segir að íslenska þjóðin geti „tekið forystu og sýnt frumkvæði í heimi sem þorir ekki. Við getum farið að hlusta meira á vísindamenn og minna á misvitra stjórnmálamenn, sem segja bara eitthvað sem þeim finnst og alls ekkert sem hugsanlega styggir bakhjarlana.“ Þó að ástandið sé alvarlegt gerir hann sér grein fyrir mikilvægi þess að predika ekki yfir þjóðinni, heldur mun hann geta leitt okkur til þess sjá hið spaugilega, íróníuna við aðstæðurnar sem við höfum sjálf komið okkur í. Hann veit að við getum tekið forystu og sýnt frumkvæði í heimi sem þorir ekki. Jón Gnarr er friðarsinni. Opinberlega hefur hann lengi verið iðinn við að berjast gegn mannréttindabrotum og lætur sig málefni flóttamanna mikið varða. Meðan hann gegndi starfi borgarstjóra var hann óþreytandi við að starfa í þágu mannréttinda og friðar. Árið 2014 hlaut hann hin virtu friðarverðlaun LennonOno grant for peace fyrir störf sín í þágu mannréttinda. Árið áður var hann valinn Húmanisti ársins hjá Siðmennt og hlaut einnig Mannréttindaviðurkenningu Samtakanna 78 „fyrir mikilvægt framlag einstaklings á öðrum vettvangi í þágu hinsegin fólks.” Nýverið sagði hann að verði hann kosinn til forseta vilji hann koma „góða fólkinu“ og „vonda fólkinu“ úr skotgröfunum. Með hann við stýrið gætum við kannski sem þjóð hætt að hlaða sekt á hvort annað og reynt að skipta ofsafengnum ásökunartóninum út fyrir forvitni, samþykki og húmor. Jón Gnarr er fjölskyldumaður. Á Bessastöðum verður Jóga honum við hlið en af henni stafar glæsileiki og hlýja. Þau eru samrýmd hjón. Nú þurfum við öll sem eitt að hlusta á hjartað okkar, vekja skynjun sálarinnar úr dvala og sækja þangað sem hún leiðir okkur. Veljum einhvern sem kann að nota forvitni og list til þess að skilja þennan óraunverulega raunveruleika. Skiptum leiðindum út fyrir gleði og veljum okkur brautryðjanda, listamann, grúskara, náttúrverndarsinna, feminista og friðarsinna til þess að vera í forsvari fyrir okkur. Nýtum okkur kosningaréttinn og setjum x-ið við Jón Gnarr þann 1. júní. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það er gott að hafa skapandi, listræna hugsun því listin gefur okkur frelsi til þess að hlusta á innsæið og flétta saman ólíkum þáttum tilverunnar. Til þess að skilja stöðu okkar í heiminum er gott að nýta listina, því listsköpun er haftalaus og list er án landamæra. Tími hins formfasta og hefðbundna er að líða undir lok og því segi ég að nú ættum við að freista gæfunnar og fá listamann til þess að leiða okkur áfram á þessum undarlegu tímum sem við lifum. Íslenska þjóðin er einstaklega heppin því listamaðurinn Jón Gnarr býður sig nú fram til embættis forseta Íslands. Sumir eru hikandi og kannski spyrja einhverjir sig, hvers vegna ættum við að kjósa hann? Jón Gnarr er leiðtogi. Hann hefur þor til þess að ögra þeirri hugsun sem við erum alin upp við. Það mátti til dæmis sjá þegar hann, öllum að óvörum, leiddi Besta flokkinn vel og örugglega til sigurs. Það tókst svo vel að eftir því var tekið langt út fyrir landssteinana og svo hrifinn varð Volodymyr nokkur Zelenskyy að hann tók framboðið sér til fyrirmyndar, bauð sig fram til forseta Úkraínu og hlaut kosningu. Eins og öll vita hafði hann ekki setið lengi á forsetastóli þegar hann fékk aldeilis erfitt verkefni í fangið sem allur heimurinn hefur með aðdáun fylgst með honum glíma við. Starfsreynsla hans hafði þó aðeins verið tengd listum því áður starfaði hann sem leikari. Það eiga þeir vinirnir sameiginlegt. Jón Gnarr er fyndinn og skemmtilegur. Þegar hann mætir í viðtöl, fylgir honum ávallt léttleiki sem smitast í umræðurnar. Enda segir hann að hann vilji fylla Bessastaði af gleði og í því sambandi er hægt að nefna að yngstu borgarar landsins finnst honum að eigi að fá meira pláss á Bessastöðum og hlakkar mikið til þess að fá að taka á móti þeim við öll möguleg tækifæri. Jón Gnarr er mikill áhugamaður um tungumálið okkar. Nýjasta bók hans, Ó-orð ber þessum áhuga hans vitni. Hann vill allt til þess vinna að vegur íslenskunnar, vöxtur og þróun sé á sem besta máta því hún er „dýrgripur sem við megum ekki glata“. Jón hefur enda sagt að hann elski íslensku af öllu hjarta og helst vill hann að forsetinn tali sem oftast íslensku í opinberum erindagjörðum erlendis til þess að sem flestir heyri „þetta stórkostlega tungumál sem við tölum og blæbrigði þess.“ Jón Gnarr er forvitinn grúskari. Hann les mikið og skrifar, kynnir sér málin og er einn fárra sem lesið hefur Biblíuna spjaldanna á milli. Hann umgengst trú á sama hátt og hann umgengst allt annað í lífinu. Af forvitni, með opið hjarta leitar hann óhikað ráða hjá þeim sem hann telur vita betur og er alltaf reiðubúinn til þess að horfast í augu við þann möguleika að þurfa að skipta um skoðun. Með því finnst honum hann ekki vera vera minni maður og leggja karlmennsku sína að veði. Til dæmis tók hann langan tíma til þess að íhuga framboð sitt og ræddi málið við fjölmarga sem hann taldi geta hjálpað sér að komast að niðurstöðu. Ein þeirra sem hann ræddi við, var okkar ástsælasti forseti til þessa, frú Vigdís Finnbogadóttir. Jón Gnarr er feministi. Hann segir að það skipti sköpum fyrir framtíð heimsins og lýðræðið að við förum að „fjárfesta“ meira í konum og leggur áherslu á hveru mikilvægt það er að karlar taki þátt í því. „Þetta er ekki þeirra barátta, þetta er okkar barátta.“ Hann stendur með þolendum á móti ofbeldi. Hann stendur með fjölbreytileikanum og telur ekki eftir sér að vippa sér í kjól og háa hæla ef svo ber undir, heldur setur á sig skærbleikan stút. Hann hefur auk þess verið iðinn við að benda á vissan „kynvanda“ íslenskunnar sem honum finnst of karllæg. Jón Gnarr er hreinskiptinn og heiðarlegur og á ekki í neinum erfiðleikum að segja það sem honum finnst án þess að tala í frösum eða koma sér undan óþægilegum spurningum. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur (í fallegum og óaðfinnanlegum jakkafötum þessa dagana). Jón Gnarr er náttúruverndarsinni. Hann segir að íslenska þjóðin geti „tekið forystu og sýnt frumkvæði í heimi sem þorir ekki. Við getum farið að hlusta meira á vísindamenn og minna á misvitra stjórnmálamenn, sem segja bara eitthvað sem þeim finnst og alls ekkert sem hugsanlega styggir bakhjarlana.“ Þó að ástandið sé alvarlegt gerir hann sér grein fyrir mikilvægi þess að predika ekki yfir þjóðinni, heldur mun hann geta leitt okkur til þess sjá hið spaugilega, íróníuna við aðstæðurnar sem við höfum sjálf komið okkur í. Hann veit að við getum tekið forystu og sýnt frumkvæði í heimi sem þorir ekki. Jón Gnarr er friðarsinni. Opinberlega hefur hann lengi verið iðinn við að berjast gegn mannréttindabrotum og lætur sig málefni flóttamanna mikið varða. Meðan hann gegndi starfi borgarstjóra var hann óþreytandi við að starfa í þágu mannréttinda og friðar. Árið 2014 hlaut hann hin virtu friðarverðlaun LennonOno grant for peace fyrir störf sín í þágu mannréttinda. Árið áður var hann valinn Húmanisti ársins hjá Siðmennt og hlaut einnig Mannréttindaviðurkenningu Samtakanna 78 „fyrir mikilvægt framlag einstaklings á öðrum vettvangi í þágu hinsegin fólks.” Nýverið sagði hann að verði hann kosinn til forseta vilji hann koma „góða fólkinu“ og „vonda fólkinu“ úr skotgröfunum. Með hann við stýrið gætum við kannski sem þjóð hætt að hlaða sekt á hvort annað og reynt að skipta ofsafengnum ásökunartóninum út fyrir forvitni, samþykki og húmor. Jón Gnarr er fjölskyldumaður. Á Bessastöðum verður Jóga honum við hlið en af henni stafar glæsileiki og hlýja. Þau eru samrýmd hjón. Nú þurfum við öll sem eitt að hlusta á hjartað okkar, vekja skynjun sálarinnar úr dvala og sækja þangað sem hún leiðir okkur. Veljum einhvern sem kann að nota forvitni og list til þess að skilja þennan óraunverulega raunveruleika. Skiptum leiðindum út fyrir gleði og veljum okkur brautryðjanda, listamann, grúskara, náttúrverndarsinna, feminista og friðarsinna til þess að vera í forsvari fyrir okkur. Nýtum okkur kosningaréttinn og setjum x-ið við Jón Gnarr þann 1. júní. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun