Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir skrifar 29. maí 2024 15:31 Náttúruauðlindir eru undirstaða velferðar Íslendinga og komandi kynslóða. Verði ég forseti Íslands mun ég stuðla að vitundarvakningu um verðmæti þeirra og mikilvægi sjálfbærrar nýtingar í víðu samhengi. Ég hef talað fyrir orkuöryggi almennings og unnið að lausnum í orkumálum landsins, meðal annars í kjölfar náttúruhamfara. Auk þess hef ég kallað eftir skýrari reglum um jarðarkaup erlendra aðila þannig að almannahagsmunir séu ætíð hafðir að leiðarljósi. Það er nánast ómögulegt að leggja of mikla áherslu á þetta. Í fyrri störfum mínum hef ég meðal annars búið á stöðum í Evrópu, Norður-Ameríku og Afríku þar sem slæm umgengni við auðlindir hefur haft neikvæð áhrif á samfélög. Þessi reynsla hefur kennt mér nauðsyn þess að hugsa til langs tíma þegar kemur að nýtingu, vernd og eignarhaldi á náttúruauðlindum. Verðmætar auðlindir heits og kalds vatns og jarðefna Forseti Íslands þarf ávallt að gæta vel að hagsmunum íslensks almennings. Reynsla mín sem orkumálastjóri, sem og störf mín á sviði auðlindamála við Harvard og á öðrum erlendum vettvangi, munu reynast vel til þess. Ég hef skrifað um mikilvægi þess að við hugum að löggjöf Íslands þegar kemur að sölu á jörðum sem eru ríkar af auðlindum og bent á að löggjöf okkar sé ekki hönnuð til að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag. Um þetta má lesa nánar í grein minni „Jarðakaup í nýjum tilgangi.“ Fjöldi íslenskra jarða sem eru ríkar af auðlindum, hvort sem um er að ræða vatn, jarðhita eða jarðefni, hefur verið seldur til erlendra aðila á undanförnum árum. Meðan flest ríki eru að kortleggja vatnsbirgðir sínar skipulega og horfa til þessara auðlinda til langs tíma virðist ekki gæta nægilegrar langtímahugsunar gagnvart eignarhaldi á þessum auðlindum hér á landi. Orkuauðlindir eiga að tilheyra þjóðinni Raforkutilskipanirnar Evrópusambandsins sem verið er að innleiða á Íslandi krefjast þess að orkumarkaðir séu samkeppnishæfir og óháðir stjórnvöldum, sem er að mörgu leyti jákvætt en getur leitt til aukins þrýstings á einkavæðingu orkufyrirtækja, sér í lagi þeirra sem leika stórt hlutverk á markaði eins og Landsvirkjun. Reikna má með að hugmyndir um slíkt muni fá byr undir báða vængi hér landi á komandi árum, samfara nýrri löggjöf, enda hafa þær reglulega komið upp hjá ráðamönnum og hagsmunaöflum, meðal annars sem lausn við skuldavanda ríkissjóðs eftir hrun. Við þurfum því að vera vakandi fyrir áhrifum regluverksins sem innleitt hefur verið. Verðmætar náttúruauðlindir á ekki að selja að þjóðinni forspurðri og vonandi kemur aldrei til þess að Alþingi afgreiði mál eins og Landsvirkjun með þeim hætti. Alþjóðaviðskipti og nýtingarleyfi Grunnur velmegunar Íslands liggur í öflugum alþjóðaviðskiptum, meðal annars með ál og sjávarfang. Miklir möguleikar tengjast líka ýmsum öðrum alþjóðlegum viðskiptum sem byggjast á íslenskum auðlindum. Alþjóðaviðskipti og fjárfestingar krefjast þess ekki að auðlindir séu seldar úr landi. Þvert á móti er hægt að laða að erlent fjármagn og stunda viðskipti með því að veita aðkomu að verkefnum í gegnum nýtingarleyfi. Slík nýtingarleyfi eru til dæmis nýtt í auðlindaríku landi eins og Ástralíu. Þar er auðlindin í raun leigð af eiganda sem fjárfestir í ólíkum verkefnum. Margar leiðir eru færar í takt við áherslur stjórnvalda. Baráttumál fortíðar og framtíðar Við getum verið þakklát fyrir margt sem vel hefur verið gert á sviði auðlindamála hér á landi. Þeirri stefnu ríkisins að virkjanir væru í innlendri eigu en kaupendur orkunnar gætu verið erlendir fjárfestar og fyrirtæki líkt og álverin er til dæmis vel lýst í ævisögu Jóhannesar Nordal. Höfum í huga að slíkt var alls ekki sjálfsagt. Í mörgum ríkjum eignuðust fyrirtæki virkjanirnar sömuleiðis og svo hefði vel getað farið hér. Þessi langtímahugsun forvera okkar tryggði að við sem samfélag eigum gríðarleg verðmæti í virkjunum landsins í dag. Í sjávarútveginum er annað gott dæmi. Þar háðum við endurtekin þorskastríð við Breta til að tryggja að við ættum fiskinn í sjónum við landið. Þótt ýmis deilumál hafi risið um kvótakerfið má samt segja að flestir séu sammála um að við getum verið þakklát þeirri niðurstöðu að takmarkanir voru settar á erlent eignarhald auðlindarinnar sjálfrar. Forseti Íslands þarf að hafa þekkingu á sviði orkumála Orku- og loftslagsmál móta alþjóðasamskipti, stríð og frið, eins og við sjáum til dæmis í Úkraínu og víðar. Samvinna milli landa mun mótast af þessum málum á næstu árum og þekking ráðamanna mun skipta miklu máli. Það er einnig mikilvægt að þekkingu um þessi mál sé miðlað til þjóðarinnar og stuðlað sé að umræðu með ábyrgum hætti. Ég mun ávallt hafa hagsmuni almennings í fyrirrúmi Hljóti ég stuðning þjóðarinnar til þess að verða forseti mun ég efla vitund okkar um verðmæti náttúru og auðlinda hennar og vera vakandi fyrir langtímahagsmunum þjóðarinnar. Náttúruauðlindir eru og eiga að vera undirstaða velferðar Íslendinga og komandi kynslóða. Það er kjarni málsins. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Orkumál Halla Hrund Logadóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Náttúruauðlindir eru undirstaða velferðar Íslendinga og komandi kynslóða. Verði ég forseti Íslands mun ég stuðla að vitundarvakningu um verðmæti þeirra og mikilvægi sjálfbærrar nýtingar í víðu samhengi. Ég hef talað fyrir orkuöryggi almennings og unnið að lausnum í orkumálum landsins, meðal annars í kjölfar náttúruhamfara. Auk þess hef ég kallað eftir skýrari reglum um jarðarkaup erlendra aðila þannig að almannahagsmunir séu ætíð hafðir að leiðarljósi. Það er nánast ómögulegt að leggja of mikla áherslu á þetta. Í fyrri störfum mínum hef ég meðal annars búið á stöðum í Evrópu, Norður-Ameríku og Afríku þar sem slæm umgengni við auðlindir hefur haft neikvæð áhrif á samfélög. Þessi reynsla hefur kennt mér nauðsyn þess að hugsa til langs tíma þegar kemur að nýtingu, vernd og eignarhaldi á náttúruauðlindum. Verðmætar auðlindir heits og kalds vatns og jarðefna Forseti Íslands þarf ávallt að gæta vel að hagsmunum íslensks almennings. Reynsla mín sem orkumálastjóri, sem og störf mín á sviði auðlindamála við Harvard og á öðrum erlendum vettvangi, munu reynast vel til þess. Ég hef skrifað um mikilvægi þess að við hugum að löggjöf Íslands þegar kemur að sölu á jörðum sem eru ríkar af auðlindum og bent á að löggjöf okkar sé ekki hönnuð til að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag. Um þetta má lesa nánar í grein minni „Jarðakaup í nýjum tilgangi.“ Fjöldi íslenskra jarða sem eru ríkar af auðlindum, hvort sem um er að ræða vatn, jarðhita eða jarðefni, hefur verið seldur til erlendra aðila á undanförnum árum. Meðan flest ríki eru að kortleggja vatnsbirgðir sínar skipulega og horfa til þessara auðlinda til langs tíma virðist ekki gæta nægilegrar langtímahugsunar gagnvart eignarhaldi á þessum auðlindum hér á landi. Orkuauðlindir eiga að tilheyra þjóðinni Raforkutilskipanirnar Evrópusambandsins sem verið er að innleiða á Íslandi krefjast þess að orkumarkaðir séu samkeppnishæfir og óháðir stjórnvöldum, sem er að mörgu leyti jákvætt en getur leitt til aukins þrýstings á einkavæðingu orkufyrirtækja, sér í lagi þeirra sem leika stórt hlutverk á markaði eins og Landsvirkjun. Reikna má með að hugmyndir um slíkt muni fá byr undir báða vængi hér landi á komandi árum, samfara nýrri löggjöf, enda hafa þær reglulega komið upp hjá ráðamönnum og hagsmunaöflum, meðal annars sem lausn við skuldavanda ríkissjóðs eftir hrun. Við þurfum því að vera vakandi fyrir áhrifum regluverksins sem innleitt hefur verið. Verðmætar náttúruauðlindir á ekki að selja að þjóðinni forspurðri og vonandi kemur aldrei til þess að Alþingi afgreiði mál eins og Landsvirkjun með þeim hætti. Alþjóðaviðskipti og nýtingarleyfi Grunnur velmegunar Íslands liggur í öflugum alþjóðaviðskiptum, meðal annars með ál og sjávarfang. Miklir möguleikar tengjast líka ýmsum öðrum alþjóðlegum viðskiptum sem byggjast á íslenskum auðlindum. Alþjóðaviðskipti og fjárfestingar krefjast þess ekki að auðlindir séu seldar úr landi. Þvert á móti er hægt að laða að erlent fjármagn og stunda viðskipti með því að veita aðkomu að verkefnum í gegnum nýtingarleyfi. Slík nýtingarleyfi eru til dæmis nýtt í auðlindaríku landi eins og Ástralíu. Þar er auðlindin í raun leigð af eiganda sem fjárfestir í ólíkum verkefnum. Margar leiðir eru færar í takt við áherslur stjórnvalda. Baráttumál fortíðar og framtíðar Við getum verið þakklát fyrir margt sem vel hefur verið gert á sviði auðlindamála hér á landi. Þeirri stefnu ríkisins að virkjanir væru í innlendri eigu en kaupendur orkunnar gætu verið erlendir fjárfestar og fyrirtæki líkt og álverin er til dæmis vel lýst í ævisögu Jóhannesar Nordal. Höfum í huga að slíkt var alls ekki sjálfsagt. Í mörgum ríkjum eignuðust fyrirtæki virkjanirnar sömuleiðis og svo hefði vel getað farið hér. Þessi langtímahugsun forvera okkar tryggði að við sem samfélag eigum gríðarleg verðmæti í virkjunum landsins í dag. Í sjávarútveginum er annað gott dæmi. Þar háðum við endurtekin þorskastríð við Breta til að tryggja að við ættum fiskinn í sjónum við landið. Þótt ýmis deilumál hafi risið um kvótakerfið má samt segja að flestir séu sammála um að við getum verið þakklát þeirri niðurstöðu að takmarkanir voru settar á erlent eignarhald auðlindarinnar sjálfrar. Forseti Íslands þarf að hafa þekkingu á sviði orkumála Orku- og loftslagsmál móta alþjóðasamskipti, stríð og frið, eins og við sjáum til dæmis í Úkraínu og víðar. Samvinna milli landa mun mótast af þessum málum á næstu árum og þekking ráðamanna mun skipta miklu máli. Það er einnig mikilvægt að þekkingu um þessi mál sé miðlað til þjóðarinnar og stuðlað sé að umræðu með ábyrgum hætti. Ég mun ávallt hafa hagsmuni almennings í fyrirrúmi Hljóti ég stuðning þjóðarinnar til þess að verða forseti mun ég efla vitund okkar um verðmæti náttúru og auðlinda hennar og vera vakandi fyrir langtímahagsmunum þjóðarinnar. Náttúruauðlindir eru og eiga að vera undirstaða velferðar Íslendinga og komandi kynslóða. Það er kjarni málsins. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun