Er klassískt frjálslyndi orðið að jaðarskoðun? Kári Allansson skrifar 19. maí 2024 09:01 Áhugavert hefur verið að fylgjast með ágætum mönnum bjóða sig fram til forseta. Hvernig ætti maður sjálfur að ráðstafa atkvæði sínu? Skiptir forsetinn einhverju máli? Sumir hafa jafnvel sagt að leggja ætti embættið niður. Ekki finnst mér sú hugmynd til marks um mikla sjálfsvirðingu. Frú Vigdís Finnbogadóttir var fyrstur kvenmanna kjörinn þjóðhöfðingi með lýðræðislegum hætti. Forsetaembættinu ætti því að lyfta upp frekar en að leggja það niður. Jafnræði allra manna fyrir lögum er ein af grundvallarforsendum réttarríkisins og kjör Vigdísar undirstrikar það gagnvart umheiminum. Ísland á sér sterka lýðræðishefð og hefur löngum verið réttarríki, í um þúsund ár. Í stóra samhenginu er það ekki meira en einn dagur. Hvað skyldi nýr dagur í sögu þjóðarinnar bera í skauti sér? Nú til dags er mikið rætt um upplýsingaóreiðu, skautun, nýlensku, woke-isma, tortryggni gagnvart öllu valdi, góða fólkið, elítur og sósíalista í lopapeysum sem úlfa í sauðagæru. Stóra spurningin er hvaða áttaviti stýri afstöðu manna nú til dags, ef einhver? Þeir sárafáu sem voga sér að minna á undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, sjálfsákvörðunarrétt í stað valdboðs, eru kallaðir lýðskrumarar og spyrtir saman við Nigel Farage og Marine Le Pen. Jafnvel teiknaðir í nasistabúningi. Þeir sem aðhyllast valdboðið hljóta nú að fagna og sjá fyrir sér roðann í austri þar sem nýr dagur rís. Helstu völd forseta eru málskotsrétturinn og dagskrárvaldið. Þegar forsetinn talar þá hlusta menn. Forsetinn verður því að hafa trausta þekkingu á grundvallarforsendum stjórnskipunarinnar. Frelsi eins takmarkast aðeins af frelsi annars. Klassískt frjálslyndi er hornsteinn gildismats Íslendinga. Hornsteinn íslenskrar skynsemi og raunsæis. Klassískt frjálslyndi verður því að setja á dagskrá. Vegna sjálfsmyndarstjórnmála samtímans er hætt við að byggingarmennirnir kasti burt hornsteininum. Þeir þekkja hann ekki lengur. Því er mikilvægt að kjósa forseta sem talar fyrir þrautreyndum gildum klassísks frjálslyndis. Forseta sem lyftir upp grundvallarforsendum réttarríkis og lýðræðis, en ekki bara því sem er vinsælt hverju sinni. Það er ekkert gagn að vindhana á Bessastöðum. Forsetinn þarf að setja á dagskrá það sem raunverulega skiptir máli fyrir sameiginlega vitund þjóðarinnar. Ef klassískt frjálslyndi er orðið að jaðarskoðun í íslensku samfélagi er illa komið fyrir lýðveldinu sem fyrri kynslóðir stofnsettu á Þingvöllum 17. júní 1944. Hinn þögli meirihluti getur nú áttatíu árum síðar gripið í taumana. Kosið verður um hornstein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands 1. júní 2024. Arnar Þór Jónsson er eini forsetaframbjóðandinn sem talað hefur fyrir klassísku frjálslyndi, árum saman - fyrir land og þjóð. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Áhugavert hefur verið að fylgjast með ágætum mönnum bjóða sig fram til forseta. Hvernig ætti maður sjálfur að ráðstafa atkvæði sínu? Skiptir forsetinn einhverju máli? Sumir hafa jafnvel sagt að leggja ætti embættið niður. Ekki finnst mér sú hugmynd til marks um mikla sjálfsvirðingu. Frú Vigdís Finnbogadóttir var fyrstur kvenmanna kjörinn þjóðhöfðingi með lýðræðislegum hætti. Forsetaembættinu ætti því að lyfta upp frekar en að leggja það niður. Jafnræði allra manna fyrir lögum er ein af grundvallarforsendum réttarríkisins og kjör Vigdísar undirstrikar það gagnvart umheiminum. Ísland á sér sterka lýðræðishefð og hefur löngum verið réttarríki, í um þúsund ár. Í stóra samhenginu er það ekki meira en einn dagur. Hvað skyldi nýr dagur í sögu þjóðarinnar bera í skauti sér? Nú til dags er mikið rætt um upplýsingaóreiðu, skautun, nýlensku, woke-isma, tortryggni gagnvart öllu valdi, góða fólkið, elítur og sósíalista í lopapeysum sem úlfa í sauðagæru. Stóra spurningin er hvaða áttaviti stýri afstöðu manna nú til dags, ef einhver? Þeir sárafáu sem voga sér að minna á undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, sjálfsákvörðunarrétt í stað valdboðs, eru kallaðir lýðskrumarar og spyrtir saman við Nigel Farage og Marine Le Pen. Jafnvel teiknaðir í nasistabúningi. Þeir sem aðhyllast valdboðið hljóta nú að fagna og sjá fyrir sér roðann í austri þar sem nýr dagur rís. Helstu völd forseta eru málskotsrétturinn og dagskrárvaldið. Þegar forsetinn talar þá hlusta menn. Forsetinn verður því að hafa trausta þekkingu á grundvallarforsendum stjórnskipunarinnar. Frelsi eins takmarkast aðeins af frelsi annars. Klassískt frjálslyndi er hornsteinn gildismats Íslendinga. Hornsteinn íslenskrar skynsemi og raunsæis. Klassískt frjálslyndi verður því að setja á dagskrá. Vegna sjálfsmyndarstjórnmála samtímans er hætt við að byggingarmennirnir kasti burt hornsteininum. Þeir þekkja hann ekki lengur. Því er mikilvægt að kjósa forseta sem talar fyrir þrautreyndum gildum klassísks frjálslyndis. Forseta sem lyftir upp grundvallarforsendum réttarríkis og lýðræðis, en ekki bara því sem er vinsælt hverju sinni. Það er ekkert gagn að vindhana á Bessastöðum. Forsetinn þarf að setja á dagskrá það sem raunverulega skiptir máli fyrir sameiginlega vitund þjóðarinnar. Ef klassískt frjálslyndi er orðið að jaðarskoðun í íslensku samfélagi er illa komið fyrir lýðveldinu sem fyrri kynslóðir stofnsettu á Þingvöllum 17. júní 1944. Hinn þögli meirihluti getur nú áttatíu árum síðar gripið í taumana. Kosið verður um hornstein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands 1. júní 2024. Arnar Þór Jónsson er eini forsetaframbjóðandinn sem talað hefur fyrir klassísku frjálslyndi, árum saman - fyrir land og þjóð. Höfundur er lögfræðingur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun