Hefur áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi á Akureyri Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 18:30 Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður hefur áhyggjur af vaxandi hlutfalli erlendra ríkisborgara í fangaklefum landsins. Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi á Akureyri og segir alvarlega þróun eiga sér stað norður á landi. Þetta segir Njáll í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um gæsluvarðhald fanga og fékk svör frá ráðuneytinu um helgina. Fyrirspurnin varðaði það hve margir hafa sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi síðastliðinn áratug eftir þjóðerni, aldursbili og fleiru. Samkvæmt svari dómsmálaráðherra hefur gríðarleg fjölgun átt sér stað á því að fólki með erlent ríkisfang sé gert að sæta gæsluvarðhaldi. Síðastliðinn áratug hafi árlegur fjöldi þeirra rúmlega þrefaldast. Hann segist hafa áhyggjur af þróun alþjóðlegrar og skipulagðrar brotastarfsemi á landinu og að svör dómsmálaráðuneytisins hafi staðfest þennan grun hans. Njáll segir einnig að úr svörum ráðuneytisins megi lesa að lögregluþjónar á Akureyri séu líklegri til að verða fyrir ofbeldi í starfi en lögregluþjónar í sambærilegum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. „Í mínu kjördæmi fyrir norðan, á Norðurlandi eystra. Brot á lögreglumönnum, sem kom fram í fyrirspurninni í vetur, þar er gríðarlega alvarleg þróun í gangi. Það var þannig hægt að lesa úr gögnunum að lögreglumaður norðeystra hann var í mun meiri hættu á að lenda í brotum en til dæmis lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll. Brýnt að bregðast við Aðspurður segir Njáll að hann stefni á að bregðast við gögnunum á þinginu í haust sökum mikilla anna um þessar mundir. „Svarið kom bara núna á kosningadag núna á laugardaginn og það eru miklar annir í þinginu núna en það er ekki ólíklegt að maður komi með eitthvað framhald í haust þegar maður hefur aðeins legið yfir þessu,“ segir hann. Njáll segir brýnt að bregðast við ástandinu og að mál sem þessi séu ekki þess eðlis að þau leysist af sjálfu sér. „Við verðum, Íslendingar, að fara að átta okkur á stöðunni. Þetta eru þannig mál að það verður að taka á þeim. Það þýðir ekkert bara að hunsa þau því þetta er ekki vandi sem hverfur,“ segir hann. Reykjavík síðdegis Akureyri Lögreglumál Innflytjendamál Alþingi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira
Þetta segir Njáll í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um gæsluvarðhald fanga og fékk svör frá ráðuneytinu um helgina. Fyrirspurnin varðaði það hve margir hafa sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi síðastliðinn áratug eftir þjóðerni, aldursbili og fleiru. Samkvæmt svari dómsmálaráðherra hefur gríðarleg fjölgun átt sér stað á því að fólki með erlent ríkisfang sé gert að sæta gæsluvarðhaldi. Síðastliðinn áratug hafi árlegur fjöldi þeirra rúmlega þrefaldast. Hann segist hafa áhyggjur af þróun alþjóðlegrar og skipulagðrar brotastarfsemi á landinu og að svör dómsmálaráðuneytisins hafi staðfest þennan grun hans. Njáll segir einnig að úr svörum ráðuneytisins megi lesa að lögregluþjónar á Akureyri séu líklegri til að verða fyrir ofbeldi í starfi en lögregluþjónar í sambærilegum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. „Í mínu kjördæmi fyrir norðan, á Norðurlandi eystra. Brot á lögreglumönnum, sem kom fram í fyrirspurninni í vetur, þar er gríðarlega alvarleg þróun í gangi. Það var þannig hægt að lesa úr gögnunum að lögreglumaður norðeystra hann var í mun meiri hættu á að lenda í brotum en til dæmis lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll. Brýnt að bregðast við Aðspurður segir Njáll að hann stefni á að bregðast við gögnunum á þinginu í haust sökum mikilla anna um þessar mundir. „Svarið kom bara núna á kosningadag núna á laugardaginn og það eru miklar annir í þinginu núna en það er ekki ólíklegt að maður komi með eitthvað framhald í haust þegar maður hefur aðeins legið yfir þessu,“ segir hann. Njáll segir brýnt að bregðast við ástandinu og að mál sem þessi séu ekki þess eðlis að þau leysist af sjálfu sér. „Við verðum, Íslendingar, að fara að átta okkur á stöðunni. Þetta eru þannig mál að það verður að taka á þeim. Það þýðir ekkert bara að hunsa þau því þetta er ekki vandi sem hverfur,“ segir hann.
Reykjavík síðdegis Akureyri Lögreglumál Innflytjendamál Alþingi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira