Gervispilanir tröllríða vinsældarlista Spotify Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júní 2024 07:00 Sölvi Blöndal hjá Öldu music. Hann segir gervispilanir stórt vandamál innan tónlistarbransans. Aðsend Gervispilanir á streymisveitum á borð við Spotify koma niður á tekjuöflun íslenskra tónlistarmanna. Vandamálið er áberandi á topplista Spotify á Íslandi, þar sem algjörlega óþekktir erlendir listamenn skjóta reglulega upp kollinum með grunsamlega mikið streymi. Lagalisti Spotify yfir 50 mest spiluðu lög landsins gefur góða mynd af því hvaða lög eru vinsælustu lög landsins. Hann uppfærist á hverjum degi og þar má alla jafnan finna kunnugleg nöfn; Herra Hnetusmjör, Birni, Bríet, Patrik, í bland við stærstu erlendu tónlistarmennina; Taylor Swift, Billie Eilish og Kendrick Lamar sem dæmi. Öðru hverju skjóta hins vegar upp kollinum algjörlega óþekktir erlendir tónlistarmenn sem eru að gefa jafnvel út sitt fyrsta lag. Joshua Acker, One Mojo og Luanne Hunt eru lesendum væntanlega ókunnir. Þessir tónlistarmenn eiga það samt sem áður sameiginlegt að hafa verið stutta stund í efsta sæti vinsældarlistans íslenska. Þegar Patrik, einn vinsælasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir, gaf út sína aðra plötu þann 24. maí síðastliðinn var það ekki hann sem vermdi efsta sæti listans tveimur dögum síðar, heldur þeir $$Double-Dolla$$ og xentzenith. Patrik þurfti að gera sér þriðja sætið að góðu. Staðan á listanum 26. maí, tveimur dögum eftir að Patrik gaf út plötu sína. Degi síðar hurfu þeir $$Double-Dolla$$ og xentzenith af listanum.skjáskot Fleiri dæmi eru til: One Mojo og Sik Jagga slá í gegn á Spotify með 53 þúsund streymi á einum sólarhring og slá Herra Hnetusmjöri við. Það partí stóð hins vegar stutt og þeir horfnir af listanum eftir að tilkynning barst Spotify um grunsamlegt streymi. Þeir spila því væntanlega ekki í Herljólfsdal næstu verslunarmannahelgi.skjáskot Hefur áhrif á tekjur Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri íslenska útgáfufélagsins Öldu music, segir um stórt vandamál að ræða innan tónlistarbransans. „Alda music er nú í fararbroddi við að stöðva þetta, en það er auðvitað hægara sagt en gert. Þetta er tilkynnt til streymisveitna sem yfirleitt taka þetta niður innan sólarhrings. En þetta er bara svo brjálað flæði af efni sem streymir inn, að það getur verið erfitt,“ segir Sölvi í samtali við Vísi. Gervispilanir hafi einnig hlutfallslega meiri áhrif hér á landi þar sem potturinn sé minni. Sölvi ásamt Bubba Morthens og Ólafi Arnalds.Mynd/Berglaug Petra Sölvi útskýrir að gervispilanir hafi áhrif á greiðslupottinn, sem ákvarði hve mikið íslenskir tónlistarmenn fái greitt fyrir streymi. Potturinn taki mið af undirliggjandi heildarfjölda spilana. „Ef sá heildarfjöldi eykst, þá þýðir það að íslenskir artistar fá minna borgað. Það skiptir auðvitað okkur máli, sem langstærsti útgefandinn hér á Íslandi. Þannig við höfum bara tekið það upp hjá okkur að vinna gegn þessu,“ segir Sölvi. Yfir fjörutíu skipti Andri Þór Jónsson er markaðsstjóri Öldu og yfirmaður stafrænna dreifingarmála. Hann segir ekki um nýtt vandamál að ræða í sögu Spotify. „En þetta er nýtt að þetta sé að dúkka svona mikið upp á topp-fimmtíu listanum hér á Íslandi. Það þarf svo lítið af streymum til að komast á okkar lista. Ég hugsa að ég sé búinn að tilkynna þrjátíu eða fjörutíu skipti þar sem ég er að sjá svona lög í topp-tíu eða í efsta sæti listans,“ segir Andri Þór. Andri Þór Jónsson hefur beitt sér gegn gervispilunum á Spotify.aðsend Hann segir ekki ljóst hvernig spilanirnar séu framkvæmdar nákvæmlega. Það sé hins vegar ljóst að óprúttnir tónlistarmenn greiði fyrir umræddar gervispilanir. „Þetta hefur oft áhrif á listamenn sem eiga skilið að vera í fyrsta sæti eftir fyrsta útgáfudaginn, þá er oft feik listamaður í efsta sætinu. Þannig þetta skekkir myndina. Ég kíki á þetta á hverjum degi og sendi þá á deild hjá Spotify sem vaktar þetta. Þeir taka við þessum beiðnum og laga þetta oftast innan við dag. En það virðist samt ekkert hægjast á þessu.“ Tónlist Menning Spotify Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Fleiri fréttir Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Lagalisti Spotify yfir 50 mest spiluðu lög landsins gefur góða mynd af því hvaða lög eru vinsælustu lög landsins. Hann uppfærist á hverjum degi og þar má alla jafnan finna kunnugleg nöfn; Herra Hnetusmjör, Birni, Bríet, Patrik, í bland við stærstu erlendu tónlistarmennina; Taylor Swift, Billie Eilish og Kendrick Lamar sem dæmi. Öðru hverju skjóta hins vegar upp kollinum algjörlega óþekktir erlendir tónlistarmenn sem eru að gefa jafnvel út sitt fyrsta lag. Joshua Acker, One Mojo og Luanne Hunt eru lesendum væntanlega ókunnir. Þessir tónlistarmenn eiga það samt sem áður sameiginlegt að hafa verið stutta stund í efsta sæti vinsældarlistans íslenska. Þegar Patrik, einn vinsælasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir, gaf út sína aðra plötu þann 24. maí síðastliðinn var það ekki hann sem vermdi efsta sæti listans tveimur dögum síðar, heldur þeir $$Double-Dolla$$ og xentzenith. Patrik þurfti að gera sér þriðja sætið að góðu. Staðan á listanum 26. maí, tveimur dögum eftir að Patrik gaf út plötu sína. Degi síðar hurfu þeir $$Double-Dolla$$ og xentzenith af listanum.skjáskot Fleiri dæmi eru til: One Mojo og Sik Jagga slá í gegn á Spotify með 53 þúsund streymi á einum sólarhring og slá Herra Hnetusmjöri við. Það partí stóð hins vegar stutt og þeir horfnir af listanum eftir að tilkynning barst Spotify um grunsamlegt streymi. Þeir spila því væntanlega ekki í Herljólfsdal næstu verslunarmannahelgi.skjáskot Hefur áhrif á tekjur Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri íslenska útgáfufélagsins Öldu music, segir um stórt vandamál að ræða innan tónlistarbransans. „Alda music er nú í fararbroddi við að stöðva þetta, en það er auðvitað hægara sagt en gert. Þetta er tilkynnt til streymisveitna sem yfirleitt taka þetta niður innan sólarhrings. En þetta er bara svo brjálað flæði af efni sem streymir inn, að það getur verið erfitt,“ segir Sölvi í samtali við Vísi. Gervispilanir hafi einnig hlutfallslega meiri áhrif hér á landi þar sem potturinn sé minni. Sölvi ásamt Bubba Morthens og Ólafi Arnalds.Mynd/Berglaug Petra Sölvi útskýrir að gervispilanir hafi áhrif á greiðslupottinn, sem ákvarði hve mikið íslenskir tónlistarmenn fái greitt fyrir streymi. Potturinn taki mið af undirliggjandi heildarfjölda spilana. „Ef sá heildarfjöldi eykst, þá þýðir það að íslenskir artistar fá minna borgað. Það skiptir auðvitað okkur máli, sem langstærsti útgefandinn hér á Íslandi. Þannig við höfum bara tekið það upp hjá okkur að vinna gegn þessu,“ segir Sölvi. Yfir fjörutíu skipti Andri Þór Jónsson er markaðsstjóri Öldu og yfirmaður stafrænna dreifingarmála. Hann segir ekki um nýtt vandamál að ræða í sögu Spotify. „En þetta er nýtt að þetta sé að dúkka svona mikið upp á topp-fimmtíu listanum hér á Íslandi. Það þarf svo lítið af streymum til að komast á okkar lista. Ég hugsa að ég sé búinn að tilkynna þrjátíu eða fjörutíu skipti þar sem ég er að sjá svona lög í topp-tíu eða í efsta sæti listans,“ segir Andri Þór. Andri Þór Jónsson hefur beitt sér gegn gervispilunum á Spotify.aðsend Hann segir ekki ljóst hvernig spilanirnar séu framkvæmdar nákvæmlega. Það sé hins vegar ljóst að óprúttnir tónlistarmenn greiði fyrir umræddar gervispilanir. „Þetta hefur oft áhrif á listamenn sem eiga skilið að vera í fyrsta sæti eftir fyrsta útgáfudaginn, þá er oft feik listamaður í efsta sætinu. Þannig þetta skekkir myndina. Ég kíki á þetta á hverjum degi og sendi þá á deild hjá Spotify sem vaktar þetta. Þeir taka við þessum beiðnum og laga þetta oftast innan við dag. En það virðist samt ekkert hægjast á þessu.“
Tónlist Menning Spotify Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Fleiri fréttir Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira