Í tilkynningu segir að á fundinum verði sjónum beint að vegferð Landspítala í átt að notendamiðaðri þjónustu þar sem sjúklingurinn sé ávallt í öndvegi.
„Fjallað verður um breytingar á skipulagi starfseminnar, tæknibreytingar, umbótaverkefni og þróun læknavísinda, sem allt miðar að því að veita bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á,“ segir í tilkynningunni.
Fundarstjóri er Magnús Gottfreðsson, forstöðumaður vísinda, og mun Andri Ólafsson samskiptastjóri halda utan um umræðustjórn.
Fylgjast má með fundinum í spilaranum að neðan.