Ferðaþjónustan og vaskurinn Pétur Óskarsson skrifar 22. maí 2024 17:00 Fyrr í dag buðu Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) til morgunfundar sem tileinkaður var sérstakri umræðu um íslenska ferðaþjónustu og virðisaukaskatt. Við í ferðaþjónustunni erum vön að fjalla um skatta- og gjaldamál greinarinnar, enda viljum við vera samkeppnishæf og öflug atvinnugrein sem skilar sanngjörnum hluta þeirra verðmæta sem við sköpum til ríkis og sveitarfélaga í formi skatta eða gjalda. Það má segja að við Íslendingar höfum dottið niður á gullæð þegar ferðaþjónustan fór á flug upp úr árinu 2010. Þarna var loksins komin öflug atvinnugrein – sterk útflutningsstoð – sem skapaði fjölbreytt störf og verkefni um land allt. Sjálfsprottin byggðastefna sem náði á örfáum árum meiri árangri en allar aðgerðir íslenskra stjórnvalda frá upphafi hins svokallaða „landsbyggðarflótta”. Setningar eins og „einkaframtakið í sinni fegurstu mynd” fóru á flug og við þökkuðum ferðaþjónustunni sérstaklega fyrir að hafa dregið íslenskt samfélag og efnahagslíf hratt upp úr köldum og dimmum pytti efnahagshrunsins árið 2008. Ég rifja þetta upp vegna þess að það vill oft gleymast hversu stutt er síðan að íslensk ferðaþjónusta náði raunverulegu flugi sem alvöru atvinnugrein og hversu þýðingarmikið hennar framlag hefur verið til bæði efnahagslífsins og mannlífsins á Íslandi síðustu ár. Í gegnum súrt og sætt Mikilvægi ferðaþjónustunnar í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins vill jafnframt – því miður – oft gleymast í orðræðu landsmanna og stjórnmálamanna. Þegar staðreynd málsins er sú að 600 milljarðar sköpuðust í gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum árið 2023 eða um 32% af heildarútflutningi þjóðarbúsins. Þessi gjaldeyrissköpun skiptir svo sannarlega máli fyrir íslenskt efnahagslíf og lífskjör landsmanna allra. Þrátt fyrir öflug ár í íslenskri ferðaþjónustu undanfarið, er áframhaldandi velgengni í greinni langt frá því að vera sjálfsögð. Það fer algjörlega eftir samkeppnishæfni hennar, hversu vel hún verður í stakk búin til að standa með okkur í gegnum súrt og sætt næstu árin. Samkeppnishæfnin segir til um það hvernig hún stendur í samanburði við ferðaþjónustu í í samkeppnislöndum okkar. Samkeppnishæfni skiptir sköpum Í gær birti World Economic Forum (WEF) hinn svokallaða „Travel & Tourism Development Index“ fyrir árið 2024. Um er að ræða vísitölu sem nær til 119 landa og mælir ýmsa þætti sem stuðla að sjálfbærri þróun ferðaþjónustu sem atvinnugreinar. Það er mikið áhyggjuefni að sjá að Ísland hefur nú fallið um 10 sæti frá árinu 2019 og að ekkert Evrópuland stendur jafn illa í samkeppni um ferðamanninn á grundvelli verðlags og Ísland. Ísland er ekki og á ekki að vera ódýr áfangastaður, en samband verðs og gæða er því miður veikur hlekkur þegar kemur að samanburði við keppinauta okkar. Það kemur eflaust ekki mörgum á óvart að Ísland rekur Norðurlandalestina í þessari vísitölu WEF og situr í 32. Sæti af 119. Þess ber þó að geta að Noregur tekur ekki þátt í þessari úttekt en það má vænta þess að frændur okkar stæðu álíka illa og við þegar kemur að verðlagi. Þetta er engu að síður þungt áhyggjuefni þar sem þegar eru farnar að berast fréttir af betri árangri Noregs en Íslands í baráttunni um ferðamanninn. Sporin hræða Þrátt fyrir þessa stöðu eru nú uppi hugmyndir um að hækka virðisaukaskatt á hinar ýmsu greinar ferðaþjónustu úr 11% upp í 24%. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni og hefur komið upp oftar en einu sinni. Í hvert sinn hefur endað með því að hún hefur eftir ítarlega umræðu og skoðun verið lögð til hliðar. Enda er það ljóst að það má ekki vanmeta mikilvægi þess að áfangastaðurinn Ísland sé eins samkeppnishæfur og hann getur verið hvort sem litið er til verðs eða annarra þátta. Sporin hins vegar hræða þegar stjórnmálin eru annars vegar. Vondar hugmyndir geta fengið vængi. Þrátt fyrir hörð mótmæli ferðaþjónustunnar og ábendingar um augljósa annmarka hafa verið teknar lítt úthugsaðar ákvarðanir um skattahækkanir og þeim verið skellt á greinina með nær engum fyrirvara. Má þar nefna tvöföldun á gistináttaskatti um síðustu áramót og álagning kílómetragjalds fyrir bílaleigubíla sem nær ómögulegt er að innleiða. Snúið skattaumhverfi bílaleiga er efni í annan morgunfund. Sameiginlegt hagsmunamál Við í ferðaþjónustunni eigum auðvelt með að rökstyðja að það sé skynsamlegt að halda hinum ýmsu greinum ferðaþjónustunnar, líkt og til dæmis gistingu, veitingahúsunum og ferðaskrifstofum, í lægra þrepi virðisaukaskatts. Rökin eru borðleggjandi að okkar mati. Umræðuna þarf hins vegar að byggja á faglegri grunni og fyrirliggjandi gögnum. SAF leituðu til virtustu hagfræðinga þjóðarinnar til að meta hagrænar afleiðingar af hækkun virðisaukaskattsins með því að keyra þá breytingu í gegnum viðurkennd þjóðhagslíkön sem meðal annars eru notuð af Seðlabanka Íslands og stjórnvöldum til þess að meta veigamiklar ákvarðanir í efnahagsmálum. Eins og segir inngangi skýrslunnar hefur þessi vinna hagfræðinganna verið viðamikil, vandasöm og tímafrek en niðurstaðan kemur okkur ekki á óvart. Það verður að tryggja og treysta samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu. Það er sameiginlegt hagsmunamál okkar allra – allra landsmanna og þjóðarbúsins. Höfundur hvetur leika og lærða að kynna sér skýrslu Hagrannsókna sf. um áhrif hækkana á hlutfalli virðisaukaskatts á ferðaþjónustugreinar. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. -- Gögn: Skýrsla Hagrannsókna sf.: https://www.saf.is/wp-content/uploads/2024/05/Ahrif-haekkana-a-VSK-hlutfalli-a-ferdathjonustu-mai-2024.pdf Upptaka af fundi SAF: https://vimeo.com/event/4320539 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Pétur Óskarsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Fyrr í dag buðu Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) til morgunfundar sem tileinkaður var sérstakri umræðu um íslenska ferðaþjónustu og virðisaukaskatt. Við í ferðaþjónustunni erum vön að fjalla um skatta- og gjaldamál greinarinnar, enda viljum við vera samkeppnishæf og öflug atvinnugrein sem skilar sanngjörnum hluta þeirra verðmæta sem við sköpum til ríkis og sveitarfélaga í formi skatta eða gjalda. Það má segja að við Íslendingar höfum dottið niður á gullæð þegar ferðaþjónustan fór á flug upp úr árinu 2010. Þarna var loksins komin öflug atvinnugrein – sterk útflutningsstoð – sem skapaði fjölbreytt störf og verkefni um land allt. Sjálfsprottin byggðastefna sem náði á örfáum árum meiri árangri en allar aðgerðir íslenskra stjórnvalda frá upphafi hins svokallaða „landsbyggðarflótta”. Setningar eins og „einkaframtakið í sinni fegurstu mynd” fóru á flug og við þökkuðum ferðaþjónustunni sérstaklega fyrir að hafa dregið íslenskt samfélag og efnahagslíf hratt upp úr köldum og dimmum pytti efnahagshrunsins árið 2008. Ég rifja þetta upp vegna þess að það vill oft gleymast hversu stutt er síðan að íslensk ferðaþjónusta náði raunverulegu flugi sem alvöru atvinnugrein og hversu þýðingarmikið hennar framlag hefur verið til bæði efnahagslífsins og mannlífsins á Íslandi síðustu ár. Í gegnum súrt og sætt Mikilvægi ferðaþjónustunnar í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins vill jafnframt – því miður – oft gleymast í orðræðu landsmanna og stjórnmálamanna. Þegar staðreynd málsins er sú að 600 milljarðar sköpuðust í gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum árið 2023 eða um 32% af heildarútflutningi þjóðarbúsins. Þessi gjaldeyrissköpun skiptir svo sannarlega máli fyrir íslenskt efnahagslíf og lífskjör landsmanna allra. Þrátt fyrir öflug ár í íslenskri ferðaþjónustu undanfarið, er áframhaldandi velgengni í greinni langt frá því að vera sjálfsögð. Það fer algjörlega eftir samkeppnishæfni hennar, hversu vel hún verður í stakk búin til að standa með okkur í gegnum súrt og sætt næstu árin. Samkeppnishæfnin segir til um það hvernig hún stendur í samanburði við ferðaþjónustu í í samkeppnislöndum okkar. Samkeppnishæfni skiptir sköpum Í gær birti World Economic Forum (WEF) hinn svokallaða „Travel & Tourism Development Index“ fyrir árið 2024. Um er að ræða vísitölu sem nær til 119 landa og mælir ýmsa þætti sem stuðla að sjálfbærri þróun ferðaþjónustu sem atvinnugreinar. Það er mikið áhyggjuefni að sjá að Ísland hefur nú fallið um 10 sæti frá árinu 2019 og að ekkert Evrópuland stendur jafn illa í samkeppni um ferðamanninn á grundvelli verðlags og Ísland. Ísland er ekki og á ekki að vera ódýr áfangastaður, en samband verðs og gæða er því miður veikur hlekkur þegar kemur að samanburði við keppinauta okkar. Það kemur eflaust ekki mörgum á óvart að Ísland rekur Norðurlandalestina í þessari vísitölu WEF og situr í 32. Sæti af 119. Þess ber þó að geta að Noregur tekur ekki þátt í þessari úttekt en það má vænta þess að frændur okkar stæðu álíka illa og við þegar kemur að verðlagi. Þetta er engu að síður þungt áhyggjuefni þar sem þegar eru farnar að berast fréttir af betri árangri Noregs en Íslands í baráttunni um ferðamanninn. Sporin hræða Þrátt fyrir þessa stöðu eru nú uppi hugmyndir um að hækka virðisaukaskatt á hinar ýmsu greinar ferðaþjónustu úr 11% upp í 24%. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni og hefur komið upp oftar en einu sinni. Í hvert sinn hefur endað með því að hún hefur eftir ítarlega umræðu og skoðun verið lögð til hliðar. Enda er það ljóst að það má ekki vanmeta mikilvægi þess að áfangastaðurinn Ísland sé eins samkeppnishæfur og hann getur verið hvort sem litið er til verðs eða annarra þátta. Sporin hins vegar hræða þegar stjórnmálin eru annars vegar. Vondar hugmyndir geta fengið vængi. Þrátt fyrir hörð mótmæli ferðaþjónustunnar og ábendingar um augljósa annmarka hafa verið teknar lítt úthugsaðar ákvarðanir um skattahækkanir og þeim verið skellt á greinina með nær engum fyrirvara. Má þar nefna tvöföldun á gistináttaskatti um síðustu áramót og álagning kílómetragjalds fyrir bílaleigubíla sem nær ómögulegt er að innleiða. Snúið skattaumhverfi bílaleiga er efni í annan morgunfund. Sameiginlegt hagsmunamál Við í ferðaþjónustunni eigum auðvelt með að rökstyðja að það sé skynsamlegt að halda hinum ýmsu greinum ferðaþjónustunnar, líkt og til dæmis gistingu, veitingahúsunum og ferðaskrifstofum, í lægra þrepi virðisaukaskatts. Rökin eru borðleggjandi að okkar mati. Umræðuna þarf hins vegar að byggja á faglegri grunni og fyrirliggjandi gögnum. SAF leituðu til virtustu hagfræðinga þjóðarinnar til að meta hagrænar afleiðingar af hækkun virðisaukaskattsins með því að keyra þá breytingu í gegnum viðurkennd þjóðhagslíkön sem meðal annars eru notuð af Seðlabanka Íslands og stjórnvöldum til þess að meta veigamiklar ákvarðanir í efnahagsmálum. Eins og segir inngangi skýrslunnar hefur þessi vinna hagfræðinganna verið viðamikil, vandasöm og tímafrek en niðurstaðan kemur okkur ekki á óvart. Það verður að tryggja og treysta samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu. Það er sameiginlegt hagsmunamál okkar allra – allra landsmanna og þjóðarbúsins. Höfundur hvetur leika og lærða að kynna sér skýrslu Hagrannsókna sf. um áhrif hækkana á hlutfalli virðisaukaskatts á ferðaþjónustugreinar. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. -- Gögn: Skýrsla Hagrannsókna sf.: https://www.saf.is/wp-content/uploads/2024/05/Ahrif-haekkana-a-VSK-hlutfalli-a-ferdathjonustu-mai-2024.pdf Upptaka af fundi SAF: https://vimeo.com/event/4320539
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun