Telja SKE hafa farið offari og hætta við kaupin Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2024 08:27 Stjórn Síldarvinnslunnar telur að gagnaöflun Samkeppniseftirlitsins vegna kaupnanna hafi verið farin að snúast um annað og meira en umrædd viðskipti. Gunnþór B. Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar. Vísir/Arnar Stjórn Síldarvinnslunnar hefur samþykkt beiðni Samherja um að kaup félagsins á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood ehf. gangi til baka. Þetta kemur fram í tilkynningu Síldarvinnslunnar til Kauphallarinnar, en upphaflega var tilkynnt var um kaupin 26. september á síðasta ári með hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fram kemur að að mati stjórnar Síldarvinnslunnar hafi Samkeppniseftirlitið „farið offari við skoðun málsins“ og hafi gagnabeiðnir ekki verið í neinu samræmi við umgjörð viðskiptanna, sérstaklega í því ljósi að eingöngu sé um að ræða sölu afurða á erlendum mörkuðum. Því líti út fyrir að gagnaöflunin séu farin að snúast um annað og meira en umrædd viðskipti. „Síldarvinnslan hf. hefur afhent Samkeppniseftirlitinu öll gögn sem óskað hefur verið eftir og eru á forræði félagsins. Mikill vilji var til að klára þessi viðskipti enda aðdragandinn langur og ávinningur fyrir íslenskan sjávarútveg augljós. Ákvörðun stjórnar Síldarvinnslunnar hf. er tekin með hagsmuni félagsins í huga. Er það ekki síst vegna viðamikilla verkefna í kringum starfsemi Vísis ehf. í Grindavík en í liðinni viku hófst enn á ný eldgos í námunda við bæjarfélagið. Er það mat stjórnar Síldarvinnslunnar hf. að farsælast sé um þessar mundir að beina athygli og orku stjórnenda að brýnni verkefnum í bolfiskhluta starfseminnar. Þegar félagið sér fyrir endann á þeim verður unnt að taka fyrirkomulag sölu- og markaðsmála aftur til skoðunar. Það er einnig mat stjórnenda Síldarvinnslunnar hf. að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þurfi að styrkja stöðu sína til að viðhalda samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, þar sem hlutdeild Íslands er agnarsmá. Þessi munur hefur farið vaxandi undanfarið þar sem erlend sjávarútvegsfyrirtæki, sem eru í samkeppni við íslensku fyrirtækin á erlendum mörkuðum um sölu sjávarafurða, stækka stöðugt og auka umsvif sín. Sama gildir um einstaka kaupendur. Nauðsynlegt er fyrir íslenskan sjávarútveg í heild sinni að mæta þessum áskorunum erlendis með því að styrkja alþjóðleg sölufyrirtæki, sem geta keppt við þessa risa á grundvelli afhendingaröryggis, verðs og gæða,“ segir í tilkynningunni. 42,9 milljónir evra Á sínum tíma kom fram verðmæti Ice Fresh Seafood í viðskiptunum væri metið 42,9 milljónir evra sem jafngilti 1,76 sinnum bókfært virði eigin fjár þess hinn 31. desember 2022. „Viðskiptin felast annars vegar í kaupum á núverandi hlutum af Samherja hf. fyrir 10,7 milljónir evra, og hins vegar útgáfu nýs hlutafjár í Ice Fresh Seafood að fjárhæð 21,5 milljónir evra. Heildarvirði Ice Fresh Seafood verður 64,4 milljónir evra eftir hlutafjáraukninguna og fjárfesting Síldarvinnslunar nemur 32,2 milljónum evra. Samhliða þessum viðskiptum mun Ice Fresh Seafood ganga frá kaupum á eignarhlutum í erlendum sölufélögum sem fyrirtækið hefur átt í farsælu viðskiptasambandi við undanfarin ár,“ sagði í tilkynningunni um kaupin í september síðastliðinn. Síldarvinnslan Sjávarútvegur Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Síldarvinnslunnar til Kauphallarinnar, en upphaflega var tilkynnt var um kaupin 26. september á síðasta ári með hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fram kemur að að mati stjórnar Síldarvinnslunnar hafi Samkeppniseftirlitið „farið offari við skoðun málsins“ og hafi gagnabeiðnir ekki verið í neinu samræmi við umgjörð viðskiptanna, sérstaklega í því ljósi að eingöngu sé um að ræða sölu afurða á erlendum mörkuðum. Því líti út fyrir að gagnaöflunin séu farin að snúast um annað og meira en umrædd viðskipti. „Síldarvinnslan hf. hefur afhent Samkeppniseftirlitinu öll gögn sem óskað hefur verið eftir og eru á forræði félagsins. Mikill vilji var til að klára þessi viðskipti enda aðdragandinn langur og ávinningur fyrir íslenskan sjávarútveg augljós. Ákvörðun stjórnar Síldarvinnslunnar hf. er tekin með hagsmuni félagsins í huga. Er það ekki síst vegna viðamikilla verkefna í kringum starfsemi Vísis ehf. í Grindavík en í liðinni viku hófst enn á ný eldgos í námunda við bæjarfélagið. Er það mat stjórnar Síldarvinnslunnar hf. að farsælast sé um þessar mundir að beina athygli og orku stjórnenda að brýnni verkefnum í bolfiskhluta starfseminnar. Þegar félagið sér fyrir endann á þeim verður unnt að taka fyrirkomulag sölu- og markaðsmála aftur til skoðunar. Það er einnig mat stjórnenda Síldarvinnslunnar hf. að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þurfi að styrkja stöðu sína til að viðhalda samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, þar sem hlutdeild Íslands er agnarsmá. Þessi munur hefur farið vaxandi undanfarið þar sem erlend sjávarútvegsfyrirtæki, sem eru í samkeppni við íslensku fyrirtækin á erlendum mörkuðum um sölu sjávarafurða, stækka stöðugt og auka umsvif sín. Sama gildir um einstaka kaupendur. Nauðsynlegt er fyrir íslenskan sjávarútveg í heild sinni að mæta þessum áskorunum erlendis með því að styrkja alþjóðleg sölufyrirtæki, sem geta keppt við þessa risa á grundvelli afhendingaröryggis, verðs og gæða,“ segir í tilkynningunni. 42,9 milljónir evra Á sínum tíma kom fram verðmæti Ice Fresh Seafood í viðskiptunum væri metið 42,9 milljónir evra sem jafngilti 1,76 sinnum bókfært virði eigin fjár þess hinn 31. desember 2022. „Viðskiptin felast annars vegar í kaupum á núverandi hlutum af Samherja hf. fyrir 10,7 milljónir evra, og hins vegar útgáfu nýs hlutafjár í Ice Fresh Seafood að fjárhæð 21,5 milljónir evra. Heildarvirði Ice Fresh Seafood verður 64,4 milljónir evra eftir hlutafjáraukninguna og fjárfesting Síldarvinnslunar nemur 32,2 milljónum evra. Samhliða þessum viðskiptum mun Ice Fresh Seafood ganga frá kaupum á eignarhlutum í erlendum sölufélögum sem fyrirtækið hefur átt í farsælu viðskiptasambandi við undanfarin ár,“ sagði í tilkynningunni um kaupin í september síðastliðinn.
Síldarvinnslan Sjávarútvegur Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira