Fjöldi nefnda ríkisins kemur á óvart Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2024 16:11 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra en á vegum stjórnarráðsins eru fjölmargara nefndir sem Bjarni hefur varla tölu á. vísir/vilhelm Á vegum ríkisins eru 39 kæru- og úrskurðarnefndir, 170 ráðgefandi nefndir, 87 afgreiðslunefndir, 16 eftirlitsnefndir og 72 stjórnir. Kostnaðurinn við að halda öllu þessu úti er 1,7 milljarðar króna. „Ég rak upp risastór augu þegar ég sá þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson Pírati. Björn Leví á sæti í fjárlaganefnd og hann fékk þessar upplýsingar í dag. Hann segist hreinlega ekki muna eftir tilefninu fyrir spurningunni, svörin vilji oft berast seint og um síðir. „Þetta var í kjölfar þess að einhver gestur kom fyrir nefndina, þá spratt fram þessi spurning. En gögnin eru athyglisverð óháð því.“ Margir að stússast í nefndum vinstri hægri Og það eru þau vissulega. Svörin koma í tveimur skjölum sem finna má hér neðar í fréttinni. En í mars 2023 ákvað ríkisstjórnin að setja á fót starfshóp þriggja ráðuneyta til að fjalla um leggja fram tillögur um bætta þjónustu, aukið gagnsæi og skilvirkni stjórnsýslunefnda hjá ríkinu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fékk óvænt í hendur svar við spurningu sem hann man ekki einu sinni hvert tilefnið var. En svörin eru sannarlega athyglisverð og sýna nefndasýslu ríkisins, hvorki meira né minna.Vísir/Ívar Fannar Samkvæmt upplýsingum starfshópsins starfa 384 varanlegar stjórnsýslunefndir á vegum ríkisins og aðeins sex þeirra eru ekki settar á fót með lögum. Eins og áður sagði má flokka nefndirnar í eftirfarandi: 39 kæru- og úrskurðarnefndir, 170 ráðgefandi nefndir, 87 afgreiðslunefndir, 16 eftirlitsnefndir 72 stjórnir. Björn Leví segir að í meðfylgjandi exelskjali sé að finna langan lista þar sem hver og ein nefnd er sundurliðuð. Björn Leví segir að þar sé án efa eitt og annað athyglisvert að finna. En þetta er eins og við séum komin í eitthvert Kafkaískt skrifræðishelvíti? „Tjahhh, hversu mikið af þessu eru sæti sem stjórnmálaflokkarnir skipa í hingað og þangað? Sem eru góð verðlaun að komast í einhverjar góðar nefndir, það er vel mögulegt. Ég bjóst ekki við þetta stórri tölu.“ Góð nefndaseta getur komið sér vel En er hægt að segja að valdaflokkarnir noti þetta hreinlega til að gauka góðu að flokkshollum til að þétta raðirnar? „Ég veit það ekki. En það er sá grunur sem læðist að manni. Maður heyrði eitthvað slíkt í sambandi víð ýmsar slitastjórnir, að þar kæmu lögfræðingar sem þurfi að fá smá bita. Og ekki ólíklegt að það sé í einhverjum svona nefndum hingað og þangað. En hversu mikið er skipað af kerfinu og svo pólitíkinni liggur ekki fyrir. En fjöldinn er stjarnfræðilegur.“ Björn Leví segir óvarlegt að fjölyrða um þetta atriði en hér bjóðist óvænt ákveðin yfirsýn, ástæða til að spyrja nánar ef menn reka augu í eitthvað sem fólk klóri sér í kolli yfir. „Fyrsta sem ég sá var fjöldinn. Kannski eru ástæður fyrir því að það sé nauðsynlegt að hafa allar þessar nefndir fram og til baka, ég veit það ekki. En mér finnst þetta of há tala.“ Tengd skjöl Svar_til_fjárlaganefndar_-_umbætur_og_málefnasvið_5_(1)_(1)PDF157KBSækja skjal Yfirlit_yfir_nefndir_STJR_svar_til_fjárlaganefndar_(1)PDF645KBSækja skjal Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
„Ég rak upp risastór augu þegar ég sá þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson Pírati. Björn Leví á sæti í fjárlaganefnd og hann fékk þessar upplýsingar í dag. Hann segist hreinlega ekki muna eftir tilefninu fyrir spurningunni, svörin vilji oft berast seint og um síðir. „Þetta var í kjölfar þess að einhver gestur kom fyrir nefndina, þá spratt fram þessi spurning. En gögnin eru athyglisverð óháð því.“ Margir að stússast í nefndum vinstri hægri Og það eru þau vissulega. Svörin koma í tveimur skjölum sem finna má hér neðar í fréttinni. En í mars 2023 ákvað ríkisstjórnin að setja á fót starfshóp þriggja ráðuneyta til að fjalla um leggja fram tillögur um bætta þjónustu, aukið gagnsæi og skilvirkni stjórnsýslunefnda hjá ríkinu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fékk óvænt í hendur svar við spurningu sem hann man ekki einu sinni hvert tilefnið var. En svörin eru sannarlega athyglisverð og sýna nefndasýslu ríkisins, hvorki meira né minna.Vísir/Ívar Fannar Samkvæmt upplýsingum starfshópsins starfa 384 varanlegar stjórnsýslunefndir á vegum ríkisins og aðeins sex þeirra eru ekki settar á fót með lögum. Eins og áður sagði má flokka nefndirnar í eftirfarandi: 39 kæru- og úrskurðarnefndir, 170 ráðgefandi nefndir, 87 afgreiðslunefndir, 16 eftirlitsnefndir 72 stjórnir. Björn Leví segir að í meðfylgjandi exelskjali sé að finna langan lista þar sem hver og ein nefnd er sundurliðuð. Björn Leví segir að þar sé án efa eitt og annað athyglisvert að finna. En þetta er eins og við séum komin í eitthvert Kafkaískt skrifræðishelvíti? „Tjahhh, hversu mikið af þessu eru sæti sem stjórnmálaflokkarnir skipa í hingað og þangað? Sem eru góð verðlaun að komast í einhverjar góðar nefndir, það er vel mögulegt. Ég bjóst ekki við þetta stórri tölu.“ Góð nefndaseta getur komið sér vel En er hægt að segja að valdaflokkarnir noti þetta hreinlega til að gauka góðu að flokkshollum til að þétta raðirnar? „Ég veit það ekki. En það er sá grunur sem læðist að manni. Maður heyrði eitthvað slíkt í sambandi víð ýmsar slitastjórnir, að þar kæmu lögfræðingar sem þurfi að fá smá bita. Og ekki ólíklegt að það sé í einhverjum svona nefndum hingað og þangað. En hversu mikið er skipað af kerfinu og svo pólitíkinni liggur ekki fyrir. En fjöldinn er stjarnfræðilegur.“ Björn Leví segir óvarlegt að fjölyrða um þetta atriði en hér bjóðist óvænt ákveðin yfirsýn, ástæða til að spyrja nánar ef menn reka augu í eitthvað sem fólk klóri sér í kolli yfir. „Fyrsta sem ég sá var fjöldinn. Kannski eru ástæður fyrir því að það sé nauðsynlegt að hafa allar þessar nefndir fram og til baka, ég veit það ekki. En mér finnst þetta of há tala.“ Tengd skjöl Svar_til_fjárlaganefndar_-_umbætur_og_málefnasvið_5_(1)_(1)PDF157KBSækja skjal Yfirlit_yfir_nefndir_STJR_svar_til_fjárlaganefndar_(1)PDF645KBSækja skjal
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira