Myndi ekki syrgja brotthvarf neftóbaksins Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2024 10:00 Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármálaráðherra. Vísir/Sigurjón Fjármálaráðherra segir það gleðitíðindi að sala á íslensku neftóbaki dragist saman. Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða. Í formála forstjóra ÁTVR í ársskýrslu verslunarinnar kemur fram að neftóbakssala haldi áfram að dragast saman og varar hann við að ef svo fer sem horfir sé það tímaspursmál hvenær framleiðslu þess verður hætt. Neftóbakið á sér sterkar rætur í íslenskri menningu. Eldri kynslóðirnar taka það í nefið á meðan þær yngri troða því upp í efri vörina á sér. Það er þó að draga úr vinsældum þess og nikótínpúðarnir að koma sterkir inn enda töluvert ódýrari en íslenska baggið. Eins og forstjóri ÁTVR orðar það, nikótínpúðarnir eru að taka yfir markaðinn. Klippa: Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða ÁTVR er undir fjármálaráðuneytinu og segir ráðherra það gleðiefni að sala neftóbaks sé að dragast saman. „Ég hef líka áhyggjur af því að þessi nikótínpúðanotkun hafi aukist svona stórkostlega. Ég hef verið að skoða það hvort það sé ekki eðlilegt að það sé skattlagt eða lögð einhver gjöld á þá á sama tíma og við erum sannarlega búin að hækka verulega gjöld á íslenska neftóbakið,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi hefur í gegnum árin sjálfur tekið í nefið og vakti það mikla athygli árið 2021 þegar það sást til hans að fá sér í nefið í fréttum Ríkisútvarpsins. Sigurður Ingi var gripinn glóðvolgur við að fá sér í nefið í fréttatíma RÚV árið 2021.RÚV Þú persónulega, myndir þú syrgja neftóbakið? „Nei, þetta er svona eilífðarbarátta að hætta því. Nú er ég til dæmis á tímabilinu þar sem ég er ekki að taka í nefið, þannig að ég gleðst nú yfir því,“ segir Sigurður Ingi. Nikótínpúðar Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Heilsa Fíkn Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira
Í formála forstjóra ÁTVR í ársskýrslu verslunarinnar kemur fram að neftóbakssala haldi áfram að dragast saman og varar hann við að ef svo fer sem horfir sé það tímaspursmál hvenær framleiðslu þess verður hætt. Neftóbakið á sér sterkar rætur í íslenskri menningu. Eldri kynslóðirnar taka það í nefið á meðan þær yngri troða því upp í efri vörina á sér. Það er þó að draga úr vinsældum þess og nikótínpúðarnir að koma sterkir inn enda töluvert ódýrari en íslenska baggið. Eins og forstjóri ÁTVR orðar það, nikótínpúðarnir eru að taka yfir markaðinn. Klippa: Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða ÁTVR er undir fjármálaráðuneytinu og segir ráðherra það gleðiefni að sala neftóbaks sé að dragast saman. „Ég hef líka áhyggjur af því að þessi nikótínpúðanotkun hafi aukist svona stórkostlega. Ég hef verið að skoða það hvort það sé ekki eðlilegt að það sé skattlagt eða lögð einhver gjöld á þá á sama tíma og við erum sannarlega búin að hækka verulega gjöld á íslenska neftóbakið,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi hefur í gegnum árin sjálfur tekið í nefið og vakti það mikla athygli árið 2021 þegar það sást til hans að fá sér í nefið í fréttum Ríkisútvarpsins. Sigurður Ingi var gripinn glóðvolgur við að fá sér í nefið í fréttatíma RÚV árið 2021.RÚV Þú persónulega, myndir þú syrgja neftóbakið? „Nei, þetta er svona eilífðarbarátta að hætta því. Nú er ég til dæmis á tímabilinu þar sem ég er ekki að taka í nefið, þannig að ég gleðst nú yfir því,“ segir Sigurður Ingi.
Nikótínpúðar Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Heilsa Fíkn Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira