Eftir jafnar upphafsmínútur tóku gestirnir í Flensburg öll völd á vellinum og náðu fljótt fimm marka forskoti. Liðið bætti svo enn frekar í og leiddi með sjö mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 11-18.
Í síðari hálfleik var aldrei spurning um hvorum megin sigurinn myndi enda. Flensburg leiddi með sjö til níu mörkum nær allan tíman áður en liðið stakk endanlega af í lokin og vann öruggan ellefu marka sigur, 30-41.
Teitur Örn skoraði fimm mörk fyrir Flensburg sem situr í þriðja sæti þýsku deildarinnar með 48 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir, fjórum stigum á eftir Magdeburg og Füchse Berlin sem verma efstu tvö sætin. Magdeburg á þó tvo leiki til góða á bæði lið. Hamburg situr hins vegar í níunda sæti með 28 stig.