HK mætti þá Grindavík í annarri umferð en leikurinn fór fram á heimavelli Grindavíkurliðsins sem verður í sumar í Safamýrinni. Grindavík vann leikinn 1-0.
Una Rós Unnarsdóttir skoraði eina mark leiksins strax á sjöundu mínútu.
Mæðradagurinn var á sunnudaginn og HK ákvað því að breyta nöfnum leikmanna sinna þegar byrjunarliðið var gefið út á samfélagsmiðlum.
Í stað þess að leikmennirnir voru kenndar við föður sína þá voru þær kenndar við mæður sínar.
Í liðinu voru því sem dæmi Lísudóttir, Sigríðardóttir og Guðnýjardóttir í staðinn fyrir Einarsdóttir, Arnarsdóttir og Jóhannsdóttir.
Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðið eins og það var gefið út fyrir leikinn.

Byrjunarlið HK á vef KSÍ:
1 Payton Michelle Woodward (Markvörður)
2 Asha Nikole Zuniga
3 Olga Ingibjörg Einarsdóttir
4 Andrea Elín Ólafsdóttir
5 Valgerður Lilja Arnarsdóttir
6 Brookelynn Paige Entz
8 Lára Einarsdóttir
9 Elísa Birta Káradóttir
11 Ísabel Rós Ragnarsdóttir
17 Hugrún Helgadóttir
18 Birna Jóhannsdóttir (Fyrirliði)