Ástæður til að kjósa Jón Gnarr Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 1. júní 2024 18:07 Mér finnst það góð pæling, að tala ekki bara um hvað maður hyggist kjósa heldur einnig hvers vegna. Aðeins snúnara í forsetakosningum vegna þess að embættið er ekki jafn pólitískt og t.d. Alþingi. En ég ætla að kjósa Jón Gnarr. Og mig langar að útskýra hvers vegna. Auðvitað þekkjum við alveg Jón Gnarr sem persónu og leikanda í samfélaginu, sem skemmtikraft og borgarstjóra. Fyrir framboðstilkynningu hans var mér sjálfum samt ekki alveg ljóst hvers konar forseti hann yrði nema að sennilega myndi hann allavega segja fyndna hluti. Í framboðtilkynningunni hans kom þó ýmislegt fram sem höfðaði til mín, en þar var í sér í lagi eitt: "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring. Ég þekki það ágætlega eftir að hafa verið borgarstjóri Reykjavíkur á erfiðum tíma í sögu borgarinnar." Ekki það róttækasta sem frambjóðandi hefur sagt, og kannski er ekki augljóst hvers vegna þetta höfðaði svona sérstaklega til mín, í samhengi við allt hitt. En þetta segir margt um frambjóðandann með hliðsjón af sögu hans í stjórnmálum áður. Jón Gnarr fór í grínframboð í Reykjavík á sínum tíma, eftir áralanga skálmöld í borgarstjórn, svik á alla vegu og almennt óstarfhæfa borgarstjórn. Ástandið var þannig að fæstum kjósendum tókst einu sinni að fylgjast með og var því gjarnan lýst sem sirkus eða leikhúsi fáránleikans. Eins og einn kjósandi svaraði fréttamanni svo eftirminnilega; "Tjah, á maður að kjósa einhvern hlægilegan grínflokk, eða Besta Flokkinn?" - þannig var staðan. Fólk var komið með meira en nóg af borgarpólitíkinni og þess vegna vildi fólk frekar sjá hvað gerðist ef það kysi einhvern sem væri í alvörunni bara að djóka. Ekkert gat verið verra en þessi farsi sem kjósendur bjuggu við. Nema hvað, ekki nóg það að Besti Flokkurinn hafi unnið, heldur urðu kaflaskipti í pólitíkinni í Reykjavík. Auðvitað ekki smjör á hverju strái, enda ekki síður efnahagslega erfiðir tímar, en borgarstjórn varð allavega starfhæf. Það voru nefnilega kaflaskipti í stjórn borgarinnar þegar Jón Gnarr kom inn, ekki þannig að öll málin gufuðu upp og gósentíð hafi tekið við, heldur lagaði hann pólitíkina sjálfa. Hann þurfti þess ekkert, hann var ekki einu sinni beinlínis kosinn til þess, en hann gerði það vegna þess að hann fékk óvænt tækifæri til þess. Þetta er að mínu mati mikilvægasta arfleifð Besta Flokksins; hann gerði borgarstjórn starfhæfa aftur. Síðan var Jón Gnarr borgarstjóri í kjörtímabil og ákveður þá að bjóða sig ekki fram. Enda mikilvægasta verkefninu lokið í sjálfu sér, að breyta stjórnmálamenningu borgarinnar þannig að hún standist allavega samanburð við brandara. Það var augljóst undir lokin hvað hann var orðinn þreyttur á pólitíkinni, enda er hún krefjandi á allt lífið, þ.á.m. einkalífið, eins og við þekkjum öll sem höfum starfað í henni. Þegar ég heyrði Jón Gnarr segja þessi orð; "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring.", þá heyrði ég frambjóðanda tala sem tekur starfið alvarlega, en hefur þó þá auðmýkt og æðruleysið gagnvart lífinu sem þarf til að sinna því vel. Hann varð borgarstjóri óvænt, en tekur þessa ákvörðun meðvitað. Hann þurfti þess ekkert. Þannig er Jón Gnarr sá frambjóðandi sem ég treysti best til að geta tekið við erfiðum pólitískum aðstæðum með opnum huga, auðmýkt og einlægni, án þess að taka sjálfan sig of alvarlega, og með getuna til að stunda pólitík án þess að láta pólitíkina þvælast fyrir. Sennilega eru þessir mannkostir ekki mikilvægari í neinu embætti á Íslandi heldur en embætti forseta. Af þessum ástæðum ætla ég að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Mér finnst það góð pæling, að tala ekki bara um hvað maður hyggist kjósa heldur einnig hvers vegna. Aðeins snúnara í forsetakosningum vegna þess að embættið er ekki jafn pólitískt og t.d. Alþingi. En ég ætla að kjósa Jón Gnarr. Og mig langar að útskýra hvers vegna. Auðvitað þekkjum við alveg Jón Gnarr sem persónu og leikanda í samfélaginu, sem skemmtikraft og borgarstjóra. Fyrir framboðstilkynningu hans var mér sjálfum samt ekki alveg ljóst hvers konar forseti hann yrði nema að sennilega myndi hann allavega segja fyndna hluti. Í framboðtilkynningunni hans kom þó ýmislegt fram sem höfðaði til mín, en þar var í sér í lagi eitt: "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring. Ég þekki það ágætlega eftir að hafa verið borgarstjóri Reykjavíkur á erfiðum tíma í sögu borgarinnar." Ekki það róttækasta sem frambjóðandi hefur sagt, og kannski er ekki augljóst hvers vegna þetta höfðaði svona sérstaklega til mín, í samhengi við allt hitt. En þetta segir margt um frambjóðandann með hliðsjón af sögu hans í stjórnmálum áður. Jón Gnarr fór í grínframboð í Reykjavík á sínum tíma, eftir áralanga skálmöld í borgarstjórn, svik á alla vegu og almennt óstarfhæfa borgarstjórn. Ástandið var þannig að fæstum kjósendum tókst einu sinni að fylgjast með og var því gjarnan lýst sem sirkus eða leikhúsi fáránleikans. Eins og einn kjósandi svaraði fréttamanni svo eftirminnilega; "Tjah, á maður að kjósa einhvern hlægilegan grínflokk, eða Besta Flokkinn?" - þannig var staðan. Fólk var komið með meira en nóg af borgarpólitíkinni og þess vegna vildi fólk frekar sjá hvað gerðist ef það kysi einhvern sem væri í alvörunni bara að djóka. Ekkert gat verið verra en þessi farsi sem kjósendur bjuggu við. Nema hvað, ekki nóg það að Besti Flokkurinn hafi unnið, heldur urðu kaflaskipti í pólitíkinni í Reykjavík. Auðvitað ekki smjör á hverju strái, enda ekki síður efnahagslega erfiðir tímar, en borgarstjórn varð allavega starfhæf. Það voru nefnilega kaflaskipti í stjórn borgarinnar þegar Jón Gnarr kom inn, ekki þannig að öll málin gufuðu upp og gósentíð hafi tekið við, heldur lagaði hann pólitíkina sjálfa. Hann þurfti þess ekkert, hann var ekki einu sinni beinlínis kosinn til þess, en hann gerði það vegna þess að hann fékk óvænt tækifæri til þess. Þetta er að mínu mati mikilvægasta arfleifð Besta Flokksins; hann gerði borgarstjórn starfhæfa aftur. Síðan var Jón Gnarr borgarstjóri í kjörtímabil og ákveður þá að bjóða sig ekki fram. Enda mikilvægasta verkefninu lokið í sjálfu sér, að breyta stjórnmálamenningu borgarinnar þannig að hún standist allavega samanburð við brandara. Það var augljóst undir lokin hvað hann var orðinn þreyttur á pólitíkinni, enda er hún krefjandi á allt lífið, þ.á.m. einkalífið, eins og við þekkjum öll sem höfum starfað í henni. Þegar ég heyrði Jón Gnarr segja þessi orð; "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring.", þá heyrði ég frambjóðanda tala sem tekur starfið alvarlega, en hefur þó þá auðmýkt og æðruleysið gagnvart lífinu sem þarf til að sinna því vel. Hann varð borgarstjóri óvænt, en tekur þessa ákvörðun meðvitað. Hann þurfti þess ekkert. Þannig er Jón Gnarr sá frambjóðandi sem ég treysti best til að geta tekið við erfiðum pólitískum aðstæðum með opnum huga, auðmýkt og einlægni, án þess að taka sjálfan sig of alvarlega, og með getuna til að stunda pólitík án þess að láta pólitíkina þvælast fyrir. Sennilega eru þessir mannkostir ekki mikilvægari í neinu embætti á Íslandi heldur en embætti forseta. Af þessum ástæðum ætla ég að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun