Segir fangaverði sinna starfi sínu af stakri trúmennsku Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2024 14:47 Páll Winkel fer ekki ofan af því að allir þeir sem koma að fangelsismálum sinni starfi sínu af natni og af mikilli virðingu fyrir skjólstæðingum sínum. vísir/arnar Páll Winkel fangelsismálastjóra sárnar eitt og annað sem fram kemur í orðum Ólafs Ágústs Hraundal fanga sem heldur því fram að lítið sé gert fyrir fanga og úrræðaleysið mikið. Páll segir þetta ekki rétt og stöðuna miðað við sem var miklu betri. Ólafur Ágúst segir metnaðarleysi núverandi forstöðumanns fangelsanna að Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni nær algert. Hann gagnrýnir sinnuleysi starfsmanna og spyr hvernig samfélagið vilji fá fanga aftur út eftir afplánun. Páll segir að samstarfsmenn sínir og reyndar hann sjálfur taki gagnrýni Ólafs nærri sér, ekki síst af því að þetta sé ekki rétt. „Greinarhöfundur lýsir því að staðan hafi verið mun betri fyrr á árum. Það sem hefur breyst frá þeim tíma sem lýst er í greininni en sem dæmi er að áður voru fangar með 12 ára dóma vistaðir á Litla-Hrauni í 7 ár og svo síðustu mánuði á Vernd,” segir Páll í samtali við Vísi. Komið fram við skjólstæðinga af mannvirðingu Sjálfsagt og eðlilegt er að fylgja orðum Ólafs eftir en Páll telur þau ekki allskostar sanngjörn. „Í dag vistast slíkir aðeins í lokuðu úrræði í 2-3 ár, eða í minna en helming þess tíma sem áður var og svo í opnu fangelsi, þá áfangaheimili uns afplánun er lokið heima í 12 mánuði. Það er grundvallarbreyting frá því sem áður var og í takt við hugmyndafræði um að hafa losun úr fangelsum stigskipta.“ Páll Winkel segir ekki hjá því komist að þungbært sé að sitja á bak við lás og slá.vísir/vilhelm Páll segir það vitaskuld þungbært öllum sem það reyna að vistast í fangelsum. Og það þurfi að gera allt sem hæg er til þess að bæta þjónustu og gera aðbúnað sem bestan. „Það stendur til ásamt því að byggja nýtt lokað fangelsi og byggja við annað opið fangelsi. Ég get fullyrt að allir fangaverðir sem og aðrir sérfræðingar í kerfinu gera allt til þess að vinna vinnu sína af natni og leggja sig fram um að koma vel fram og af mannvirðingu við skjólstæðinga. Á það jafnt við um almenna starfsmenn og stjórnendur.” Menn að gera sitt besta við erfiðar aðstæður En hvernig stendur þá á því að Ólafur talar svo fjálglega um metnaðar- og sinnuleysi fangavarða? „Ég geri mér ekki grein fyrir því. Við erum bundin af lagaumhverfi í mörgum málum og afgreiðslum þeirra sem ýmsir eru ósáttir við. Framundan er heildarendurskoðun á málaflokknum og þá er allt undir, líka löggjöf.” Páll getur vitaskuld ekki tjáð sig um einstök mál en honum finnst þetta ómaklegt hjá Ólafi? „Ég skil að skjólstæðingar okkar geti verið ósáttir en fullyrði að starfsfólk í öllum fangelsum og skrifstofum er að gera sitt besta við erfiðar aðstæður.“ Fangelsismál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Ólafur Ágúst segir metnaðarleysi núverandi forstöðumanns fangelsanna að Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni nær algert. Hann gagnrýnir sinnuleysi starfsmanna og spyr hvernig samfélagið vilji fá fanga aftur út eftir afplánun. Páll segir að samstarfsmenn sínir og reyndar hann sjálfur taki gagnrýni Ólafs nærri sér, ekki síst af því að þetta sé ekki rétt. „Greinarhöfundur lýsir því að staðan hafi verið mun betri fyrr á árum. Það sem hefur breyst frá þeim tíma sem lýst er í greininni en sem dæmi er að áður voru fangar með 12 ára dóma vistaðir á Litla-Hrauni í 7 ár og svo síðustu mánuði á Vernd,” segir Páll í samtali við Vísi. Komið fram við skjólstæðinga af mannvirðingu Sjálfsagt og eðlilegt er að fylgja orðum Ólafs eftir en Páll telur þau ekki allskostar sanngjörn. „Í dag vistast slíkir aðeins í lokuðu úrræði í 2-3 ár, eða í minna en helming þess tíma sem áður var og svo í opnu fangelsi, þá áfangaheimili uns afplánun er lokið heima í 12 mánuði. Það er grundvallarbreyting frá því sem áður var og í takt við hugmyndafræði um að hafa losun úr fangelsum stigskipta.“ Páll Winkel segir ekki hjá því komist að þungbært sé að sitja á bak við lás og slá.vísir/vilhelm Páll segir það vitaskuld þungbært öllum sem það reyna að vistast í fangelsum. Og það þurfi að gera allt sem hæg er til þess að bæta þjónustu og gera aðbúnað sem bestan. „Það stendur til ásamt því að byggja nýtt lokað fangelsi og byggja við annað opið fangelsi. Ég get fullyrt að allir fangaverðir sem og aðrir sérfræðingar í kerfinu gera allt til þess að vinna vinnu sína af natni og leggja sig fram um að koma vel fram og af mannvirðingu við skjólstæðinga. Á það jafnt við um almenna starfsmenn og stjórnendur.” Menn að gera sitt besta við erfiðar aðstæður En hvernig stendur þá á því að Ólafur talar svo fjálglega um metnaðar- og sinnuleysi fangavarða? „Ég geri mér ekki grein fyrir því. Við erum bundin af lagaumhverfi í mörgum málum og afgreiðslum þeirra sem ýmsir eru ósáttir við. Framundan er heildarendurskoðun á málaflokknum og þá er allt undir, líka löggjöf.” Páll getur vitaskuld ekki tjáð sig um einstök mál en honum finnst þetta ómaklegt hjá Ólafi? „Ég skil að skjólstæðingar okkar geti verið ósáttir en fullyrði að starfsfólk í öllum fangelsum og skrifstofum er að gera sitt besta við erfiðar aðstæður.“
Fangelsismál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira