Vonandi endurtekur sagan sig! Ole Anton Bieltvedt skrifar 24. maí 2024 08:00 Þriðju forsetakosningarnar fóru fram 1968. Þær mörkuðu ákveðin tímamót. Þar tókust á Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, hámenntaður maður en sléttur og felldur; einn af okkur, almenningi. Hins vegar stóð Gunnar Thoroddsen, gáfumaður og ræðusnillingur, sem hafði verið kjörinn á þing 23ja ára gamall og verið hafði bæði borgarstjóri og ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Atvinnupólitíkus. Kosningabaráttan og niðurstaðan Kristján var hispurslaus og alúðlegur, hafði ekki blandað sér mikið í stjórnmál og hafði áunnið sér vinsældir meðal þjóðarinnar, m.a. með þáttum um fornminjar, sem hann sá um í sjónvarpi. Hann lagði mikið upp úr öllu því, sem þjóðlegt var, á sama hátt og hann var sigldur maður, jafnt með tilliti til menntunar og reynslu. Gunnar, sem talinn var einn glæsilegasti stjórnmálamaður síns tíma, mældist lengi vel með meira fylgi í skoðanakönnunum, enda studdur af ráðandi stjórnmálaöflum, valdastéttinni. Vindarnir breyttust þó, þegar í endanlega kosningabaráttuna var komið. Kristján kom fram sem alþýðlegur menntamaður, sem tengdist landi og þjóð betur en hástéttarmaðurinn og atvinnupólitíkusinn Gunnar. Fólki fannst, að Kristján væri einn af þeim, og, að hann yrði betri og traustari fulltrúi þess gagnvart stjórnmálunum, valdastéttinni. Þarna kom fram tilhneiging, vaxandi vilji þjóðarinnar, til að skilja að forsetaembættið og stjórnmálin, sem haldizt hefur síðan með einni undantekningu. Kristján vann svo afgerandi sigur yfir Gunnari á kjördegi. Vonandi endurtekur sagan sig Stöðu og framboði Höllu Hrundar Logadóttur má líkja við framboð Kristjáns Eldjárns og stöðu og framboði Katrínar Jakobsdóttur við stöðu og framboð Gunnars Thoroddsen. Fulltrúi þjóðarinnar gegn fulltrúa stjórnmálamanna og valdastéttar. Auðvitað eru nú fleiri frambjóðendur í myndinni, og standa Baldur og Halla Tómasdóttir þar fremst í stöðunni, en ég gæti trúað því, að, þegar endanlega til kastanna kemur, muni slagurinn að standa á milli Höllu Hrundar og Katrínar. Varðandi afstöðu og val manna, vil ég rifja upp þá kjörmynd, sem mér finnst, að forseti landsins eigi að fylla, og ég hygg, að flestir geti verið sammála um: Forsetinn verður að vera þjóðlegur og alþjóðlegur í senn. Umhverfis- og náttúruverndarsinni. Með hreinan bakgrunn, flekklaust einkalíf, fallega fjölskyldumynd, góða menntun og reynslu, jafnt hérlendis sem erlendis frá. Frjáls og hlutlaus, laus við stjórnmálavafstur- og valdabrölt, óháður stjórnmála- og valdastéttinni og fastur fyrir. Hann þarf að hafa víðan sjóndeildarhring, jafnt á íslenzk málefni sem alþjóðleg. Hann ætti að koma vel fyrir, bera sig vel, en þó fara fram af hógværð og látleysi. Standa bjartur meðal annarra fyrirmenna. Fyrir mér fyllir Halla Hrund Logadóttir þessa afar krefjandi kjörmynd mæta vel! Verður það sama sagt um Katrínu Jakobsdóttur, sem auðvitað er góðum gáfum gædd, vel menntuð, reyndar bara hérlendis, margreynd í stjórnmálunum og væn og elskuleg að sjá? Ef menn vilja skilja á milli forseta og stjórnmála, hentar Katrín auðvitað ekki. Hún hefur verið stjórnmálamaður mest allan sinn feril. Fyrir undirrituðum er forsætisráðherramynd Katrínar, síðustu tæplega 7 árin, líka blandin – margt, sem stefnt var að og lofað 2017 hefur ekki staðizt eða rætzt – og fellur því alvarlegur skuggi á trúverðugleikann. Dæmi þetta hver fyrir sig. Halla Hrund er auðvitað ekki jafn þjálfuð og örugg í framkomu, á fundum og í kappræðum, og Katrín. Þar slær Katrína hana út á þessu stigi. Katrín er þrautþjálfuð í að koma fram og flytja sitt mál fagmannlega og vel, með sannfæringarkrafti og sjarma, eftir tæplega 7 ára forsætisráðherratíð og margvíslega þátttöku og framkomu hérlendis og erlendis. En, þessi kosning snýst ekki um það! Baldur og Halla Tómasdóttir eru auðvitað gott fólk og gegnt, fyrir mér einkum Halla, þau eru hæf til margs, en hvorugt þeirra fyllir þó þá kjörmynd, sem mér finnst verða að gilda, jafn vel og Halla Hrund. Jón Gnarr er varla í myndinni lengur, og er í því sambandi vert að minna á, að, ef menn kjósa þá, sem ekki eiga raunverulega möguleika á að ná kjöri, þá eru þeir að kasta atkvæði sínu á glæ. Þeirra atkvæði fellur þá dautt! Vilja menn það!? Til að vera viss um, að atkvæðið telji og gildi, eins og hægt er, sýnist mér að kjósa verði Höllu Hrund eða Katrínu. Hin eiga vart sjéns. Vitaskuld dæmir, líka hér, hver fyrir sig. Höfundur er stjórnmálarýnir og dýraverdarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Þriðju forsetakosningarnar fóru fram 1968. Þær mörkuðu ákveðin tímamót. Þar tókust á Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, hámenntaður maður en sléttur og felldur; einn af okkur, almenningi. Hins vegar stóð Gunnar Thoroddsen, gáfumaður og ræðusnillingur, sem hafði verið kjörinn á þing 23ja ára gamall og verið hafði bæði borgarstjóri og ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Atvinnupólitíkus. Kosningabaráttan og niðurstaðan Kristján var hispurslaus og alúðlegur, hafði ekki blandað sér mikið í stjórnmál og hafði áunnið sér vinsældir meðal þjóðarinnar, m.a. með þáttum um fornminjar, sem hann sá um í sjónvarpi. Hann lagði mikið upp úr öllu því, sem þjóðlegt var, á sama hátt og hann var sigldur maður, jafnt með tilliti til menntunar og reynslu. Gunnar, sem talinn var einn glæsilegasti stjórnmálamaður síns tíma, mældist lengi vel með meira fylgi í skoðanakönnunum, enda studdur af ráðandi stjórnmálaöflum, valdastéttinni. Vindarnir breyttust þó, þegar í endanlega kosningabaráttuna var komið. Kristján kom fram sem alþýðlegur menntamaður, sem tengdist landi og þjóð betur en hástéttarmaðurinn og atvinnupólitíkusinn Gunnar. Fólki fannst, að Kristján væri einn af þeim, og, að hann yrði betri og traustari fulltrúi þess gagnvart stjórnmálunum, valdastéttinni. Þarna kom fram tilhneiging, vaxandi vilji þjóðarinnar, til að skilja að forsetaembættið og stjórnmálin, sem haldizt hefur síðan með einni undantekningu. Kristján vann svo afgerandi sigur yfir Gunnari á kjördegi. Vonandi endurtekur sagan sig Stöðu og framboði Höllu Hrundar Logadóttur má líkja við framboð Kristjáns Eldjárns og stöðu og framboði Katrínar Jakobsdóttur við stöðu og framboð Gunnars Thoroddsen. Fulltrúi þjóðarinnar gegn fulltrúa stjórnmálamanna og valdastéttar. Auðvitað eru nú fleiri frambjóðendur í myndinni, og standa Baldur og Halla Tómasdóttir þar fremst í stöðunni, en ég gæti trúað því, að, þegar endanlega til kastanna kemur, muni slagurinn að standa á milli Höllu Hrundar og Katrínar. Varðandi afstöðu og val manna, vil ég rifja upp þá kjörmynd, sem mér finnst, að forseti landsins eigi að fylla, og ég hygg, að flestir geti verið sammála um: Forsetinn verður að vera þjóðlegur og alþjóðlegur í senn. Umhverfis- og náttúruverndarsinni. Með hreinan bakgrunn, flekklaust einkalíf, fallega fjölskyldumynd, góða menntun og reynslu, jafnt hérlendis sem erlendis frá. Frjáls og hlutlaus, laus við stjórnmálavafstur- og valdabrölt, óháður stjórnmála- og valdastéttinni og fastur fyrir. Hann þarf að hafa víðan sjóndeildarhring, jafnt á íslenzk málefni sem alþjóðleg. Hann ætti að koma vel fyrir, bera sig vel, en þó fara fram af hógværð og látleysi. Standa bjartur meðal annarra fyrirmenna. Fyrir mér fyllir Halla Hrund Logadóttir þessa afar krefjandi kjörmynd mæta vel! Verður það sama sagt um Katrínu Jakobsdóttur, sem auðvitað er góðum gáfum gædd, vel menntuð, reyndar bara hérlendis, margreynd í stjórnmálunum og væn og elskuleg að sjá? Ef menn vilja skilja á milli forseta og stjórnmála, hentar Katrín auðvitað ekki. Hún hefur verið stjórnmálamaður mest allan sinn feril. Fyrir undirrituðum er forsætisráðherramynd Katrínar, síðustu tæplega 7 árin, líka blandin – margt, sem stefnt var að og lofað 2017 hefur ekki staðizt eða rætzt – og fellur því alvarlegur skuggi á trúverðugleikann. Dæmi þetta hver fyrir sig. Halla Hrund er auðvitað ekki jafn þjálfuð og örugg í framkomu, á fundum og í kappræðum, og Katrín. Þar slær Katrína hana út á þessu stigi. Katrín er þrautþjálfuð í að koma fram og flytja sitt mál fagmannlega og vel, með sannfæringarkrafti og sjarma, eftir tæplega 7 ára forsætisráðherratíð og margvíslega þátttöku og framkomu hérlendis og erlendis. En, þessi kosning snýst ekki um það! Baldur og Halla Tómasdóttir eru auðvitað gott fólk og gegnt, fyrir mér einkum Halla, þau eru hæf til margs, en hvorugt þeirra fyllir þó þá kjörmynd, sem mér finnst verða að gilda, jafn vel og Halla Hrund. Jón Gnarr er varla í myndinni lengur, og er í því sambandi vert að minna á, að, ef menn kjósa þá, sem ekki eiga raunverulega möguleika á að ná kjöri, þá eru þeir að kasta atkvæði sínu á glæ. Þeirra atkvæði fellur þá dautt! Vilja menn það!? Til að vera viss um, að atkvæðið telji og gildi, eins og hægt er, sýnist mér að kjósa verði Höllu Hrund eða Katrínu. Hin eiga vart sjéns. Vitaskuld dæmir, líka hér, hver fyrir sig. Höfundur er stjórnmálarýnir og dýraverdarsinni.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun