Telur ekki að Katrín hafi gert mistök Tómas Arnar Þorláksson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. júní 2024 15:48 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, telur ekki að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi gert mistök með því að gefa kost á sér til embætti forseta Íslands. Vísir/Vilhelm „Í þessari kosningabaráttu svona heilt yfir þá fannst mér inntak forsetaembættisins vera svolítið á reiki. Það var mjög ólík sýn sem að birtist frá frambjóðendum á það hversu víðtæk völd forsetans væru og mér fannst á köflum umræðan um áhugasvið frambjóðenda teygja sig langt inn fyrir mörk stjórnmálanna. Verið var að ræða mál sem að jafnaði eru gerð upp með lýðræðislegum hætti á Alþingi.“ Þetta segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um nýgengnar forsetakosningar í samtali við fréttastofu. Bjarni óskaði Höllu Tómasdóttur, nýkjörinn forseti, til hamingju með sigurinn og tók fram að úrslit kosninganna höfðu verið afgerandi ef tekið er tillit til þess hve margir voru í framboði þar sem fylgið dreifðist töluvert. Viðtalið í heild sinni er hægt að berja augum í spilaranum hér að neðan. Spurður hvort að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi gert mistök þegar hún gaf kost á sér til embætti forseta svarar Bjarni því neitandi. „Það sem að fólk verður alltaf að gera upp við sig er hvort að það finni fyrir köllun til að gefa kost á sér og það sá ég alveg hjá Katrínu svo þetta er á endanum bara persónuleg ákvörðun,“ segir Bjarni sem ítrekar að það sé mikilvægt að fylgja hjartanu. Bjarni tekur jafnframt fram að þó að Katrín hafi borið ósigur úr kosningunum að þá hafi hún hlotið góðan stuðning í kosningunum. Langsóttar kenningar Spurður hvað honum finnist um skýringar sumra þess efnis að Katrínu hafi verið refsað í kosningunum fyrir að segja af sér og gera þar af leiðandi Bjarna að forsætisráðherra segir Bjarni það vera nokkuð langsóttar kenningar. „Ég bað hana aldrei um leyfi fyrir því hvernig við myndum semja um framhald á þessu ríkisstjórnarsamstarfi, það var bara á milli flokkanna þriggja og hún farin af vettvangi. Ég man ekki eftir að hafa verið skammaður mikið fyrir að hafa gert hana að forsætisráðherra eins og einhverjir gætu þá með sömu nálgun sagt að ég hafi gert á sínum tíma fyrir mörgum árum síðan.“ Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, benti á það á vefsíðu sinni í dag að Halla Tómasdóttir væri eftir sigurinn fyrsti forsetinn til að koma af hægri væng stjórnmálanna. Spurður hvort að hann sé sammála þessari túlkun Björns segir Bjarni að hann ætli ekki að hafa skoðun á því. „Nú er kominn forseti sem er bjart yfir og er kraftmikil kona og hefur góðan stuðning og þetta er rétti tíminn til að óska henni góðs gengis en ekki að velta fyrir sér hvaða pólitísku skoðanir hún kann að hafa,“ bætir Bjarni við. Spurður um áhyggjur fólks af því að Halla hafi verið framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs árið 2007 stuttu fyrir efnahagshrunið á Íslandi segir Bjarni að þetta hefði átt að vera rætt á meðan á kosningabaráttunni stóð en ekki eftir að niðurstöður liggja fyrir. Hann ítrekar að Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum sem forseti. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira
Þetta segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um nýgengnar forsetakosningar í samtali við fréttastofu. Bjarni óskaði Höllu Tómasdóttur, nýkjörinn forseti, til hamingju með sigurinn og tók fram að úrslit kosninganna höfðu verið afgerandi ef tekið er tillit til þess hve margir voru í framboði þar sem fylgið dreifðist töluvert. Viðtalið í heild sinni er hægt að berja augum í spilaranum hér að neðan. Spurður hvort að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi gert mistök þegar hún gaf kost á sér til embætti forseta svarar Bjarni því neitandi. „Það sem að fólk verður alltaf að gera upp við sig er hvort að það finni fyrir köllun til að gefa kost á sér og það sá ég alveg hjá Katrínu svo þetta er á endanum bara persónuleg ákvörðun,“ segir Bjarni sem ítrekar að það sé mikilvægt að fylgja hjartanu. Bjarni tekur jafnframt fram að þó að Katrín hafi borið ósigur úr kosningunum að þá hafi hún hlotið góðan stuðning í kosningunum. Langsóttar kenningar Spurður hvað honum finnist um skýringar sumra þess efnis að Katrínu hafi verið refsað í kosningunum fyrir að segja af sér og gera þar af leiðandi Bjarna að forsætisráðherra segir Bjarni það vera nokkuð langsóttar kenningar. „Ég bað hana aldrei um leyfi fyrir því hvernig við myndum semja um framhald á þessu ríkisstjórnarsamstarfi, það var bara á milli flokkanna þriggja og hún farin af vettvangi. Ég man ekki eftir að hafa verið skammaður mikið fyrir að hafa gert hana að forsætisráðherra eins og einhverjir gætu þá með sömu nálgun sagt að ég hafi gert á sínum tíma fyrir mörgum árum síðan.“ Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, benti á það á vefsíðu sinni í dag að Halla Tómasdóttir væri eftir sigurinn fyrsti forsetinn til að koma af hægri væng stjórnmálanna. Spurður hvort að hann sé sammála þessari túlkun Björns segir Bjarni að hann ætli ekki að hafa skoðun á því. „Nú er kominn forseti sem er bjart yfir og er kraftmikil kona og hefur góðan stuðning og þetta er rétti tíminn til að óska henni góðs gengis en ekki að velta fyrir sér hvaða pólitísku skoðanir hún kann að hafa,“ bætir Bjarni við. Spurður um áhyggjur fólks af því að Halla hafi verið framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs árið 2007 stuttu fyrir efnahagshrunið á Íslandi segir Bjarni að þetta hefði átt að vera rætt á meðan á kosningabaráttunni stóð en ekki eftir að niðurstöður liggja fyrir. Hann ítrekar að Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum sem forseti.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira