Samningar loks í höfn eftir fjögurra ára samningsleysi Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2024 14:17 Gunnlaugur Briem, formaður Félags sjúkraþjálfara, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga, fylgist með. Félag sjúkraþjálfara Nýr samningur milli Sjúkratrygginga og Félags sjúkraþjálfara til fimm ára var undirritaður í dag og staðfestur af Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra Í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara segir að frá og með 1. júní falli niður þau aukagjöld sem lögð hafi verið á sjúklinga í samningsleysinu. Þann 1. október taki samningurinn síðan gildi að fullu, þegar nauðsynlegum tæknilegum útfærslum og forritunarvinnu sæe lokið. „Á samningstímanum verður unnið að útfærslu ýmissa úrbóta- og þróunarverkefna sem kveðið er á um í samningnum. Þau felast meðal annars í þarfa- og kostnaðargreiningu og mótun aðferða við forgangsröðun þjónustu. Jafnframt er með samningnum lögð áhersla á eflingu gæðastarfs m.a. með því að veita hvata til þess að sjúkraþjálfarar vinni innan svokallaðra starfsheilda sem einnig munu annast skipulagningu og eftirlit með þjónustunni. Rúmlega 62.000 einstaklingar nýttu þjónustu sjúkraþjálfara í fyrra Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga sóttu rúmlega 62.000 einstaklingar þjónustu sjúkraþjálfara á liðnu ári. Heimsóknirnar voru miklum mun fleiri, eða um 928.000. Árið 2022 leituðu 55.752 til sjúkraþjálfara þannig að aukningin milli ára nam um 11,3%. Það sem af er ári 2024 hafa nú 41.964 farið í sjúkraþjálfun sem er 3,9% aukning frá því sama tíma í fyrra. Hætta að taka aukagjöld af einstaklingum Á því árabili sem enginn samningur hefur verið í gildi við sjúkraþjálfara hafa Sjúkratryggingar tekið þátt í kostnaði við þjónustu þeirra samkvæmt sérstakri gjaldskrá. Sjúkraþjálfarar hafa á þeim tíma innheimt aukagjald við hverja komu sem hefur gjarnan numið á bilinu 1.500 - 3.000 kr. Sjúkraþjálfara munu hætta að innheimta þessi aukagjöld frá og með 1. júní,“ segir í tilkynningunni. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara segir að frá og með 1. júní falli niður þau aukagjöld sem lögð hafi verið á sjúklinga í samningsleysinu. Þann 1. október taki samningurinn síðan gildi að fullu, þegar nauðsynlegum tæknilegum útfærslum og forritunarvinnu sæe lokið. „Á samningstímanum verður unnið að útfærslu ýmissa úrbóta- og þróunarverkefna sem kveðið er á um í samningnum. Þau felast meðal annars í þarfa- og kostnaðargreiningu og mótun aðferða við forgangsröðun þjónustu. Jafnframt er með samningnum lögð áhersla á eflingu gæðastarfs m.a. með því að veita hvata til þess að sjúkraþjálfarar vinni innan svokallaðra starfsheilda sem einnig munu annast skipulagningu og eftirlit með þjónustunni. Rúmlega 62.000 einstaklingar nýttu þjónustu sjúkraþjálfara í fyrra Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga sóttu rúmlega 62.000 einstaklingar þjónustu sjúkraþjálfara á liðnu ári. Heimsóknirnar voru miklum mun fleiri, eða um 928.000. Árið 2022 leituðu 55.752 til sjúkraþjálfara þannig að aukningin milli ára nam um 11,3%. Það sem af er ári 2024 hafa nú 41.964 farið í sjúkraþjálfun sem er 3,9% aukning frá því sama tíma í fyrra. Hætta að taka aukagjöld af einstaklingum Á því árabili sem enginn samningur hefur verið í gildi við sjúkraþjálfara hafa Sjúkratryggingar tekið þátt í kostnaði við þjónustu þeirra samkvæmt sérstakri gjaldskrá. Sjúkraþjálfarar hafa á þeim tíma innheimt aukagjald við hverja komu sem hefur gjarnan numið á bilinu 1.500 - 3.000 kr. Sjúkraþjálfara munu hætta að innheimta þessi aukagjöld frá og með 1. júní,“ segir í tilkynningunni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira