Huldumaður bað um skóflu, límband, hanska og kúbein Jón Þór Stefánsson skrifar 27. maí 2024 19:06 Fjórir menn hafa verið sakfelldir í stóra kókaínmálinu, en lögreglan telur ljóst að fimmta manninn vanti og grunar að sá gæti verið Pétur Jökull. Vísir Gæsluvarðhald Péturs Jökuls Jónassonar hefur verið framlengt til átjánda júní næstkomandi, en hann hefur verið ákærður fyrir meintan þátt sinn í stóra kókaínmálinu. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur hefur staðfest, koma fram upplýsingar um samskipti í gegnum samfélagsmiðillinn Signal og símtöl sem talin eru tengjast málinu. Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru dæmdir í málinu í fyrra en lögreglan taldi ljóst að fimmti maðurinn væri viðriðinn málið og grunar henni að Pétur Jökull sé sá maður. Samskipti eins sakborninga stóra kókaínmálsins, sem nú hefur hlotið dóm, við þrjá aðganga eru rakin í úrskurðinum. Sakborningurinn segist telja sama manninn á bak við alla þrjá aðgangana, en lögregla telur umræddan mann vera Pétur Jökul. Skófla, töskur og kúbein Í samskiptum við einn þessara Signal-aðganga ræddi áðurnefndur sakborningur um leiguhúsnæði þar sem hann átti eftir að losa kókaínið úr timbrinu. Huldumaðurinn hafi beðið sakborninginn um að kaupa skóflu, töskur, límband, einnota hanska og kúbein. Ekki kemur fram í úrskurðinum hver tilgangurinn hafi verið með þessum munum, eða þá hvort lögreglan viti yfir höfuð hver hann hafi verið. Einnig er fjallað um samskipti sakborningsins við annan Signal-aðganginn, en fjallað hefur verið nánar um þau áður en lesa má um þau hér. Sakborningurinn og sá sem fór fyrir aðganginum, huldumaðurinn, hittust í nokkur skipti í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan leitaði í myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu og sáu hvar sakborningurinn hitti huldumanninn. Ekki sást í andlit huldumannsins en engu að síður renndi þetta stoðum undir að um væri að ræða Pétur Jökul. Fór út sama dag og Pétur Jökull Notandi þriðji aðgangsins hringdi í sakborninginn þegar hann var að taka kókaínið úr timbrinu, daginn sem sá síðarnefndi var handtekinn. Þá reyndi hann að hringja í hann nokkrum sinnum þann dag. Lögreglan segir símagögn benda til þess að notandi þessa þriðja aðgangs og Pétur Jökull hafi farið út fyrir landsteinana á sama degi. Líkt og áður segir vill sakborningurinn meina að sami maður sé á bak við aðgangana þrjá. Og lögreglan telur þann mann vera Pétur Jökul. Þar að auki er lítillega rætt um símtöl sakborningsins við ótilgreindan einstakling í úrskurðinum, en lítið kemur fram um þau nema að þau hafi farið fram á íslensku. Pétur Jökull var eftirlýstur af Interpol í byrjun árs en kom sjálfviljugur til landsins í lok febrúar og var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02 Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Timbursalinn kominn í opið úrræði Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. 25. nóvember 2023 11:43 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Sjá meira
Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur hefur staðfest, koma fram upplýsingar um samskipti í gegnum samfélagsmiðillinn Signal og símtöl sem talin eru tengjast málinu. Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru dæmdir í málinu í fyrra en lögreglan taldi ljóst að fimmti maðurinn væri viðriðinn málið og grunar henni að Pétur Jökull sé sá maður. Samskipti eins sakborninga stóra kókaínmálsins, sem nú hefur hlotið dóm, við þrjá aðganga eru rakin í úrskurðinum. Sakborningurinn segist telja sama manninn á bak við alla þrjá aðgangana, en lögregla telur umræddan mann vera Pétur Jökul. Skófla, töskur og kúbein Í samskiptum við einn þessara Signal-aðganga ræddi áðurnefndur sakborningur um leiguhúsnæði þar sem hann átti eftir að losa kókaínið úr timbrinu. Huldumaðurinn hafi beðið sakborninginn um að kaupa skóflu, töskur, límband, einnota hanska og kúbein. Ekki kemur fram í úrskurðinum hver tilgangurinn hafi verið með þessum munum, eða þá hvort lögreglan viti yfir höfuð hver hann hafi verið. Einnig er fjallað um samskipti sakborningsins við annan Signal-aðganginn, en fjallað hefur verið nánar um þau áður en lesa má um þau hér. Sakborningurinn og sá sem fór fyrir aðganginum, huldumaðurinn, hittust í nokkur skipti í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan leitaði í myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu og sáu hvar sakborningurinn hitti huldumanninn. Ekki sást í andlit huldumannsins en engu að síður renndi þetta stoðum undir að um væri að ræða Pétur Jökul. Fór út sama dag og Pétur Jökull Notandi þriðji aðgangsins hringdi í sakborninginn þegar hann var að taka kókaínið úr timbrinu, daginn sem sá síðarnefndi var handtekinn. Þá reyndi hann að hringja í hann nokkrum sinnum þann dag. Lögreglan segir símagögn benda til þess að notandi þessa þriðja aðgangs og Pétur Jökull hafi farið út fyrir landsteinana á sama degi. Líkt og áður segir vill sakborningurinn meina að sami maður sé á bak við aðgangana þrjá. Og lögreglan telur þann mann vera Pétur Jökul. Þar að auki er lítillega rætt um símtöl sakborningsins við ótilgreindan einstakling í úrskurðinum, en lítið kemur fram um þau nema að þau hafi farið fram á íslensku. Pétur Jökull var eftirlýstur af Interpol í byrjun árs en kom sjálfviljugur til landsins í lok febrúar og var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02 Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Timbursalinn kominn í opið úrræði Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. 25. nóvember 2023 11:43 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Sjá meira
Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02
Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17
Timbursalinn kominn í opið úrræði Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. 25. nóvember 2023 11:43