Þetta kemur fram í tilkynningu á síðu Reykjavíkurborgar. Talsverðum fjölda barna sem fædd eru í febrúar 2023 og verða orðin 18 mánaða þann fyrsta september næstkomandi hefur verið boðið leikskólapláss. Að því er kemur fram í tilkynningunni fer það þó eftir hverfum hversu mörg börn á þessum aldri hafa fengið boð.
„Ákveðin keðjuverkun verður í vistunarmálum barna á leikskólaaldri þegar innritun hefst. Þegar pláss býðst í borgarreknum leikskóla losna gjarnan pláss á móti hjá sjálfsstætt starfandi skólum og hjá dagforeldrum en það kemur ekki í ljós fyrr en foreldrar draga umsóknir til baka,“ segir í tilkynningunni.
Foreldrar barna sem hafa fengið boð um pláss eru hvattir til að draga aðrar umsóknir til baka þar sem biðlistar eru ekki samtengdir.