„Frammistaðan til fyrirmyndar í dag“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 26. maí 2024 19:31 Jökull Elísabetarson í leik dagsins. Vísir/Anton Brink Jökull Elísabetarson var kampakátur með gríðarlega öruggan 5-0 sigur Stjörnunnar á KA í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Stjarnan fór hamförum á sínum heimavelli gegn lánlausum Akureyringum sem sáu ekki til sólar. „Þetta leit kannski út fyrir að vera þægilegt. En mér fannst samt alltaf eins og þeir gætu náð inn marki. Þá hefði þetta orðið leikur. Mér fannst við gera mjög margt vel í dag og heilt yfir frábærir. Það eru einhver augnablik sem við getum gert betur en heilt yfir frábær leikur.“ sagði Jökull og bætti við um frammistöðu liðsins. „Frammistaðan var til fyrirmyndar í dag, hjá öllum. Það komu allir inn með kraft og ætluðu að ýta okkur hærra og lengra og gera meira. Frábærir í dag.“ Margir leikmenn áttu góða frammistöðu í dag og þá sérstaklega uppaldir Stjörnumenn í þeim Róberti Frosta, Helga Fróða og Örvari Loga sem dæmi. Jökull tók undir það að það væri sérlega ánægjulegt og bætti við: „Frábært að fá frammistöðu frá þessum mönnum. Svo kemur Haukur Brink inná með krafti. Hann er að byrja að fá mínútur. Einnig Alexander Máni sem kemur inn í fyrsta sinn. Líka bara hinir, varnarlínan okkar er frábær og Árni í markinu. Stjórnunin varnarlega var alveg brilljant. Það er svo margt og ég er gríðarlega ánægður með alla í dag.“ Jökull ræðir við fjórða dómara leiksins.Vísir/Anton Brink Byrjun Stjörnunnar á tímabilinu hefur ekki verið sannfærandi en liðið er komið aftur á sigurbraut eftir erfitt tap í síðustu umferð. Getur Stjarnan spyrnt sér af stað eftir þennan sigur? „Ég veit það ekki. Það er búið að tala svo oft um þessa tvo fyrstu leiki. Í dag er bara tækifæri til að fagna þessum leik, hann var frábær. Á morgun er síðan tækifæri til að undirbúa okkur vel fyrir næsta leik. Það er ekkert hægt að gera þetta öðruvísi. Það er stutt í næsta leik á móti Val þannig það er bara full einbeiting.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Körfubolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
„Þetta leit kannski út fyrir að vera þægilegt. En mér fannst samt alltaf eins og þeir gætu náð inn marki. Þá hefði þetta orðið leikur. Mér fannst við gera mjög margt vel í dag og heilt yfir frábærir. Það eru einhver augnablik sem við getum gert betur en heilt yfir frábær leikur.“ sagði Jökull og bætti við um frammistöðu liðsins. „Frammistaðan var til fyrirmyndar í dag, hjá öllum. Það komu allir inn með kraft og ætluðu að ýta okkur hærra og lengra og gera meira. Frábærir í dag.“ Margir leikmenn áttu góða frammistöðu í dag og þá sérstaklega uppaldir Stjörnumenn í þeim Róberti Frosta, Helga Fróða og Örvari Loga sem dæmi. Jökull tók undir það að það væri sérlega ánægjulegt og bætti við: „Frábært að fá frammistöðu frá þessum mönnum. Svo kemur Haukur Brink inná með krafti. Hann er að byrja að fá mínútur. Einnig Alexander Máni sem kemur inn í fyrsta sinn. Líka bara hinir, varnarlínan okkar er frábær og Árni í markinu. Stjórnunin varnarlega var alveg brilljant. Það er svo margt og ég er gríðarlega ánægður með alla í dag.“ Jökull ræðir við fjórða dómara leiksins.Vísir/Anton Brink Byrjun Stjörnunnar á tímabilinu hefur ekki verið sannfærandi en liðið er komið aftur á sigurbraut eftir erfitt tap í síðustu umferð. Getur Stjarnan spyrnt sér af stað eftir þennan sigur? „Ég veit það ekki. Það er búið að tala svo oft um þessa tvo fyrstu leiki. Í dag er bara tækifæri til að fagna þessum leik, hann var frábær. Á morgun er síðan tækifæri til að undirbúa okkur vel fyrir næsta leik. Það er ekkert hægt að gera þetta öðruvísi. Það er stutt í næsta leik á móti Val þannig það er bara full einbeiting.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Körfubolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira