Öllu frelsi fylgir ábyrgð, líka tjáningarfrelsinu Arnar Þór Jónsson skrifar 21. maí 2024 08:45 Í mörg ár hef ég ritað greinar í blöð og tímarit til varnar frelsinu, þ.m.t. tjáningarfrelsinu. Þar hef ég alltaf lagt ríka áherslu á að öllu frelsi fylgir ábyrgð. Þannig hef ég verið talsmaður þess að menn noti tjáningarfrelsið til að eiga málefnalegar rökræður, en ekki til að ráðast að persónum annarra með ómálefnalegum hætti. Ég er á móti því að tjáningarfrelsið sé notað til að grafa undan stoðum lýðræðisins, t.d. með því að skrumskæla aðra að ósekju. Stuðningur við tjáningarfrelsið kemur ekki í veg fyrir að við veitum viðnám þeim sem fara yfir velsæmismörk í sinni tjáningu, ala á fordómum eða ganga fram af siðleysi, óbilgirni eða fyrirlitningu. Frelsi til að tjá hugsun sína er hluti af borgaralegum réttindum, en þann rétt má ekki slíta úr samhengi við borgaralegar skyldur. Sérfræðingar og fagstéttir, þ.m.t. blaðamenn, hafa sett sér siðareglur og bera sérlega ríkar siðferðilegar og samfélagslegar skyldur þegar kemur að ábyrgri tjáningu. Í frjálsu og borgaralegu samfélagi svara menn sjálfir til ábyrgðar fyrir orð sín og gjörðir. Með því að ala á fjandskap og fordæmingu í garð annarra er höggvið á þau samfélagslegu bönd sem tengja fólk hvert við annað. Vilji menn búa í samfélagi sem einkennist af kurteisi og umburðarlyndi þá þurfum við að gæta mjög vandlega að því hvernig við tjáum hug okkar og skoðanir. Tjáningarfrelsið lýtur almennum siðrænum takmörkunum um virðingu og náungakærleik. Hér sem annars staðar er Gullna reglan til leiðbeiningar: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra“. Yfirgangur og vanvirðing rúmast ekki innan þessa ramma. Frelsi til athafna skyldar okkur um leið til að virða helgi annarra. Lýðræðið krefst þess í raun og veru að við sýnum hvert öðru mannúð. Vonandi getum við sameinast um það að bæta íslenska umræðu, bæði í máli og myndum, og sett okkur það markmið að sýna hvert öðru hlýju, skilning og kærleika. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Tjáningarfrelsi Skoðun: Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Myndlist Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Í mörg ár hef ég ritað greinar í blöð og tímarit til varnar frelsinu, þ.m.t. tjáningarfrelsinu. Þar hef ég alltaf lagt ríka áherslu á að öllu frelsi fylgir ábyrgð. Þannig hef ég verið talsmaður þess að menn noti tjáningarfrelsið til að eiga málefnalegar rökræður, en ekki til að ráðast að persónum annarra með ómálefnalegum hætti. Ég er á móti því að tjáningarfrelsið sé notað til að grafa undan stoðum lýðræðisins, t.d. með því að skrumskæla aðra að ósekju. Stuðningur við tjáningarfrelsið kemur ekki í veg fyrir að við veitum viðnám þeim sem fara yfir velsæmismörk í sinni tjáningu, ala á fordómum eða ganga fram af siðleysi, óbilgirni eða fyrirlitningu. Frelsi til að tjá hugsun sína er hluti af borgaralegum réttindum, en þann rétt má ekki slíta úr samhengi við borgaralegar skyldur. Sérfræðingar og fagstéttir, þ.m.t. blaðamenn, hafa sett sér siðareglur og bera sérlega ríkar siðferðilegar og samfélagslegar skyldur þegar kemur að ábyrgri tjáningu. Í frjálsu og borgaralegu samfélagi svara menn sjálfir til ábyrgðar fyrir orð sín og gjörðir. Með því að ala á fjandskap og fordæmingu í garð annarra er höggvið á þau samfélagslegu bönd sem tengja fólk hvert við annað. Vilji menn búa í samfélagi sem einkennist af kurteisi og umburðarlyndi þá þurfum við að gæta mjög vandlega að því hvernig við tjáum hug okkar og skoðanir. Tjáningarfrelsið lýtur almennum siðrænum takmörkunum um virðingu og náungakærleik. Hér sem annars staðar er Gullna reglan til leiðbeiningar: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra“. Yfirgangur og vanvirðing rúmast ekki innan þessa ramma. Frelsi til athafna skyldar okkur um leið til að virða helgi annarra. Lýðræðið krefst þess í raun og veru að við sýnum hvert öðru mannúð. Vonandi getum við sameinast um það að bæta íslenska umræðu, bæði í máli og myndum, og sett okkur það markmið að sýna hvert öðru hlýju, skilning og kærleika. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun