Útnefna Biden rafrænt til að koma honum örugglega á kjörseðilinn Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2024 09:19 Joe Biden kemst ekki á kjörseðilinn í Ohio að óbreyttu því landsfundur demókratar þar sem átti að útnefna hann formlega fer fram eftir að framboðsfrestur rennur út. AP/Alex Brandon Landsnefnd Demókrataflokksins undirbýr nú að útnefna Joe Biden forsetaframbjóðanda flokksins rafrænt áður en landsfundur verður haldinn í ágúst. Demókratar grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að Biden verði á kjörseðlinum í öllum ríkjum. Bandarískir forsetaframbjóðendur eru yfirleitt útnefndir við pomp og prakt á íburðarmiklum landsfundum eftir mánaðalangt forval flokkanna. Demókratar halda sinn landsfund í Chicago í Illinois 19.-22. ágúst í ár. Það er tveimur vikum eftir að frestur til þess að staðfesta framboð rennur út í Ohio. Sama staða kom upp í Alabama en ríkisþingið þar seinkaði frestinum og ríkisstjórinn, sem er repúblikani, staðfesti þau hratt. Erfiðlegar hefur gengið að rýmka tímamörkin í Ohio þrátt fyrir að ríkisþingið þar hafi áður breytt tímamörkum fyrir frambjóðendur beggja flokka. Pattastaða er á ríkisþinginu, að sögn Washington Post. Mike DeWine, ríkisstjóri og repúblikani, boðaði til aukaþingfundar vegna stöðunnar sem verður haldinn í dag. Engu að síður óttast demókratar að annað og ótengt mál um breytingar á lögum um kosningaframlög sem DeWine setti á dagskrá fundarins eigi eftir að koma í veg fyrir að fresturinn verði rýmkaður. „Joe Biden verður á kjörseðlinum í Ohio og öllum ríkjunum fimmtíu og repúblikanar í Ohio eru sammála. En þegar til kastanna hefur komið hafa þeir látið hjá liggja að grípa til aðgerða þannig að við demókratar lendum þessari flugvél sjálfir,“ sagði Jaime Harrison, formaður landsnefndar Demókrataflokksins (DNC). Með því að útnefna forsetaframbjóðanda sinn með rafrænu nafnakalli komi demókratar í veg fyrir að repúblikanar hindri framgang lýðræðisins með vanhæfni eða pólitískum klækjum, að sögn Harrisson. Ekki er búið að ákveða hvenær útnefningin fer fram en það verður fyrir núverandi framboðsfrest í Ohio, 7. ágúst. Öll landsnefndin þarf að samþykkja fyrirkomulagið. Fyrirkomulagið er sagt verða með svipuðu sniði og árið 2020 þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar varð þess valdandi að landsfundur demókratar fór fram rafrænt, að sögn AP-fréttastofunnar. Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Bandarískir forsetaframbjóðendur eru yfirleitt útnefndir við pomp og prakt á íburðarmiklum landsfundum eftir mánaðalangt forval flokkanna. Demókratar halda sinn landsfund í Chicago í Illinois 19.-22. ágúst í ár. Það er tveimur vikum eftir að frestur til þess að staðfesta framboð rennur út í Ohio. Sama staða kom upp í Alabama en ríkisþingið þar seinkaði frestinum og ríkisstjórinn, sem er repúblikani, staðfesti þau hratt. Erfiðlegar hefur gengið að rýmka tímamörkin í Ohio þrátt fyrir að ríkisþingið þar hafi áður breytt tímamörkum fyrir frambjóðendur beggja flokka. Pattastaða er á ríkisþinginu, að sögn Washington Post. Mike DeWine, ríkisstjóri og repúblikani, boðaði til aukaþingfundar vegna stöðunnar sem verður haldinn í dag. Engu að síður óttast demókratar að annað og ótengt mál um breytingar á lögum um kosningaframlög sem DeWine setti á dagskrá fundarins eigi eftir að koma í veg fyrir að fresturinn verði rýmkaður. „Joe Biden verður á kjörseðlinum í Ohio og öllum ríkjunum fimmtíu og repúblikanar í Ohio eru sammála. En þegar til kastanna hefur komið hafa þeir látið hjá liggja að grípa til aðgerða þannig að við demókratar lendum þessari flugvél sjálfir,“ sagði Jaime Harrison, formaður landsnefndar Demókrataflokksins (DNC). Með því að útnefna forsetaframbjóðanda sinn með rafrænu nafnakalli komi demókratar í veg fyrir að repúblikanar hindri framgang lýðræðisins með vanhæfni eða pólitískum klækjum, að sögn Harrisson. Ekki er búið að ákveða hvenær útnefningin fer fram en það verður fyrir núverandi framboðsfrest í Ohio, 7. ágúst. Öll landsnefndin þarf að samþykkja fyrirkomulagið. Fyrirkomulagið er sagt verða með svipuðu sniði og árið 2020 þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar varð þess valdandi að landsfundur demókratar fór fram rafrænt, að sögn AP-fréttastofunnar.
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira