Látin móðir ekki dæmd í tugmilljóna lyfjasölumáli sonarins Jón Þór Stefánsson skrifar 17. maí 2024 16:22 Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti dóm yfir karlmanni í dag sem varðar fíkniefnalagabrot, vopnalagabrot og peningaþvætti. Móðir hans hafði verið sakfelld í héraði í málinu en lést á síðasta ári. Landsréttur vísaði sakargiftum hennar frá dómi. Jónas James Norris, sonurinn, hlaut tveggja ára fangelsisdóm, sem var það sama og hann fékk í héraði. Hann var meðal annars sakfelldur sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að afla sér rúmlega 84 milljóna króna með sölu og dreifingu lyfja. Þrátt fyrir staðfestinguna á refsingunni vísaði Landsréttur ákveðnum hluta málsins frá dómi sem hann hafði verið sakfelldur fyrir héraði. Móðirin hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í héraði, en líkt og áður segir staðfesti Landsréttur það ekki og vísaði málinu frá. Ákæran á hendur henni var einungis fyrir peningaþvætti, en henni var gefið að sök að taka við og nýta ávinning af brotum sonar síns sem hljóða upp á tæplega 24 milljónir króna. Tveir aðrir sakborningar voru í málinu, meðal annars kærasta Jónasar, en þeir voru báðir sýknaðir í héraði og Landsréttur tók þátt þeirra ekki fyrir. Lyf innan um DVD-diska Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var rannsókn málsins lýst. Í febrúar 2018 var Jónas handtekinn vegna gruns um sölu og dreifingu á læknalyfjum, en lögreglan hafði fengið tilkynningar um að hann væri að selja fólki með fíknivanda lyfseðilsskyld lyf. Í kjölfar handtökunnar var húsleit gerð heimili hans en þar fundust lyf í smelluláspokum. Einhver þeirra voru falin í skenk og önnur milli DVD-diska. Jónas sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann væri ekki að selja umrædd lyf og að hann hefði aldrei gert slíkt. Hann sagðist þó eiga lyfin, nota þau sjálfur og hafa keypt þau á svarta markaðinum. Í október sama ár var Jónas aftur handtekinn og lögreglan gerði aftur leit á heimili og í bíl hans. Og þá fannst hann með enn fleiri efni í mars 2019. Hann var ákærður fyrir vörslu á ýmsum lyfjum, en þau voru: Fimmtíu töflur af gerðinni mogadon, hundrað af Lexotan, 45 af Rítalín Uno, 154 Rítalín, 37 Contalgin, og fjórtán OxyContin. Þar að auki fundust ýmsir munir sem þóttu brjóta í bága við vopnalög, en þar má nefna raflostbyssu, 1016 stykki af skotfærum og tvo óskráða hljóðdeyfa. Landsréttur vísaði ákveðnum hluta ákærunnar sem varðaði sölu hans lyfseðilsskyldum lyfjum frá dómi vegna óskýrleika. Ekki í samræmi við gögn málsins Við rannsókn málsins fór lögregla að skoða fjármál Jónasar, móður hans, og hinna sakborninganna, en líkt og áður segir varðaði stór hluti málsins peningaþvætti. Fyrir dómi neituðu mæðginin bæði sök, en héraðsdómur mat framburð hans, hvað varðaði umfang lyfjasölunnar, í engu samræmi við gögn málsins. Þá þóttu svör móðurinnar til þess fallin að vekja efasemdir um að hún hefði nægilega góða yfirsýn yfir bankafærslur hennar. Fram kemur í dómi Héraðsdóms að Jónas eigi 22 refsidóma á bakinu sem nái aftur til ársins 1980. Við ákvörðun refsingar var litið til sakaferilsins, og að einbeitts ásetnings hans. Jafnframt var litið til þess að brot hans náðu yfir langt tímabil og að fjárhæðirnar í málinu hafi verið verulega háar. Fréttin hefur verið uppfærð, en í upprunalegri útgáfu kom ekki fram að móðirin væri látin. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Jónas James Norris, sonurinn, hlaut tveggja ára fangelsisdóm, sem var það sama og hann fékk í héraði. Hann var meðal annars sakfelldur sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að afla sér rúmlega 84 milljóna króna með sölu og dreifingu lyfja. Þrátt fyrir staðfestinguna á refsingunni vísaði Landsréttur ákveðnum hluta málsins frá dómi sem hann hafði verið sakfelldur fyrir héraði. Móðirin hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í héraði, en líkt og áður segir staðfesti Landsréttur það ekki og vísaði málinu frá. Ákæran á hendur henni var einungis fyrir peningaþvætti, en henni var gefið að sök að taka við og nýta ávinning af brotum sonar síns sem hljóða upp á tæplega 24 milljónir króna. Tveir aðrir sakborningar voru í málinu, meðal annars kærasta Jónasar, en þeir voru báðir sýknaðir í héraði og Landsréttur tók þátt þeirra ekki fyrir. Lyf innan um DVD-diska Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var rannsókn málsins lýst. Í febrúar 2018 var Jónas handtekinn vegna gruns um sölu og dreifingu á læknalyfjum, en lögreglan hafði fengið tilkynningar um að hann væri að selja fólki með fíknivanda lyfseðilsskyld lyf. Í kjölfar handtökunnar var húsleit gerð heimili hans en þar fundust lyf í smelluláspokum. Einhver þeirra voru falin í skenk og önnur milli DVD-diska. Jónas sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann væri ekki að selja umrædd lyf og að hann hefði aldrei gert slíkt. Hann sagðist þó eiga lyfin, nota þau sjálfur og hafa keypt þau á svarta markaðinum. Í október sama ár var Jónas aftur handtekinn og lögreglan gerði aftur leit á heimili og í bíl hans. Og þá fannst hann með enn fleiri efni í mars 2019. Hann var ákærður fyrir vörslu á ýmsum lyfjum, en þau voru: Fimmtíu töflur af gerðinni mogadon, hundrað af Lexotan, 45 af Rítalín Uno, 154 Rítalín, 37 Contalgin, og fjórtán OxyContin. Þar að auki fundust ýmsir munir sem þóttu brjóta í bága við vopnalög, en þar má nefna raflostbyssu, 1016 stykki af skotfærum og tvo óskráða hljóðdeyfa. Landsréttur vísaði ákveðnum hluta ákærunnar sem varðaði sölu hans lyfseðilsskyldum lyfjum frá dómi vegna óskýrleika. Ekki í samræmi við gögn málsins Við rannsókn málsins fór lögregla að skoða fjármál Jónasar, móður hans, og hinna sakborninganna, en líkt og áður segir varðaði stór hluti málsins peningaþvætti. Fyrir dómi neituðu mæðginin bæði sök, en héraðsdómur mat framburð hans, hvað varðaði umfang lyfjasölunnar, í engu samræmi við gögn málsins. Þá þóttu svör móðurinnar til þess fallin að vekja efasemdir um að hún hefði nægilega góða yfirsýn yfir bankafærslur hennar. Fram kemur í dómi Héraðsdóms að Jónas eigi 22 refsidóma á bakinu sem nái aftur til ársins 1980. Við ákvörðun refsingar var litið til sakaferilsins, og að einbeitts ásetnings hans. Jafnframt var litið til þess að brot hans náðu yfir langt tímabil og að fjárhæðirnar í málinu hafi verið verulega háar. Fréttin hefur verið uppfærð, en í upprunalegri útgáfu kom ekki fram að móðirin væri látin.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira