Segir VG leita að tilefni til að slíta samstarfinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2024 14:37 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, lýsti andrúmsloftinu á Alþingi í ræðu sem hún fór með undir liðnum störf þingsins. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gerði stöðu og líf ríkistjórnarinnar að umfjöllunarefni í þinginu í dag undir liðnum störf þingsins. Þingið dró sig í hlé til að gefa forsetakosningunum svigrúm en Þorbjörg segir í ræðu sinni að þau rólegheit hafi verið algjört „svikalogn“ því ríkisstjórnarsamstarfið hangi á bláþræði líkt og hún komst að orði. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður VG, sagði, eins og frægt er orðið, af sér embætti forsætisráðherra til að blanda sér í forsetaslaginn en Halla Tómasdóttir sigraði kosningarnar um liðna helgi. „Hafi einhver verið í vafa um það hvort tengsl væru á milli forsetakosninga og ríkisstjórnarsamstarfsins blasir svarið við núna þegar við komum til baka inn í þingið. Hér er bókstaflega hægt að skera loftið eftir úrslitin.“ Þorbjörg Sigríður lýsti andrúmsloftinu í þinginu með þessum hætti í ræðu sinni. RÚV greindi í gærkvöldi frá niðurstöðu könnunar á fylgi stjórnmálaflokkanna sem sýndi að Vinstri hreyfingin-grænt framboð væri með 3,3 prósent fylgi og myndi þannig ekki komast inn á þing ef þetta væri niðurstaða alþingiskosninga. Segir VG leita að leið út Þorbjörg sagði þetta endurspeglast í samskiptum stjórnarflokkanna og að VG leiti nú að tilefni til að yfirgefa samstarfið. „Við finnum líka að að minnsta kosti einn ríkisstjórnarflokkanna er núna farinn að þefa uppi móðganir og tilefni til að sprengja ríkisstjórnarsamstarfið. VG situr kannski við ríkisstjórnarborðið og skoðar það hvort servíéttubrotið sé rangt.“ Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd í morgun en Þorbjörg segir í stað umræðu um hvaða mál verði hægt að klára þurfi þingmenn að horfast í augu við að mun stærri pólitísk spurning sé um hvort ríkisstjórnin muni „klára sig sjálfa“ á fyrstu dögum júní mánaðar. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56 „Ég held að við þurfum að leita í ræturnar“ Formaður Vinstri grænna segir flokkinn hafa náð miklum árangri á tíma sínum í ríkisstjórn. Flokkurinn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og myndi þurrkast út af þingi ef sú yrði niðurstaðan. 4. júní 2024 11:46 Útlendingafrumvarpið afgreitt út úr þingnefnd Á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra afgreitt út úr nefndinni. 4. júní 2024 12:05 Enginn ágreiningur uppi og útlendingafrumvarpið afgreitt í vikunni Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir engan ágreining uppi á milli stjórnarflokkanna um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. 4. júní 2024 06:26 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þingið dró sig í hlé til að gefa forsetakosningunum svigrúm en Þorbjörg segir í ræðu sinni að þau rólegheit hafi verið algjört „svikalogn“ því ríkisstjórnarsamstarfið hangi á bláþræði líkt og hún komst að orði. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður VG, sagði, eins og frægt er orðið, af sér embætti forsætisráðherra til að blanda sér í forsetaslaginn en Halla Tómasdóttir sigraði kosningarnar um liðna helgi. „Hafi einhver verið í vafa um það hvort tengsl væru á milli forsetakosninga og ríkisstjórnarsamstarfsins blasir svarið við núna þegar við komum til baka inn í þingið. Hér er bókstaflega hægt að skera loftið eftir úrslitin.“ Þorbjörg Sigríður lýsti andrúmsloftinu í þinginu með þessum hætti í ræðu sinni. RÚV greindi í gærkvöldi frá niðurstöðu könnunar á fylgi stjórnmálaflokkanna sem sýndi að Vinstri hreyfingin-grænt framboð væri með 3,3 prósent fylgi og myndi þannig ekki komast inn á þing ef þetta væri niðurstaða alþingiskosninga. Segir VG leita að leið út Þorbjörg sagði þetta endurspeglast í samskiptum stjórnarflokkanna og að VG leiti nú að tilefni til að yfirgefa samstarfið. „Við finnum líka að að minnsta kosti einn ríkisstjórnarflokkanna er núna farinn að þefa uppi móðganir og tilefni til að sprengja ríkisstjórnarsamstarfið. VG situr kannski við ríkisstjórnarborðið og skoðar það hvort servíéttubrotið sé rangt.“ Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd í morgun en Þorbjörg segir í stað umræðu um hvaða mál verði hægt að klára þurfi þingmenn að horfast í augu við að mun stærri pólitísk spurning sé um hvort ríkisstjórnin muni „klára sig sjálfa“ á fyrstu dögum júní mánaðar.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56 „Ég held að við þurfum að leita í ræturnar“ Formaður Vinstri grænna segir flokkinn hafa náð miklum árangri á tíma sínum í ríkisstjórn. Flokkurinn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og myndi þurrkast út af þingi ef sú yrði niðurstaðan. 4. júní 2024 11:46 Útlendingafrumvarpið afgreitt út úr þingnefnd Á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra afgreitt út úr nefndinni. 4. júní 2024 12:05 Enginn ágreiningur uppi og útlendingafrumvarpið afgreitt í vikunni Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir engan ágreining uppi á milli stjórnarflokkanna um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. 4. júní 2024 06:26 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56
„Ég held að við þurfum að leita í ræturnar“ Formaður Vinstri grænna segir flokkinn hafa náð miklum árangri á tíma sínum í ríkisstjórn. Flokkurinn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og myndi þurrkast út af þingi ef sú yrði niðurstaðan. 4. júní 2024 11:46
Útlendingafrumvarpið afgreitt út úr þingnefnd Á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra afgreitt út úr nefndinni. 4. júní 2024 12:05
Enginn ágreiningur uppi og útlendingafrumvarpið afgreitt í vikunni Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir engan ágreining uppi á milli stjórnarflokkanna um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. 4. júní 2024 06:26