40 tungumál eru töluð í leik- og grunnskólum Árborgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. maí 2024 20:05 Nú er hægt að fá bókina um Karíus og Baktus á hebresku lánaða á bókasafninu á Selfossi svo dæmi sé tekið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er hægt að fá bókina um Karíus og Baktus á hebresku lánaða á bókasafninu á Selfossi og þar eru líka bókin um Litla prinsinn á arabísku lánuð út. Bókasafnið á nú nánast bækur á öllum þeim tungumálum, sem töluð er í grunn- og leikskólum Árborgar en þau eru fjörutíu talsins. Verkefnið kallast „Barnabókahetjur heimsins” og hófst á síðasta ári en tilgangur þess er að bókasafnið eigið bækur á öllum þeim tungumálum, sem töluð eru í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins, eða 40 talsins og nú er það takmark að nást smátt og smátt. Af því tilefni klæddi starfsfólk sig upp í búninga nýlega og gladdist þannig með lánþegum safnsins. „Og markmiðið með þessu er náttúrulega að sýna fram á hvað Árborg er orðið fjölbreytilegt og æðislega skemmtilegt samfélag, litríkt og á bak við hvert einasta tungumál er náttúrulega heill menningarheimur, sem eru náttúrlega verðmæti , sem eru okkur öllum til góða,” segir Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingadeildar Árborgar. En hvaða bækur vekja hvað mesta athygli? „Við eigum til dæmis Karíus og Baktus á hebresku, það eru örugglega ekki margir sem hafa séð það. Við erum líka með Grískarbækur, við erum með japanskar já bara nefndu það.” 40 tungumál eru töluð í leik- og grunnskólum Árborgar og var því fagnað á bókasafninu á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét segir verkefnið „Barnabókahetjur heimsins” ótrúlega skemmtilegt og gefandi og að það hafi algjörlega slegið í gegn á bókasafninu. Mikil ánægja er með verkefnið „Barnabókahetjur heimsins" á bókasafninu á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við viljum vera svona staður þar sem fólki finnst gott að koma og svona. Hér má flissa og hlægja og hoppa og skríkja, sem var nú ekki í gamla daga á bókasafninu á Akureyri get ég sagt þér,” segir Margrét skellihlæjandi. Karíus og Baktus eru alltaf í stuði en í þeirra hlutverkum eru þær Margrét Blöndal (t.h.) og Heiðrún D. Eyvindsdóttir, forstöðukona safnsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Bókaútgáfa Leikskólar Innflytjendamál Grunnskólar Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Sjá meira
Verkefnið kallast „Barnabókahetjur heimsins” og hófst á síðasta ári en tilgangur þess er að bókasafnið eigið bækur á öllum þeim tungumálum, sem töluð eru í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins, eða 40 talsins og nú er það takmark að nást smátt og smátt. Af því tilefni klæddi starfsfólk sig upp í búninga nýlega og gladdist þannig með lánþegum safnsins. „Og markmiðið með þessu er náttúrulega að sýna fram á hvað Árborg er orðið fjölbreytilegt og æðislega skemmtilegt samfélag, litríkt og á bak við hvert einasta tungumál er náttúrulega heill menningarheimur, sem eru náttúrlega verðmæti , sem eru okkur öllum til góða,” segir Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingadeildar Árborgar. En hvaða bækur vekja hvað mesta athygli? „Við eigum til dæmis Karíus og Baktus á hebresku, það eru örugglega ekki margir sem hafa séð það. Við erum líka með Grískarbækur, við erum með japanskar já bara nefndu það.” 40 tungumál eru töluð í leik- og grunnskólum Árborgar og var því fagnað á bókasafninu á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét segir verkefnið „Barnabókahetjur heimsins” ótrúlega skemmtilegt og gefandi og að það hafi algjörlega slegið í gegn á bókasafninu. Mikil ánægja er með verkefnið „Barnabókahetjur heimsins" á bókasafninu á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við viljum vera svona staður þar sem fólki finnst gott að koma og svona. Hér má flissa og hlægja og hoppa og skríkja, sem var nú ekki í gamla daga á bókasafninu á Akureyri get ég sagt þér,” segir Margrét skellihlæjandi. Karíus og Baktus eru alltaf í stuði en í þeirra hlutverkum eru þær Margrét Blöndal (t.h.) og Heiðrún D. Eyvindsdóttir, forstöðukona safnsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Bókaútgáfa Leikskólar Innflytjendamál Grunnskólar Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Sjá meira