Saka Rússa um að skapa ótta á Eystrasalti Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2024 12:05 Herskip við æfingar á Eystrasalti við Lettlandi í fyrra. Rússar hafa birt óljósar fyrirætllanir um að hnika til mörkum hafsvæða þar. Vísir/EPA Ráðherrar ríkja við Eystrasalt segja tilburði Rússa til að breyta mörkum hafsvæða þar hluta af óhefðbundnum hernaði þeirra gegn Evrópu og NATO sem sé ætlað að valda ótta og óvissu. Rússar segja ekkert „pólitískt“ við breytingarnar. Rússneska varnarmálaráðuneytið lagði fram drög að breytingum á landamærum Rússlands við Finnland og Litháen í kringum eyjar í austanverðum Finnlandsflóa og í kringum borgina Kalíníngrad í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Breytingarnar þýddu að Rússar eignuðu sér hafsvæði tilheyrir Finnlandi, að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT. Alexander Stubb, forseti Finnlands, segir að rússnesk stjórnvöld hafi ekki átt neitt samráð við þau finnsku um málið. Finnsk stjórnvöld kannki því núna upplýsingar í rússneskum fjölmiðlum um tillögur að breytingum á mörkum hafsvæða á Finnlandsflóa. „Finnland kemur fram á sama hátt og alltaf: af yfirvegun og á grundvelli staðreynda,“ sagði Stubb á samfélagsmiðlinum X. The Finnish authorities are analyzing the reports in the Russian media concerning the maritime zones in the Gulf of Finland. The political leadership is monitoring the situation closely. Russia has not been in contact with Finland on the matter. Finland acts as always: calmly and…— Alexander Stubb (@alexstubb) May 22, 2024 Elina Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, hvatti Rússa til þess að virða hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna. Aðgerðir þeirra yllu ruglingi. Ulf Kristerson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði Rússa ekki geta ákveðið einhliða að breyta landamærum að öðrum ríkjum. Micael Bydén, yfirmaður sænska hersins, segir Rússa storka alþjóðalögum og aðgerðir þeirra séu á mörkum þess að teljast ögrun. Dæmigert fyrir aðferðafræði Rússlands Stjórnvöld í Kreml segja ekkert pólitískt við tillögur varnarmálaráðuneytisins jafnvel þó að pólitíska ástandið hafi breyst töluvert á síðustu áratugum. Rússland verði að tryggja eigið öryggi. „Þið sjáið átökin, sérstaklega á Eystrasaltssvæðinu,“ sagði Dmitríj Peskov, talsmaður Kremlar. Rússneskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum að engin áform séu um að breyta landamærunum á Eystrasalti. Í rökstuðningi ráðuneytisins segir að mælingar á landamærunum í tíð Sovétríkjanna sem studdust við sjókort frá miðri 20. öldinni séu ekki í samræmi við þær sem hafa síðar verið gerðir með nútímastaðsetningarbúnaði. Elina Valtonen, finnski utanríkisráðherrann, Finnar og Eystrasaltsríkin vinna að því að tryggja landamæri sín að Rússlandi frekar.AP/Jussi Nukari/Lehtikuva Sérfræðingar telja að útspili Rússa sé ætlað að kalla fram viðbrögð frá Finnum. Charly Salonius-Pasternak frá Alþjóðamálastofnun Finnlands segir það dæmigert fyrir aðferðafræði rússneskra stjórnvalda. „Sjáum hvað gerist. Verða einhver viðbrögð? Ef ekki þá þora þeir ekki þannig að við getum haldið áfram,“ segir Salonius-Pasternak við finnska ríkisútvarpið YLE. Markku Kangaspuro, sérfræðingur í Rússlandi við Háskólann í Helsinki, telur tillögu Rússa hefndaraðgerð. „Rússland sendir þau skilaboð að ef það er gripið til aðgerða gegn þeim hafi þeir einnig leiðir til þess að valda óstöðugleika og óöryggi hjá okkur,“ segir hann. Óhefðbundinn hernaður gegn vesturlöndum Einna harðast brugðust ráðherrar Eystrasaltslandanna sem voru áður undir hæl Sovétríkjanna við útspili rússneskra stjórnvalda. Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens, kallaði tillögu þeirra þannig „augljósa stigmögnun“ gegn Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. „Önnur rússnesk óhefðbundin aðgerð í gangi, að þessu sinni tilraun til þess að sá ótta, óvissu og efa um fyrirætlanir þeirra á Eystrasalti,“ skrifaði Landsbergis á samfélagsmiðlinum X. Another Russian hybrid operation is underway, this time attempting to spread fear, uncertainty and doubt about their intentions in the Baltic Sea. This is an obvious escalation against NATO and the EU, and must be met with an appropriately firm response.— Gabrielius Landsbergis🇱🇹 (@GLandsbergis) May 22, 2024 Mæta yrði Rússum með viðeigandi festu. Eistneski starfsbróðir hans, Margus Tsahkna, sagði tillögu Rússa fjarstæðukennda við fyrstu sýn. „Það er ekki hægt að útiloka að fréttirnar séu tilraun til þess að sá óvissu,“ sagði hann í skriflegu svari til Reuters. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, sakaði Rússa í vikunni um að há „skuggastríð“ gegn vesturlöndum. Vísaði hún til fjölda skemmdarverka, njósna og netárása sem Eistar telja Rússa standa á bak við. Rússland Finnland Litháen Svíþjóð Tengdar fréttir Finnar framlengja lokun landamæranna ótímabundið Ríkisstjórn Finnlands ákvað að halda landamærum landsins að Rússlandi áfram lokuðum ótímabundið í dag. Finnar saka rússnesk stjórnvöld um að senda hælisleitendur frá öðrum ríkjum að landamærunum til þess að baka þeim vandræði. 4. apríl 2024 13:46 Finnar framlengja lokun landamæranna ótímabundið Ríkisstjórn Finnlands ákvað að halda landamærum landsins að Rússlandi áfram lokuðum ótímabundið í dag. Finnar saka rússnesk stjórnvöld um að senda hælisleitendur frá öðrum ríkjum að landamærunum til þess að baka þeim vandræði. 4. apríl 2024 13:46 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Rússneska varnarmálaráðuneytið lagði fram drög að breytingum á landamærum Rússlands við Finnland og Litháen í kringum eyjar í austanverðum Finnlandsflóa og í kringum borgina Kalíníngrad í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Breytingarnar þýddu að Rússar eignuðu sér hafsvæði tilheyrir Finnlandi, að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT. Alexander Stubb, forseti Finnlands, segir að rússnesk stjórnvöld hafi ekki átt neitt samráð við þau finnsku um málið. Finnsk stjórnvöld kannki því núna upplýsingar í rússneskum fjölmiðlum um tillögur að breytingum á mörkum hafsvæða á Finnlandsflóa. „Finnland kemur fram á sama hátt og alltaf: af yfirvegun og á grundvelli staðreynda,“ sagði Stubb á samfélagsmiðlinum X. The Finnish authorities are analyzing the reports in the Russian media concerning the maritime zones in the Gulf of Finland. The political leadership is monitoring the situation closely. Russia has not been in contact with Finland on the matter. Finland acts as always: calmly and…— Alexander Stubb (@alexstubb) May 22, 2024 Elina Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, hvatti Rússa til þess að virða hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna. Aðgerðir þeirra yllu ruglingi. Ulf Kristerson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði Rússa ekki geta ákveðið einhliða að breyta landamærum að öðrum ríkjum. Micael Bydén, yfirmaður sænska hersins, segir Rússa storka alþjóðalögum og aðgerðir þeirra séu á mörkum þess að teljast ögrun. Dæmigert fyrir aðferðafræði Rússlands Stjórnvöld í Kreml segja ekkert pólitískt við tillögur varnarmálaráðuneytisins jafnvel þó að pólitíska ástandið hafi breyst töluvert á síðustu áratugum. Rússland verði að tryggja eigið öryggi. „Þið sjáið átökin, sérstaklega á Eystrasaltssvæðinu,“ sagði Dmitríj Peskov, talsmaður Kremlar. Rússneskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum að engin áform séu um að breyta landamærunum á Eystrasalti. Í rökstuðningi ráðuneytisins segir að mælingar á landamærunum í tíð Sovétríkjanna sem studdust við sjókort frá miðri 20. öldinni séu ekki í samræmi við þær sem hafa síðar verið gerðir með nútímastaðsetningarbúnaði. Elina Valtonen, finnski utanríkisráðherrann, Finnar og Eystrasaltsríkin vinna að því að tryggja landamæri sín að Rússlandi frekar.AP/Jussi Nukari/Lehtikuva Sérfræðingar telja að útspili Rússa sé ætlað að kalla fram viðbrögð frá Finnum. Charly Salonius-Pasternak frá Alþjóðamálastofnun Finnlands segir það dæmigert fyrir aðferðafræði rússneskra stjórnvalda. „Sjáum hvað gerist. Verða einhver viðbrögð? Ef ekki þá þora þeir ekki þannig að við getum haldið áfram,“ segir Salonius-Pasternak við finnska ríkisútvarpið YLE. Markku Kangaspuro, sérfræðingur í Rússlandi við Háskólann í Helsinki, telur tillögu Rússa hefndaraðgerð. „Rússland sendir þau skilaboð að ef það er gripið til aðgerða gegn þeim hafi þeir einnig leiðir til þess að valda óstöðugleika og óöryggi hjá okkur,“ segir hann. Óhefðbundinn hernaður gegn vesturlöndum Einna harðast brugðust ráðherrar Eystrasaltslandanna sem voru áður undir hæl Sovétríkjanna við útspili rússneskra stjórnvalda. Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens, kallaði tillögu þeirra þannig „augljósa stigmögnun“ gegn Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. „Önnur rússnesk óhefðbundin aðgerð í gangi, að þessu sinni tilraun til þess að sá ótta, óvissu og efa um fyrirætlanir þeirra á Eystrasalti,“ skrifaði Landsbergis á samfélagsmiðlinum X. Another Russian hybrid operation is underway, this time attempting to spread fear, uncertainty and doubt about their intentions in the Baltic Sea. This is an obvious escalation against NATO and the EU, and must be met with an appropriately firm response.— Gabrielius Landsbergis🇱🇹 (@GLandsbergis) May 22, 2024 Mæta yrði Rússum með viðeigandi festu. Eistneski starfsbróðir hans, Margus Tsahkna, sagði tillögu Rússa fjarstæðukennda við fyrstu sýn. „Það er ekki hægt að útiloka að fréttirnar séu tilraun til þess að sá óvissu,“ sagði hann í skriflegu svari til Reuters. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, sakaði Rússa í vikunni um að há „skuggastríð“ gegn vesturlöndum. Vísaði hún til fjölda skemmdarverka, njósna og netárása sem Eistar telja Rússa standa á bak við.
Rússland Finnland Litháen Svíþjóð Tengdar fréttir Finnar framlengja lokun landamæranna ótímabundið Ríkisstjórn Finnlands ákvað að halda landamærum landsins að Rússlandi áfram lokuðum ótímabundið í dag. Finnar saka rússnesk stjórnvöld um að senda hælisleitendur frá öðrum ríkjum að landamærunum til þess að baka þeim vandræði. 4. apríl 2024 13:46 Finnar framlengja lokun landamæranna ótímabundið Ríkisstjórn Finnlands ákvað að halda landamærum landsins að Rússlandi áfram lokuðum ótímabundið í dag. Finnar saka rússnesk stjórnvöld um að senda hælisleitendur frá öðrum ríkjum að landamærunum til þess að baka þeim vandræði. 4. apríl 2024 13:46 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Finnar framlengja lokun landamæranna ótímabundið Ríkisstjórn Finnlands ákvað að halda landamærum landsins að Rússlandi áfram lokuðum ótímabundið í dag. Finnar saka rússnesk stjórnvöld um að senda hælisleitendur frá öðrum ríkjum að landamærunum til þess að baka þeim vandræði. 4. apríl 2024 13:46
Finnar framlengja lokun landamæranna ótímabundið Ríkisstjórn Finnlands ákvað að halda landamærum landsins að Rússlandi áfram lokuðum ótímabundið í dag. Finnar saka rússnesk stjórnvöld um að senda hælisleitendur frá öðrum ríkjum að landamærunum til þess að baka þeim vandræði. 4. apríl 2024 13:46
Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27