Óvinnufær eftir harkalegt fall þegar strappur slitnaði Jón Þór Stefánsson skrifar 16. maí 2024 16:11 Þjálfarinn var að gera æfingu í fimleikahringjum þegar strappur annars þeirra slitnaði. Getty Líkamsræktarþjálfari á rétt á bótum frá tryggingafélaginu Sjóvá vegna slyss sem hann varð fyrir í æfingasal líkamsræktarstöðvar árið 2021 þar sem hann var yfirþjálfari. Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem komst að þessari niðurstöðu. Maðurinn var að prufukeyra æfingu, sem er gerð í fimleikahringjum sem hanga í svokölluðum ströppum sem voru festir í loftið. Slysið varð þegar annar strappinn slitnaði og þjálfarinn féll harkalega í gólfið. Fram kemur að á meðal gagna málsins hafi verið myndband af atvikinu. Hann lenti á höfði og herðum sínum og var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar í kjölfarið. Hann segist hafa verið algjörlega óvinnufær eftir þetta vegna heilahristings. Í læknisvottorði er tekið undir það, og maðurinn sagður mjög þreyttur í kjölfar slyssins. Hann eigi erfitt með að finna orð og sé mjög ljós- og hljóðfælinn. Þjálfarinn taldi vinnuveitanda sinn, líkamsræktarstöðina, bera skaðabótaábyrgð en fyrir liggur að Sjóvá sá um ábyrgðartryggingu fyrirtækisins þegar atvikið átti sér stað og því var tryggingafélaginu stefnt. Sjóvá hafnaði tryggingakröfu mannsins og sagði að slysið væri ekki rakið til saknæms vanbúnaðar. Óforsvaranlegur frágangur Í dómnum segir að frágangur á ströppunum hafi verið óforsvaranlegur. Það hefði verið auðvelt að hengja strappann upp með öruggari hætti. Jafnframt hefði lítill tilkostnaður farið í það. Einnig kemur fram að strappnum hafði ekki verið skipt út tíu ár, en samkvæmt leiðbeiningum er ráðlagt að gera það á ársfresti. Þjálfarinn sagði hendingu eina hafa ráðið því að hann hafi lent í slysinu en ekki viðskiptavinur. Sjóvá vildi meina að það ætti að vera í verkahring þjálfarans að sjá til þess að tæki og búnaður væri í lagi. Þjálfarinn sagði svo ekki vera. Fram kemur að engin sönnun hafi legið fyrir hvað það varðar og að mati dómsins er rétt að tryggingafélagið beri hallan af því. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að saknæm vanræksla Sjóvá eða starfsmanna sem félagið bar ábyrgð á að þessu leyti hafi orðið til þess að slysið hafi orðið. Því beri tryggingafélagið skaðabótaábyrgð. Þar að auki gerir héraðsdómur Sjóvá að greiða tæplega 2,1 milljón króna í málskostnað. Dómsmál Tryggingar Líkamsræktarstöðvar Vinnuslys Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira
Maðurinn var að prufukeyra æfingu, sem er gerð í fimleikahringjum sem hanga í svokölluðum ströppum sem voru festir í loftið. Slysið varð þegar annar strappinn slitnaði og þjálfarinn féll harkalega í gólfið. Fram kemur að á meðal gagna málsins hafi verið myndband af atvikinu. Hann lenti á höfði og herðum sínum og var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar í kjölfarið. Hann segist hafa verið algjörlega óvinnufær eftir þetta vegna heilahristings. Í læknisvottorði er tekið undir það, og maðurinn sagður mjög þreyttur í kjölfar slyssins. Hann eigi erfitt með að finna orð og sé mjög ljós- og hljóðfælinn. Þjálfarinn taldi vinnuveitanda sinn, líkamsræktarstöðina, bera skaðabótaábyrgð en fyrir liggur að Sjóvá sá um ábyrgðartryggingu fyrirtækisins þegar atvikið átti sér stað og því var tryggingafélaginu stefnt. Sjóvá hafnaði tryggingakröfu mannsins og sagði að slysið væri ekki rakið til saknæms vanbúnaðar. Óforsvaranlegur frágangur Í dómnum segir að frágangur á ströppunum hafi verið óforsvaranlegur. Það hefði verið auðvelt að hengja strappann upp með öruggari hætti. Jafnframt hefði lítill tilkostnaður farið í það. Einnig kemur fram að strappnum hafði ekki verið skipt út tíu ár, en samkvæmt leiðbeiningum er ráðlagt að gera það á ársfresti. Þjálfarinn sagði hendingu eina hafa ráðið því að hann hafi lent í slysinu en ekki viðskiptavinur. Sjóvá vildi meina að það ætti að vera í verkahring þjálfarans að sjá til þess að tæki og búnaður væri í lagi. Þjálfarinn sagði svo ekki vera. Fram kemur að engin sönnun hafi legið fyrir hvað það varðar og að mati dómsins er rétt að tryggingafélagið beri hallan af því. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að saknæm vanræksla Sjóvá eða starfsmanna sem félagið bar ábyrgð á að þessu leyti hafi orðið til þess að slysið hafi orðið. Því beri tryggingafélagið skaðabótaábyrgð. Þar að auki gerir héraðsdómur Sjóvá að greiða tæplega 2,1 milljón króna í málskostnað.
Dómsmál Tryggingar Líkamsræktarstöðvar Vinnuslys Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira