Magnaðar vendingar í kapphlaupinu á Bessastaði Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2024 14:51 Eiríkur Bergmann segir þetta magnaðar vendingar og fyrir liggi að kosningarnar verði þær mest spennandi í manna minnum. vísir/steingrímur Dúi Eiríkur Bergmann stjórnmálaprófessor segist nú ekki þora fyrir sitt litla líf að spá fyrir um hver endar sem forseti Íslands. „Þetta eru magnaðar vendingar. Og þá bara í kosningabaráttunni yfirleitt. Þarna er kominn lokasprettur, Höllur hafa skipt um stað í því að mega teljast keppinautur Katrínar,“ segir Eiríkur. Hann er staddur á Spáni en Vísir fékk hann til að skoða með sér niðurstöður nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Stöð 2 og Vísi. Eiríkur segir baráttuna hafa, að verulegu leyti, staðið um hver gæti reynst helsti keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Já, hver gæti skákað henni? Fyrir einhverju síðan gat maður slegið því nánast föstu að Halla Hrund Logadóttir væri sú. Þannig leit það út og á tímabili skaust hún langt upp fyrir Katrínu. En nú hafa þær Höllur Hrund og Tómasdóttir skipt um stað.“ Treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslit Eiríkur heldur áfram að rýna í niðurstöður könnunarinnar og segir að Baldur Þórhallsson hafi í raun aldrei náð að marka sér stöðu sem raunverulegur kandídat. „Nema bara þarna rétt í blábyrjun. Maður hefur verið að reyna að sjá hver myndi ná þessari stöðu og á lokasprettinum er orðið augljóst að það sem ég hélt að væri milli Katrínar og Höllu Hrundar er nú keppni milli Katrínar og Höllu Tómasdóttur. Sem er stórmerkilegt.“ Eiríkur rekur feril Höllu Tómasdóttur sem hann segir afar athyglisverðan, að hún hafi farið úr því að mælast með fáein prósent lengi framan af. „Hún náði ekki tveggja stafa tölu og stendur nún jafnfætis Katrínu Jakobsdóttur! Það er feikilegur árangur. Ég treysti mér ekki á þessari stundu til að spá fyrir um úrslit milli þessara tveggja.“ Eiríkur segir að framan af hefði hann treyst sér til að giska á Katrínu sem þá sigurstranglegustu. En nú sé engu hægt að slá föstu. „Og það sem meira er; Halla er í sókn og sú sókn getur haldið áfram. Katrín hafði áður lent í vörn en samt sem áður, þá er þetta ótrúlega merkilegt.“ Baldur og Jón eiga of langt í land Kosningarnar eru orðnar æsispennandi. Eiríkur bendir á að menn hafi verið að líkja kosningunum saman við það þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin 1980, og þá milli þeirra fjögurra sem þá voru í framboði. En það megi jafnvel segja að nú sé enn meiri spenna. „Vendingarnar eru slíkar. Og að mælingin sé þannig að þær séu hnífjafnar veldur því að það er engin leið að sjá fyrir um úrslitum.“ En hvað þá með þá Baldur og Jón Gnarr, má afskrifa þá? „Maður vill kannski aldrei nota svoleiðis orð en þeir eiga það langt í land að það er ólíklegt að þeir muni ná í mark. Það er líka algjörlega ótrúlegt að það eru þrjár konur sem eiga raunverulega möguleika.“ En var það ekki fyrirséð, var sú ekki krafan að kona yrði forseti? „Jú, ég held að það hafi verið sterk ósk margra en að þrjár konur yrðu efstar áður en kæmi að karli, það er næsta einstæð staða. Ég man ekki eftir öðru eins. Og jafnvel þó litið sé langt út fyrir svið forsetakosninga, þetta er ótrúlegt og segir mikla sögu um þjóðfélagsþróun.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
„Þetta eru magnaðar vendingar. Og þá bara í kosningabaráttunni yfirleitt. Þarna er kominn lokasprettur, Höllur hafa skipt um stað í því að mega teljast keppinautur Katrínar,“ segir Eiríkur. Hann er staddur á Spáni en Vísir fékk hann til að skoða með sér niðurstöður nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Stöð 2 og Vísi. Eiríkur segir baráttuna hafa, að verulegu leyti, staðið um hver gæti reynst helsti keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Já, hver gæti skákað henni? Fyrir einhverju síðan gat maður slegið því nánast föstu að Halla Hrund Logadóttir væri sú. Þannig leit það út og á tímabili skaust hún langt upp fyrir Katrínu. En nú hafa þær Höllur Hrund og Tómasdóttir skipt um stað.“ Treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslit Eiríkur heldur áfram að rýna í niðurstöður könnunarinnar og segir að Baldur Þórhallsson hafi í raun aldrei náð að marka sér stöðu sem raunverulegur kandídat. „Nema bara þarna rétt í blábyrjun. Maður hefur verið að reyna að sjá hver myndi ná þessari stöðu og á lokasprettinum er orðið augljóst að það sem ég hélt að væri milli Katrínar og Höllu Hrundar er nú keppni milli Katrínar og Höllu Tómasdóttur. Sem er stórmerkilegt.“ Eiríkur rekur feril Höllu Tómasdóttur sem hann segir afar athyglisverðan, að hún hafi farið úr því að mælast með fáein prósent lengi framan af. „Hún náði ekki tveggja stafa tölu og stendur nún jafnfætis Katrínu Jakobsdóttur! Það er feikilegur árangur. Ég treysti mér ekki á þessari stundu til að spá fyrir um úrslit milli þessara tveggja.“ Eiríkur segir að framan af hefði hann treyst sér til að giska á Katrínu sem þá sigurstranglegustu. En nú sé engu hægt að slá föstu. „Og það sem meira er; Halla er í sókn og sú sókn getur haldið áfram. Katrín hafði áður lent í vörn en samt sem áður, þá er þetta ótrúlega merkilegt.“ Baldur og Jón eiga of langt í land Kosningarnar eru orðnar æsispennandi. Eiríkur bendir á að menn hafi verið að líkja kosningunum saman við það þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin 1980, og þá milli þeirra fjögurra sem þá voru í framboði. En það megi jafnvel segja að nú sé enn meiri spenna. „Vendingarnar eru slíkar. Og að mælingin sé þannig að þær séu hnífjafnar veldur því að það er engin leið að sjá fyrir um úrslitum.“ En hvað þá með þá Baldur og Jón Gnarr, má afskrifa þá? „Maður vill kannski aldrei nota svoleiðis orð en þeir eiga það langt í land að það er ólíklegt að þeir muni ná í mark. Það er líka algjörlega ótrúlegt að það eru þrjár konur sem eiga raunverulega möguleika.“ En var það ekki fyrirséð, var sú ekki krafan að kona yrði forseti? „Jú, ég held að það hafi verið sterk ósk margra en að þrjár konur yrðu efstar áður en kæmi að karli, það er næsta einstæð staða. Ég man ekki eftir öðru eins. Og jafnvel þó litið sé langt út fyrir svið forsetakosninga, þetta er ótrúlegt og segir mikla sögu um þjóðfélagsþróun.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira