Halla orðin vinsælasta plan B Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2024 19:00 Halla Tómasdóttir er ekki bara vinsælasta plan B heldur er hún forstjóri B Team. Vísir/Vilhelm Tæplega fjórðungur landsmanna myndi kjósa Höllu Tómasdóttur ef þeirra fyrsti kostur væri ekki í boði. Þrisvar sinnum fleiri setja hana sem sitt plan B nú en fyrir mánuði. Á sama tíma og flestir myndu kjósa Katrínu eru enn fleiri sem geta ekki hugsað sér hana sem forseta. Töluverðar vendingar eru í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu sem fjallað var um í kvöldfréttum okkar. Katrín Jakobsdóttir er með 25,7 prósenta fylgi og hefur fylgi hennar í könnunum Maskínu svo til staðið í stað undanfarinn mánuð. Halla Tómasdóttir kemur nú næst á eftir Katrínu með 18,6 prósenta fylgi. Hún hefur fimmfaldað fylgi sitt miðað við lægstu mælingu sína í Maskínukönnunum. Ekki er marktækur munu á Höllu og Baldri Þórhallssyni sem er með 18,2 prósent og sömu sögu er að segja um Höllu Hrund Logadóttur sem er með 16,6 prósent fylgi. Hún mældist mest með 29,7 prósenta fylgi fyrir tveimur vikum. Jón Gnarr er með 12,4 prósenta fylgi og hefur það verið stöðugt í síðustu fjórum könnunum. Sá möguleiki er fyrir hendi að forsetaefni dragi framboð sitt til baka. Því er áhugavert að skoða hvern landsmenn gætu hugsað sér væri þeirra forsetaefni ekki í framboði. Halla Tómasdóttir skýst upp fyrir Baldur Þórhallsson í þeirra mælingu. Mælist með 23,5 prósent en Baldur með 21,6 prósent. Halla Hrund er þriðja með 15,5 prósent og Jón Gnarr 14,3 prósent. Katrín er svo fimmta en 12,4 prósent eru með hana sem varaplan. Hér má sjá vinsælasta plan B hjá kjósendum. Þá voru þátttakendur í könnuninni spurðir að því hvern af þeim fimm sem mælast með mest fylgi þeir vildu síst vilja kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun. Langflestir geta ekki hugsað sér Katrínu sem forseta eða 42,4 prósent. Samkvæmt því eru töluvert fleiri sem vilja hana ekki sem forseta en ætla að greiða henni atkvæði. Þetta hlutfall hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu þremur könnunum. Hér má sjá hvaða forsetaframbjóðenda kjósendur vilja síst sjá kosinn. Jón Gnarr kemur næstur á eftir Katrínu en 21,8 prósent gætu ekki hugsað sér hann sem forseta. Það hlutfall hefur lækkað úr 32,4 prósentum frá 8. maí. Á sama tíma hefur hlutfalli fólks sem gæti ekki hugsað sér Höllu Hrund sem forseta fjölgað úr 11,8 prósentum í 19,2 prósent. Þá geta 9,2 prósent ekki hugsað sér Baldur Þórhallsson en hlutfallið er 7,4 prósent hjá Höllu Tómasdóttur. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Töluverðar vendingar eru í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu sem fjallað var um í kvöldfréttum okkar. Katrín Jakobsdóttir er með 25,7 prósenta fylgi og hefur fylgi hennar í könnunum Maskínu svo til staðið í stað undanfarinn mánuð. Halla Tómasdóttir kemur nú næst á eftir Katrínu með 18,6 prósenta fylgi. Hún hefur fimmfaldað fylgi sitt miðað við lægstu mælingu sína í Maskínukönnunum. Ekki er marktækur munu á Höllu og Baldri Þórhallssyni sem er með 18,2 prósent og sömu sögu er að segja um Höllu Hrund Logadóttur sem er með 16,6 prósent fylgi. Hún mældist mest með 29,7 prósenta fylgi fyrir tveimur vikum. Jón Gnarr er með 12,4 prósenta fylgi og hefur það verið stöðugt í síðustu fjórum könnunum. Sá möguleiki er fyrir hendi að forsetaefni dragi framboð sitt til baka. Því er áhugavert að skoða hvern landsmenn gætu hugsað sér væri þeirra forsetaefni ekki í framboði. Halla Tómasdóttir skýst upp fyrir Baldur Þórhallsson í þeirra mælingu. Mælist með 23,5 prósent en Baldur með 21,6 prósent. Halla Hrund er þriðja með 15,5 prósent og Jón Gnarr 14,3 prósent. Katrín er svo fimmta en 12,4 prósent eru með hana sem varaplan. Hér má sjá vinsælasta plan B hjá kjósendum. Þá voru þátttakendur í könnuninni spurðir að því hvern af þeim fimm sem mælast með mest fylgi þeir vildu síst vilja kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun. Langflestir geta ekki hugsað sér Katrínu sem forseta eða 42,4 prósent. Samkvæmt því eru töluvert fleiri sem vilja hana ekki sem forseta en ætla að greiða henni atkvæði. Þetta hlutfall hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu þremur könnunum. Hér má sjá hvaða forsetaframbjóðenda kjósendur vilja síst sjá kosinn. Jón Gnarr kemur næstur á eftir Katrínu en 21,8 prósent gætu ekki hugsað sér hann sem forseta. Það hlutfall hefur lækkað úr 32,4 prósentum frá 8. maí. Á sama tíma hefur hlutfalli fólks sem gæti ekki hugsað sér Höllu Hrund sem forseta fjölgað úr 11,8 prósentum í 19,2 prósent. Þá geta 9,2 prósent ekki hugsað sér Baldur Þórhallsson en hlutfallið er 7,4 prósent hjá Höllu Tómasdóttur.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira