Fjallkonan nýja, hún Katrín Þorvaldur Logason skrifar 17. maí 2024 07:45 Eftir að hafa ráðið öllu á Íslandi í mörg ár, sagði Davíð Oddsson bless, eða svona næstum því, með því að gefa þjóðinni 30 þúsund eintök af sögu Stjórnarráðsins þar sem einn kaflinn var um hann sjálfan þegar hann var forsætisráðherra þótt hann væri ekki alveg búinn að kveðja, heldur bara næstum því. Kaflinn var skrifaður af ritstjóra Flokksins og fjallaði um það hvað Davíð væri líkur þjóðskáldinu Hannesi Hafstein og þeir báðir frábærir. Augljóst er að Katrín hefur lesið sögu Davíðs, eða að minnsta kosti næstum því, og nú ætlar hún að leika enn betri leik en Davíð. Davíð var heldur lélegur seðlabankastjóri en Katrín ætlar að vera nokkuð góður forseti. Við skulum vera dálítið pólitískt póetísk eins og þau og ímynda okkur að Katrín standi núna á tindi Esjunnar og horfir niður á spegil hafsins í bleiku sólsetri. Dagur gangur til viðar og í söknuði langar hana til lesa ljóð og gefa þjóðinni í 30 þúsund eintökum um fjallkonuna - um hana sjálfa - sameiningartákn þjóðarinnar en þá kemur Bjarni úr forsætisráðuneytinu og vill eiga formálann að þessari fegurð og brennir allar bækurnar. Skamm Bjarni. Þetta var ljótt, segir hún kannski. Ég gaf þér Stjórnarráðið en þú átt ekki 1. júní einn og ekki peninga þjóðarinnar og ert ekki einn um að eiga eldspýtur til að kveikja í menningarverðmætum. Þá eru góð ráð dýr. Bjarni er búinn að stela glæpnum, í bókstaflegri merkingu. Gjöf Katrínar til þjóðarinnar, á kostnað þjóðarinnar, frá ljóðskáldum þjóðarinnar er nú allt í einu á vegum Bjarna. Og hvað verður þá um 1. júní, einmitt daginn sem ljóðabókin átti að koma út? Fjallkonudaginn nýja þegar Katrín og íslenska fjallkonan áttu að renna saman í eitt á menningarfjallinu á Bessastöðum sem fallega pökkuð gjöf til þjóðarinnar. Kannski hann verði nú skiljanlegri vandinn við það að reyna að skálda sig úr forsætisráðuneytinu beint yfir á Bessastaði. Þá eru alls kyns gul og rauð ljós í veginum, jafnvel sum þeirra blikkandi. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa ráðið öllu á Íslandi í mörg ár, sagði Davíð Oddsson bless, eða svona næstum því, með því að gefa þjóðinni 30 þúsund eintök af sögu Stjórnarráðsins þar sem einn kaflinn var um hann sjálfan þegar hann var forsætisráðherra þótt hann væri ekki alveg búinn að kveðja, heldur bara næstum því. Kaflinn var skrifaður af ritstjóra Flokksins og fjallaði um það hvað Davíð væri líkur þjóðskáldinu Hannesi Hafstein og þeir báðir frábærir. Augljóst er að Katrín hefur lesið sögu Davíðs, eða að minnsta kosti næstum því, og nú ætlar hún að leika enn betri leik en Davíð. Davíð var heldur lélegur seðlabankastjóri en Katrín ætlar að vera nokkuð góður forseti. Við skulum vera dálítið pólitískt póetísk eins og þau og ímynda okkur að Katrín standi núna á tindi Esjunnar og horfir niður á spegil hafsins í bleiku sólsetri. Dagur gangur til viðar og í söknuði langar hana til lesa ljóð og gefa þjóðinni í 30 þúsund eintökum um fjallkonuna - um hana sjálfa - sameiningartákn þjóðarinnar en þá kemur Bjarni úr forsætisráðuneytinu og vill eiga formálann að þessari fegurð og brennir allar bækurnar. Skamm Bjarni. Þetta var ljótt, segir hún kannski. Ég gaf þér Stjórnarráðið en þú átt ekki 1. júní einn og ekki peninga þjóðarinnar og ert ekki einn um að eiga eldspýtur til að kveikja í menningarverðmætum. Þá eru góð ráð dýr. Bjarni er búinn að stela glæpnum, í bókstaflegri merkingu. Gjöf Katrínar til þjóðarinnar, á kostnað þjóðarinnar, frá ljóðskáldum þjóðarinnar er nú allt í einu á vegum Bjarna. Og hvað verður þá um 1. júní, einmitt daginn sem ljóðabókin átti að koma út? Fjallkonudaginn nýja þegar Katrín og íslenska fjallkonan áttu að renna saman í eitt á menningarfjallinu á Bessastöðum sem fallega pökkuð gjöf til þjóðarinnar. Kannski hann verði nú skiljanlegri vandinn við það að reyna að skálda sig úr forsætisráðuneytinu beint yfir á Bessastaði. Þá eru alls kyns gul og rauð ljós í veginum, jafnvel sum þeirra blikkandi. Höfundur er heimspekingur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun