„Alls ekki svo að við tútturnar séum að taka yfir“ Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2024 15:05 Karl segir það alls ekki svo að tútturnar úti á landi séum að reyna að taka LEB yfir, þó Sigurður Ágúst telji svo vera. vísir/vilhelm/aðsend Karl Erlendsson, eldri borgari, telur Sigurð Ágúst Sigurðsson formann FEB skjóta vel yfir markið þegar hann heldur því fram að eldri borgarar á landsbyggðinni vilji leggja undir sig Landsamband eldri borgara. Karl, sem er búsettur á Akureyri, telur þá kenningu sem Sigurður Ágúst sló fram í viðtali við Vísi í gær, að samantekin ráð hafi verið að halda sér frá stjórn og það væri vegna inngróinnar andúðar landsbyggðar á höfuðborgarsvæðinu, ekki standast. Ef Sigurður hefði verið kjörinn væru þrír frá FEB í fimm manna stjórn „Það er nú svo að Helgi Pétursson er náttúrlega formaðurinn. Hann kemur úr FEB (Félag Eldri borgara í Reykjavík og nágrenni). Þorbjörn Guðmundsson er líka úr Reykjavík. Svo eru þetta þær Sigrún Kamilla Halldórsdóttir sem er frá Ísafirði og Þóra Hjaltadóttir frá Akureyri. Varformaðurinn er svo frá Drífa Sigfúsdóttir og er úr Reykjanesbæ,“ útskýrir Karl. Hann segir það því svo að ef Sigurður væri líka í stjórn, þá væru þetta þrír úr FEB í fimm manna stjórn LEB sem væri kannski vel í lagt. En þetta hafi verið lýðræðisleg kosning. Og Drífa hafi einfaldlega fengið fleiri atkvæði. Sem stærsta félagið væri FEB með flesta fulltrúana en hvert félag fær úthlutað fulltrúa per þrjú hundruð meðlimi. Hagsmunirnir eru þeir sömu „Við á Akureyri erum til dæmis með 2.600 félagsmenn og erum langstærsta félagið í bænum. En það var ekki verið að plotta neitt með þetta. Og félögin sjálf hvert um sig hafa ekki neitt með það að gera hvað gerist í hverju félagi fyrir sig,“ segir Karl og vísar til þess sem Sigurður Ágúst taldi ekki ólíklegt að það hafi spilað inn í að nýverið tóku gamlir Sjálfstæðismenn FEB yfir. Karl segir þingið hafa farið vel fram, það var haldið frá þriðjudegi og var heilan dag. Á einhverjum tímapunkti uppgötvuðu menn að Sigurður Ágúst væri farinn, en það hafi ekki verið gert með neinum látum. „Það er ekkert svo að við tútturnar úti á landi séum að reyna að taka þetta yfir. Þó svo að það megi alveg segja það að landsambandið var náttúrlega stofnað á Akureyri 1989. Og fyrsti formaðurinn Akureyringur. En þetta er vandmeðfarið, við erum að berjast fyrir sömu hagsmununum og ekki veitir nú af.“ Félagasamtök Eldri borgarar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Karl, sem er búsettur á Akureyri, telur þá kenningu sem Sigurður Ágúst sló fram í viðtali við Vísi í gær, að samantekin ráð hafi verið að halda sér frá stjórn og það væri vegna inngróinnar andúðar landsbyggðar á höfuðborgarsvæðinu, ekki standast. Ef Sigurður hefði verið kjörinn væru þrír frá FEB í fimm manna stjórn „Það er nú svo að Helgi Pétursson er náttúrlega formaðurinn. Hann kemur úr FEB (Félag Eldri borgara í Reykjavík og nágrenni). Þorbjörn Guðmundsson er líka úr Reykjavík. Svo eru þetta þær Sigrún Kamilla Halldórsdóttir sem er frá Ísafirði og Þóra Hjaltadóttir frá Akureyri. Varformaðurinn er svo frá Drífa Sigfúsdóttir og er úr Reykjanesbæ,“ útskýrir Karl. Hann segir það því svo að ef Sigurður væri líka í stjórn, þá væru þetta þrír úr FEB í fimm manna stjórn LEB sem væri kannski vel í lagt. En þetta hafi verið lýðræðisleg kosning. Og Drífa hafi einfaldlega fengið fleiri atkvæði. Sem stærsta félagið væri FEB með flesta fulltrúana en hvert félag fær úthlutað fulltrúa per þrjú hundruð meðlimi. Hagsmunirnir eru þeir sömu „Við á Akureyri erum til dæmis með 2.600 félagsmenn og erum langstærsta félagið í bænum. En það var ekki verið að plotta neitt með þetta. Og félögin sjálf hvert um sig hafa ekki neitt með það að gera hvað gerist í hverju félagi fyrir sig,“ segir Karl og vísar til þess sem Sigurður Ágúst taldi ekki ólíklegt að það hafi spilað inn í að nýverið tóku gamlir Sjálfstæðismenn FEB yfir. Karl segir þingið hafa farið vel fram, það var haldið frá þriðjudegi og var heilan dag. Á einhverjum tímapunkti uppgötvuðu menn að Sigurður Ágúst væri farinn, en það hafi ekki verið gert með neinum látum. „Það er ekkert svo að við tútturnar úti á landi séum að reyna að taka þetta yfir. Þó svo að það megi alveg segja það að landsambandið var náttúrlega stofnað á Akureyri 1989. Og fyrsti formaðurinn Akureyringur. En þetta er vandmeðfarið, við erum að berjast fyrir sömu hagsmununum og ekki veitir nú af.“
Félagasamtök Eldri borgarar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira